Er gervigreind einhver greind

Í dag fara fjölmiðlar mikinn og margur um gervigreind. Þetta sé allt að því að leysa heimsins vandamál en gervigreind svokölluð svo greind?

Í rauninni því alla sýna þekking fær gervigreindin frá því sem var vitað áður. Hún skapar ekki nýja þekkingu út frá órökrænu samhengi. Upplýsingum sem er safnað og koma með niðurstöðu byggja ekki á órökrænu samhengi heldur einmitt raðað eftir rökrænu samhengi. Gervigreindin lærir ekki nema sem fyrir hana er sett eða getur sótt á einhvern hátt.

Til samanburðar við manninn þá orðatiltækið brennt barn forðast eldinn verulega útskýrandi í því samhengi. Barnið lærir, á órökrænan hátt, að eldurinn meiði þig og ber að forðast. Þetta getur gervigreind ekki lært nema það sé sérstaklega tekið fram. Gervigreind hefur ekki skynjun til að læra út frá. Með því má segja að þetta sé ekki greind.

Það að safna upplýsingum og vinna úr gerir þig ekki endilega greindan. Þetta er færni og flýtir alls konar ferlum við verkefni. Þótt svokölluð gervigreinda öpp hafi búið til tónlist, gert myndir, myndbönd og fleira þá er þetta allt unnið út frá þekktum stefum. Í mínum huga eru þessi öpp meira sem leiktæki en eitthvað sem nýtist.

Af öllu má segja að öll þessi upplýsingasöfnun gerir hluti oft leiðinlegri. Það vantar einhvern sjarma - hið órökræna.


Hvernig getur líkan verið gervigreind

Þetta er gott framtak hjá þeim en þetta er ekki gervigreind. Þetta er bara líkan sem sækir upplýsingar á marga staði.

Umræðan um gervigreind er svo á villigötum að það virðist engin leið að átta sig á hvað er átt við með gervigreind. Greind verður ekki til nema hún læri og þó þú lesir upplýsingar frá mörgum stöðum þá er ekki sagt að hér sé verið að læra. Hins vegar er forsendum sífellt breytt til að reyna fá betri mynd af þeim gögnum sem eru notuð.

Margir hafa farið mikinn um gervigreind en æði oft eru þetta líkön sem ná í upplýsingar á mörgum stöðum og raða saman. Hér er enginn nýr lærdómur heldur einungis verið að nýta upplýsingar á nýjan hátt og vonandi betri. Eins og Gunnar Rögnvaldsson sagði að hér er verið að betrumbæta forritun sem er hið besta mál.

Væri óskandi að fréttamenn köfuðu aðeins í það sem þeir skrifa um.


mbl.is Gervigreindin umbyltir íslenskum veðurspám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

21. öldin þar sem fólki í heiminum fækkar.

Það er farið að sýjast inn að fólksfækkun er framundan á þessari öld (sjá hér). Ekki nóg með að fæðingatíðnin snarlækkar í heiminum þá eldast íbúar landa ansi hratt. Þetta þýðir að núverandi hagkerfi þarf að taka breytingum því eins og þetta er sett upp í dag þá miðar allt við fólksfjölgun.

Ekki má heldur gleyma því að fólksfækkun er ekki bundin við vesturlönd og Asíu heldur á sér stað um allan heim (minnst í Afríku).

Slíkar breytingar hafa í sögunni leitt af sér miklar umrótanir. Slíkt umrót þýðir ekki að allt sé á leiðinni til fjandans þar sem tækifæri leynast einnig í slíkum breytingum. Segja má frekar að hagfræðin þarf að taka sig saman í andlitinu og benda á leiðir til að takast á við fólksfækkun og aldursamsetningu landa.

Við sem lifum fram að miðri öld sjáum ekki miklar breytingar en afkomendur gætu orðið vör við breytingar á seinni árum lífsskeiðs.


Kvikmyndin Poor Things sýnir hugmyndafræði öfga femisisma í hnotskurn

Í stuttu máli þannig:

Karlmenn er vilja stjórna konum og hafa öll völd. Hugsa um eitt að fanga konur, nýta þær til kynlífs og leika sér eins og þeir vilja. Konur eru kúgaðar og eiga að sinna körlum. Hins vegar eru konur klárar því þær taka þekkingu skref fyrir skref meðan karlar læra ekki af reynslunni.

Aðalleikkonan átti óskarinn vel skilið en í heildina er þetta rétt miðlungsmynd. Get ekki gert upp við mig hvort þetta sé verið að gagnrýna eða með frásögn af öfga feminisma. Gaman samt að sjá áhrif frá Wes Andersson með litadýrð í bakgrunni.

Kvimyndina er þess virði að sjá fyrir vel unnin verk leikara.


Óþekka bankastýran

Kaup Landsbankans á TM er frekar hjákátlegt að bankastýra sem ákveður ekki svona kaup er látin ver aí forsvari. Auðvitað er það stjórnin sem ákveður slíkt og síðan er varla hægt að samþykkja svona kaup nema með samþykki eigenda.

Hroki bankastýrunnar er slíkur að hún heldur að hún sé ósnertanleg og vegurinn sé greiður. Því miður fyrir hana þá er svona hroki yfirleitt búmerang sem hittir beint í hjartastað. Frægt var áður fyrr þegar Sverrir Hermannson var gripinn vegna gífurlegs kostnaðar við veiðiferðir í nafni bankans. Það varð honum að falli og líkast til verður að spá sömu örlögum fyrir bankastýruna.

Nú getur bankasýslan haft mánuð til að neita þessu að fara í gegn og í framhaldinu þá verður ansi heitt í stjórastólnum.

Svona er samt alltaf saga ríkisbanka. Við stjórnvölin fæst fólk sem heldur að það sé yfir allt hafið. Skortir auðmýkt og tengingu við fólkið sem það á að þjóna.

Ríkið á ekki að eiga banka.


mbl.is Nýta hefði mátt fjármagnið í annað en kaupin á TM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig berðu ábyrgð á einhverju sem þú semur ekki um?

Þarna fer Villi kallinn algerlega með rangt mál. Það var samið af formanni SFS en ekki af einstaka sveitafélögum sem þannig hafa enga ábyrgð að bera.

Villi kallinn verður að sætta sig við það að hlutirnir ganga ekki svona fasískt fyrir sig heldur hefur hvert sveitafélag sinn samningsrétt.

Verkalýðsforustan vinnur ekki fyrir launfólk.


mbl.is Kjarasamningur laus ef loforðið verður ekki uppfyllt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftlagshamfaralisti (munum við frjósa eða stikna)

Rakst á skemmtilegan lista yfir hamfarir sem áttu að dynja á heimsbyggðin síðastliðinn 60 ár (sjá hér).

Sumt að þessu er svo fyndið að væri gott efni í farsa en ótrúlegra er að þetta er sett fram í fullri trú.

Hamfaralisti


Svifryk en enginn vill sópa

Þessi staðlaða tilkynning sem kemur 1x til 2var á ári er algerlega ómarktæk. Þar er ekkert talað um að sópa göturnar þrátt fyrir að hiti hafi verið yfir frostmarki í marga daga. Það væri svo auðvelt að minnka svifryksmagnið ef göturnar væru sópaða, þó ekki nema bleyttar til að halda þessu niðri.

Nei bílaandmóðsbölræðan skal ráða og þrálátlega staglað á þessu á hverju ári en pössum okkur á að koma ekki með neinar lausnir. Hið illa farartæki, bílinn, skal fara með öllum ráðum.

Þversögnin í tilkynningunnni er samt enn fyndnari. Þar sem segir að nýta skuli almenningsamgöngur eða vistvæna ferðamáta en toppa síðan með að takmarka útiveru og forðast áreynslu við stórar götur. Sér sá sem skrifar þetta ekki eigin þversögn?

Legg til að á næsta ári verði settar fram tillögur til lausna þegar þessi árelga tilkynning verður send út.


mbl.is Aukið magn svifryks í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkalýðsforustan er ekki pólitískt stjórnarafl

Með þessum samningum er verkalýðsforustan að ganga fram sem pólitískt stjórnarafl. Þau stjórna ekki í landinu og þau bera enga ábyrgð á stjórnun landsins en heimta samt þætti sem hefur með stjórnun landsins.

Þetta er ekkert annað en lögleysa og vitleysa. Það gengur ekki upp að sveitafélögin ráði ekki sjálf eða ríkið komi inn til að liðka fyrir samningum. Til lengdar þýðir þetta ekki annað en að verkalýðsforustan gengur lengra og lengra en án allrar ábyrgðar.

Þessir samningar leiða líklega til viðvarandi verbólgu og hátt vaxtastig. Af hverju? Jú því einhvernveginn þarf að fjármagna dæmið og ríkskassinn er nú þegar rekinn með tapi. Viðvarandi taprekstur ríkiskassans leiðir af sér verðbólgu því einhvernveginn þarf að ná í fjármagn til að standa undir skuldunum.

Ekki mun verkalýðsforustan sjá til að þess að skuldirnar verði greiddar.

Þessir samningar eru ekki að vinna með launafólki.


mbl.is „Auðvitað vill maður alltaf meira“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju semja verkalýðsfélögin ekki um lægri skatta?

Ef verkalýðsfélögunum væri svona annt um launamenn þá ættu þau fyrst og fremst að semja um lægri skatta. Með því að semja um fríar skólamáltíðir er verið að umbuna litlu hluta sem kemur sér vel.

Svona til að einfalda dæmið má segja að kannski helmingur foreldra með börn á skólaaldri finnst þeim fá eitthvað út úr fríium máltíðum. Hinum helmingnum skiptir það engu máli. Ræddi í síðasta bloggi um matarsóunina þannig að þarna er verið eyða skattfé sem betur væri nýtt í eitthvað annað.

Hins vegar hef ég aldrei heyrt eða séð verkalýðsforustuna tala um að lækka skatta. Hvernig má það vera að launamaðurinn sem hefur lág laun t.d. útborgar 350 þús á mánuði hagnist ekki meira af 1% lækkun skatta heldur en launamaður með miljón á mánuði. Hlutfallslega hagnast láglaunamaðurinn meira á lækkun skatta en sósíalistarnir sjá hlutina ekki í því samhengi. Horfa bara á krónutöluna og amast yfir því að hinn launahærri fái meira í vasann. Soddans kjánar.

Sósíalistarnir í verkalýðsfélögunum vilja ekki ljá því máls né heyra á það minnst. Því miður er ég í VR þar sem Ragnar sóló puðast áfram að láta vita að hann sé til. Hefur afskaplega lítið viturlegt til málanna að leggja en þeim mun ánægðari þegar hann kemst í fréttaskot.

Öll þessi ár sem ég hef borgað í verkalýðsfélag hefur það einu skilað ef ég sæki styrki en þeir mega samt ekki vera of háir fyrir skattakrumluna. Þeim dettur ekki einu sinni í hug að semja um þessa styrki að þeir séu skattfrjálsir. Hef meira segja verið trúnaðarmaður sem aðallega fólst í að segja já og amen við því sem forustan ákvað.

Þvílíkt bull að neyða mann að vera í verkalýðsfélagi.


mbl.is Langtímasamningur á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband