Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Flottur sigur en verum jarðbundin

Þetta var flottur sigur hjá strákunum og þeir lögðu sig alla fram. Gaman að sjá íslenska karla landsliðið í fótbolta spila svona vel.

Við getum samt ekki gleymt okkur og farið fram úr okkur. Það er langur vegur eftir og þetta var aðeins eitt skref á leiðinni, þótt magnaður sigur væri. Það er enginn orðinn guðdómlegur eða eitthvað slíkt enn. Þessir strákar hafa ekki unnið neitt. Það eru enn eftir 7 leikir sem þýða 21 stig. Það sem mér finnst magnaðast er að liðið hefur ekki enn fengið á sig mark. Liðið þarf rúmlega 20 stig til að geta átt möguleika á öðru sætinu.

Höldum okkur á jörðinni en njótum samt augnabliksins.

Áfram Ísland!


mbl.is Sigurinn á Hollendingum í myndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hugarfar

Það er gaman að lesa viðtalið við Atla út frá hugarfari. Í stað þess að leggjast í væl og kenna öðrum um þá greinir hann hlutina út frá liðinu og sjálfum sér.

Þetta er hugarfar sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar og Atli er örugglega þess verðugur að vera valinn besti leikmaður íslandsmótsins. Góð fyrirmynd og flottur leikmaður.


mbl.is Má alltaf gera betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veigar Páll lærðu af þessu

Það er rangt hugarfar hjá leikmanninum að hugsa þannig að hefði leikurinn tapast þá hefði atburðurinn setið í honum en af því þeir unnu þá eigi hann að gleyma.

Nær væri að læra af atburðinum og koma þannig í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig á einhvern hátt. Alveg sama hvað var gert við hann þá gerði Veigar Páll mistök sem hefðu getað verið dýrkeypt. Þessi mistök geta hæglega endurtekið sig nema hann læri af atburðinum.

Íþróttamenn eiga að læra af svona atburðum alveg eins og þeir þurfa að læra tækni.


mbl.is Veigar Páll: Ég skammast mín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband