Hvernig væri að rannsaka þá sem ekki smitast?

Allt þetta ár hefur farið í það að rannsaka þá sem smitast og unnið út frá því. Við virðumst komast lítið meira áleiðis hvernig megi koma í veg fyrir smit. Hvers vegna förum við þá ekki hina leiðina og skoðum þá sem ekki smitast?

Það eru mjög mörg dæmi þess að fólk hafi ekki smitast þrátt fyrir að umgangast smitaða, jafnvegl mikið. Ef við skoðum fjölda sem hefur lokið sóttkví þá er hann 10x meiri en hafa lokið einangrun. Þetta þýðir að mjög margir sleppa við smit þrátt fyrir að vera nálægt smituðum. Hvað gerir þetta fólk öðruvísi en hinir sem smitast?

Það er of mikið fátað í myrkrinu eins og nota hanska, nota grímur o.s.frv. Hvorugt er sannað að vinni gegn smitum. Notkun gríma er oftúlkað en geta nýst vel, takmarkað, við vissar aðstæður. Að þurfa nota grímu í stórri verslun þar sem fáir eru inni, talar ekki við neinn og heldur fjarlægð auðveldlega, er alger þvæla. Annað dæmi um fátið er að telja veiruna meira loftborna en áður. Miðað við fjölda smita er þetta þá stenst það illa skoðun jafnvel við mikla skimun. Það ættu miklu fleiri að vera smitaðir.

Hvað má þá ætla að þeir geri sem smitast ekki?

1. Þeir halda fjarlægð. Miðað við að dropar við að tala nái um 50 -100cm frá mannesku þá hljóta þeir sem forðast smit að hafa haldið þeirri fjarlægð eða snúið í aðra átt en dropa falla sem smita.

2. Þvo sér um hendur áður en borða. Þetta er ófrávíkjanleg regla og á við um allt sem er borðað þe. nammi og snakka einnig. Hljóta einnig að forðast að snerta andlit nema að hafa þvegið hendur fyrst.

3. Látið síma sinn í friði í kringum smitaða. Ef dropar falla frá smituðum í kringum þá þá líklegast lenda þeir í handahæð fólks og hvar höfum við símana okkar? Mín tilgáta er að þetta er einn vanmetnasti þáttur í smitum. Fólk telur þetta ekki almennan snertiflöt en það ansi fjarri lagi. Að nota síma þegar aðrir eru nálægt gerir það að almennum snertiflöt. Dropar sem lenda á höndum þeir fara á símann séu hendur ekki þvegnar. Í raun er síminn mesta smittæki sem við snertum yfir daginn. Þangað til við þvoum hendur þá fara allir sýklar af höndum yfir á símann. Gott ráð að þrífa símann reglulega og ekki vera í síma þegar verið að borða.

4. Er stuttan tíma á stöðum þar sem hópmyndun er. Skiptir sköpum hversu löngum tíma þú eyðir þar sem hópamyndun er. Styttri tími minnkar líkur á smitum.

5. Borða ekki né drekka nálægt smituðum. Það varnar snertingu við andlit. Barir eru svo slæmir t.d. vegna drykkir framreiddir í opnum glösum og farið með í gegnum hóp af fólki. Ef verið að borða eða drekka þá er betra að sé haldið frá öðrum eða í flöskum.

 

Allt þetta eru tilgátur um hvernig fólk forðast smit. Hef ekki sannanir eða getu til að prófa þetta en varla verra en það sem er gefið út.


mbl.is Engin viðmið um afléttingu sóttvarnaraðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband