Eðlileg krafa og síðan almennilegar upplýsingar

Það er eðlileg krafa að samningurinn um Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu enda ekki bara stjórnmálamanna að borga. Stjórnmálamenn hafa sýnt í gegnum tíðina að aðgerðir þeirra eru misjafnar og langt því frá að vera alltaf það besta. Þessa vegna á þjóðin sjálf að fá að velja hvort hún sé tilbúin að standa undir þessum kröfum.

Stjórnvöld sem geta ekki náð með vitrænum ráðum fjármálum niður um 30 miljarða og finnst í lagi að bæta 26 miljörðum við án þess að útskýra hvað þurfi að gefa eftir í staðinn er ekki raunsær málflutningur. Það hafa aldrei komið afgerandi svör við því hvers vegna okkur ber að borga þetta. Áhætta er eitt og viðunandi samningur annað en ég óska eftir svari hvers vegna?

Hér fyrir neðan er mynd af örgjörva í debetkorti. Þar eru settar inn upplýsingar sem við fáum ekki að vita fyrirfram. Spurningin er hvort við getum það og hvort við höfum almennilegan aðgang þegar okkur hentar að vita það. Það sama á við um Icesave. Þetta er sett fram en ósköp takmarkaðar upplýsingar sendar út til þeirra sem þó eiga að borga.

Örgjörvi


mbl.is Vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband