Stuðlar þetta að sjálfbærri nýtingu?

Miðað við þær vísindagreinar sem ég hef lesið um nýtingu fiskistofna í hafi þá er þetta ekki leiðin. Þar einmitt stendur að best sé að taka jafnt úr stofni og það skili heilbrigðum stofni. Að sleppa taka smáfiskinn og stóra fiskinn þýðir ójöfnuðu í stofni og skilar af sér vandræðum (eins og berlega hefur komið í ljós undanfarna áratugi).

Þetta finnst mér léleg blaðamennska hjá Morgunblaðinu og grípa eina grein og lepja hana upp hráa sem mögulega leið í bætingu fiskistofnins. Sjálfbærni verður ekki tll með að velja úr heldur þarf heildarmyndin að vera til staðar. Þetta er sagt án þess að hafa lesið greinina en einmitt í svona frétt ætti að koma annað sjónarhorn því þau eru til.

Hafrannsóknastofnun hefur því miður einokun á skoðunum hvað sé rétt að gera varðandi fiskveiðar og árangurinn er eftir því. Ómannleg niðurstaða þar sem enginn þarf að bera ábyrgð á gerðum sínum og ekki bætist nýting á fiskistofninum. Er ekki kominn tími til að vakna?


mbl.is Áhrifaríkast að banna línuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband