Verst að getum ekki samið um leið

Það er ekki nógu gott að fara í gegnum dómstóla til að komast að niðurstöðu varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum. Það þarf að ríkja sátt sem fær ferðamenn til að finna að þeir séu velkomnir að skoða svæðið. Í raun er fátt sem mælir á móti gjaldtöku en það er líka háð ákveðnum erfiðleikum nema svæðið sé lokað og afmarkað.

Sé verið að taka gjald þá þarf að vera mjög vel skilgeint í hvað gjaldið er notað og það ætti ekki að vera til þess að féfletta eigendur heldur mun frekar sé féið notað til að viðhalda svæðinu og gera það öruggara. Því miður er of mikill græðgisstimpill á ferðamennsku þessa stundina og hætta að allt floppi ef ekki sé stigið varlega til jarðar. 

Það hlýtur að vera hægt að ná sáttum í þessum málum en það gerist ekki með einhliða ákvörðunum heldur samkomulagi allra sem að koma.


mbl.is Staðfesti lögbann á gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband