Efast um að eitthvað verði gert afturvirkt

Vissulega eru það ekki réttar upplýsingar að leggja út með greiðsluátlun og miða verðbólgu við 0%. Það er alveg ljóst á þessum úrskurði að það eigi ekki að vera samþykkt leið en lesa má að miða þurfi við verðbólgu hvers tíma fyrir sig.

Gæti orðið svolítið flókið að þurfa sífellt að koma með mismunandi verðbólgutölu þannig ég sé frekar fyrir mér mismunandi uppsetningar. Þannig sé sett fram með engri verðbólgu, núverandi verðbólgu og 5% verðbólgu eða hærra. Það sé svona leið til að neytandinn geti áttað sig á hvað gerist fari verðbólga upp.

Það er samt engin lausn fyrir verðbætt lán þar sem aðalatriðið er að aftengja verðbætur sem eign líkt og nú gerist. Verðbætur á lán er í raun ekki eign fyrr en búið er að borga verðbæturnar. Þannig á "eignin" sem myndast með verðbótum ekki að hækka eignareikning bankanna sem sjá þá möguleika á endurlána út frá ímyndaðri eign.

Sem dæmi má nefna að fyrir bankahrun þá skráði útrásarfyrirtæki verðbréf í efnahagsreikning eftir hlutabréfaverði. Síðan þegar hlutabréf lækkuðu þá allt í einu var tekið upp á því að skrá eftir nafnverði hlutabréfi. Þetta er víst löglegt en af hverju er ekki það sama upp á teningnum með skuldabréf? Ég get ekki skráð mín lán á nafnverði heldur er skráð heildarskuld.

Með því að skikka banka til að skrá skuldir á nafnverði þá kemur hin sanni rekstarhagnaður í ljós og eignamyndunin sem á sér stað með verðbótum er ekki til staðar. Þannig geta bankar ekki lánað út á ímyndaðan hagnað. Nú ætla ég ekki að staðhæfa að það virki en mín trú að þetta sé leið til að stoppa bankana í að lána of mikið og þar með auka verðbólgu. Þannig að bankarnir hafi ekki hag af verðbólgu.

Vil enda á því að óverðtryggð lán eru verðbætt í annarri mynd svo að þau ein og sér eru ekki lausn við verðtyggðum lánum.


mbl.is Ekki má miða við 0% verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta getur aldrei orðið afturvirkt þar sem lánin voru ólögleg frá upphafi.

"Gæti orðið svolítið flókið að þurfa sífellt að koma með mismunandi verðbólgutölu"

Nei það er alls ekkert flókið, allar vefreiknivélar bankanna geta gert það frekar auðveldlega:

    • http://www.landsbankinn.is/einstaklingar/lan-og-fjarmognun/skammtimalan/skuldabref/reiknivel/

    • http://www.arionbanki.is/einstaklingar/lan/almennt-skuldabrefalan/

    • http://www.islandsbanki.is/einstaklingar/lan/reiknivel/

    Hagsmunasamtök heimilanna bjóða líka upp á endurútreikninga á svona lánum.

    Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2014 kl. 10:10

    2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

    Ef þetta er ekki afturvirkt þá verða lánin ekki leiðrétt. Er það ekki alveg augljóst? Þessi niðurstaða gefur engin fyrirheit um neitt en segir einungis að það gangi ekki upp að sýna enga verðbólgu. 

    Ég var ekki að hugsa um hvort flókið að reikna út heldur allur pappírinn sem neytandinn fær í hendurnar er orðinn ansi mikill eiga birta mismunandi útreikninga.

    Rúnar Már Bragason, 24.11.2014 kl. 11:08

    3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

    Lánin voru ólögleg í upphafi, og það á við framvirkt, frá lántökudegi. Engin afturvirkni í því.

    Það átti aldrei að birta "mismunandi" útreikninga, heldur bara þá sem eru réttir.

    Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2014 kl. 12:28

    4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

    Mér finnst þú ofmeta áhrif úrskurðarins sem einfalda segir að þetta sé ekki leiðin en gefur enga vísbendingu um hvernig á að framkvæma. Skal alveg éta það ofan í mig ef ég hef rangt fyrir mér en ég held að lánin verði ekki leiðrétt frá upphafi hvort sem þau eru röng eða eitthvað annað. Niðurstöðun fæ ég þannig að þú vanmetur mannlega þáttinn sem byggir mikið á ótta.

    Rúnar Már Bragason, 24.11.2014 kl. 12:59

    5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

    Gengistryggðu lánin voru líka ólögleg frá upphafi. Þau hafa núna verið leiðrétt. Þetta er svipað að því leyti.

    Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2014 kl. 13:30

    6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

    Gengislán hefa ekki verið leiðrétt í öllum tilvikum. Það hefur komið fram í áliti EFTA að eitt ólögmætt ákvæði í samningi milli aðila geti haldið öðrum skilmálum / ákvæðum samningsins óbreytt.

    Álitið segir einnig að inngrip Hæstaréttar með því að setja nýjar vaxtaákvarðanir í samningi tveggja aðila sé brot á lögum.

    Þannig að því gefnu vil ég segja að gengislán hafa ekki verið leiðrétt að fullu, með tilliti til rétt neytanda skv. þágildandi lögum.

    Eggert Guðmundsson, 24.11.2014 kl. 15:46

    7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

    Það er alveg rétt að það eru ekki öll kurl komin til grafar um gengislánin.

    Ég var aðeins að benda á það sem fordæmi um lán sem hafa verið dæmd ólögleg og lækkuðu í kjölfarið, umtalsvert.

    Reyndar er það einmitt núgildandi heimsmet í skuldaleiðréttingu, en nú er útlit fyrir að það muni falla.

    Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2014 kl. 21:45

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband