Í hverju felast þolmörkin

Ekki gefur fréttin almennilegar upplýsingar um erindið en fyrsta spurningin sem kemur upp i hugann er í hverju felast þolmörkin? Er það að hafa mannafla til að sinna ferðamönnunum? Er það að náttúran þolir svona mikla tröðkun á sér án þess að neitt stórvægilegt gerist?

Út frá fjölda ferðamanna þá er hægt einhliða að segja - já við getum tekið við fleiri ferðamönnum. Út frá fólkinu sem býr hérna þá er ekki endilega sama svar. Hvað með andlegu hlið fólksins. Sem dæmi má taka Ibiza á Spáni sem ungu fólki frá Bretlandi tókst að rústa sem ferðamannastað. Það var ekkert mál að taka á móti fjöldanum en hins vegar komu flestir á stuttu tímabili og mikil vandræði fylgdu skemmtanalífinu. Niðurstaðan varð að hinn almenni ferðamaður hvarf og eftir stóð sviðin jörð.

Þannig að við getum tekið við fleiri ferðamönnum en hvaða afleiðingar hefur það ef við dreifum þeim ekki meira um landið. Á hvaða forsendum eru þessir ferðamenn að koma? Réttilega bendir í fréttinni að það þarf jafnvægi og þess vegna þarf að komast úr gullgrafahugsuninni og sjá þetta í stærra samhengi.


mbl.is Ísland langt frá þolmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband