Óskiljanleg þessi löngun inn í ESB

það er eins og Björt framtíð fylgist ekkert með því hvað er að gerast í Evrópu og halda áfram í blindni sinni að Ísland þurfi að ganga í ESB.

Öll rök sem notuð hafa verið fyrir inngöngu hafa verið hrakin svo að ekkert stendur eftir nema nýju fötin keisarans.

Það er enn hallærislegra að vísa í einhvern stjórnarsáttmála um að það sé svo heilagt að ekki megi ganga skrefið alla leið eins og talað var um í kosningabaráttunni. Stjórnarflokkarnir fengu örugglega fleiri atvkæði því þeir töluðu um að slíta þessu og koma sér úr aðildarferli. Bullið um aðildarviðræður er enn hallærislegra því þetta er ferli að aðlögun þar sem viðræður snúast um undanþágur til nokkurra ára.

Held að sé kominn tími á að þetta lið sem vill í ESB vakni af þyrnirósasvefninum og kynni sér almennilega hvað gerist í þessu ferli og hvað það þýðir að vera aðili að ESB. Komi síðan hreint til dyranna og upplýsi fólk (ekki blekki) um hvað ESB aðild þýðir. Það er enginn að fara kjósa um áframhaldandi viðræður nema tilgangurinn sé að ganga í ESB og er það sem þjóðinn vill? Nei samkvæmt skoðannakönnunum.

Skilaðboðin til stjórnarandstæðinga og ESB sinna: Hættið að blekkja fólk og upplýsið hvað í raun og veru fer fram í svokölluðum viðræðum.


mbl.is Tillaga um slit innan fárra daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ekki máski óskiljanleg enda langar mörgum til að hafa hlutina eins og í Þýskalandi eða annarsstaðar í mið-Evrópu .... en eru aftur á móti ekki tilbúnir að leggja neitt á sig til að ná því takmarki.

Umræðan að komast í ESB þarf að fara fram hliðstætt því hvort að við komumst í ERM2 þ.e.a.s. getum tekið upp EURO enda lítið unnið við að ganga í ESB án EURO.

Það er bara einn "smá" hængur.

Skuldir ríkisins eru ekki 17-1800 milljarðar.

Hentuglega hefur nefnilega skuld ríkisins við egin lífeyrissjóði nefnilega verið skorin af en sú "litla skuld" er amk 25% af heildarskuldum rtíkisins og þó sennilega nær 30% og heildarskuldirnar því nálægt 2500 milljörðum og við því rétt tæplega "lítilsháttar" BILLJÓN (1000 MILLJÖRÐUM) frá að ná ERM2 viðmiðinu og því vart undir 5 til 6 HUNDRUÐ árum frá því að ná þar inn.

Óskar Guðmundsson, 20.1.2015 kl. 17:43

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Er ekki alveg eins spurning hvað við höfum að gera við Evru. Það er hins vegar líka rétt að Ísland er svo langt frá því að geta tekið upp Evru miðað við skilyrðin sem því fylgja. Svo er ESB umsóknin þá ekki sjálfdauð sé verið að hugsa um Evru?

Rúnar Már Bragason, 20.1.2015 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband