Af hverju hækkuðu þeir ekki laun konunnar?

Það er furðuleg niðurstaða að lækka laun karlsins í stað þess að hækka laun konunnar. Starfið breytist ekkert og þar sem búið er að borga karlinum hærri laun er þá ekki búið að sýna fram á að starfið sé þess virði.

Þarna birtist vel ruglið milli laun og menntunar. Það á að meta starfið út frá því sem gert er en ekki hver menntunin er. Til að jafna laun kynja þá er starfið metið en ekki menntun. Þarna fáum við það svart á hvítu.

Besta leiðin hefði verið að hækka laun konunnar og síðan endurmeta störf og ábyrgð þeirra.


mbl.is Laun karls lækkuðu vegna kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frekar bara reka konuna málið laust.

Arnar (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 11:05

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tvo röng gera ekki rétt. Það er jafn bannað að lækka laun fólks eins og að mismuna því á grundvelli kynferðis.

Mistökin sem gerð voru hjá Kópavogsbæ voru þau, að reyna að leiðrétta fyrstu rangindin með nýjum rangindum.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2015 kl. 12:25

3 identicon

Þá get­ur úr­sk­urður kær­u­nefnd­ar­inn­ar einnig haft áhrif á launa­kjör fleiri starfs­manna því hann er jafn­framt tal­inn hafa for­dæm­is­gildi varðandi launa­setn­ingu al­mennt hjá há­skóla­menntuðum starfs­mönn­um. „Starfs­manna­deild­in mun því þurfa að yf­ir­fara launa­setn­ingu há­skóla­menntaðra starfs­manna hjá Kópa­vogs­bæ til að tryggja að launa­setn­ing þeirra sé í sam­ræmi við áður­greind­an úr­sk­urð,“

Úr­sk­urður kær­u­nefnd­ar­inn­ar opnar dyrnar fyrir launalækkunum fjölda starfsmanna sem hafa fengið nám metið til hærri launa. Þannig lækkar sennilega starfsmaður á leikskóla sem hefur háskólapróf, sé það ekki í uppeldisfræðum, í launum og verður á sömu launum og starfsmaður með grunnskólapróf. Flestir starfsmenn sem hafa fengið óskylt nám metið til launahækkana eru konur. Til lengri tíma mun þetta lækka launakostnað, menntunarstig og þjónustugæði. 

Ufsi (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 14:30

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ufsi þú ert að vitna í hina röngu túlkun Kópavogsbæjar á úrskurðinum, en ekki úrskurðinn sjálfan. Hann hefur ekki þessa þýðingu sem þarna stendur þó svo að Kópavogsbær kjósi að túlka hann þannig (sér í hag).

Þetta er svona svipað og þegar gengislánin voru dæmt ógild og trekk í trekk reyndu bankarnir að halda því fram að þær niðurstöður þýddu eitthvað allt annað en þeir raunverulega gerðu.

Það er svona skeytingarleysi gagnvart bindandi niðurstöðum úrskurðarnefnda og dómstóla og jafnvel rangtúlkanir á þeim, sem við þurfum að útrýma ef það á einhverntíman að verða hægt að endurbæta íslenska stjórnsýslu.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2015 kl. 16:51

5 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Allur málatibúningu og framkvæmd í kringum þetta hjá Kópavogsbæ er afskaplega kjánalegt og illa unnið. Arnar það er enginn rekinn í opinberu starfi nema sannarlega sé sýnt fram á sé óstarfhæfur. Í þessu tilviki var ekkert um slíkt. Þetta sýnir svart á hvítu að sveitafélögin eru reyna lækka laun og leita allra leiða til þess. Stjórnsýslan hugsar ekki lengra en til morgundagsins og þess vegna koma upp svona kjánalegheit.

Rúnar Már Bragason, 31.1.2015 kl. 18:46

6 identicon

Það er nokkuð augljóst og ekki nein rangtúlkun að Kópavogsbæ ber að greiða sömu laun fyrir sama starf þó mikill munur sé á menntastigi starfsmanna. Þeim er ekki heimilt að borga betur fyrir betur menntaðan starfsmann nema menntunin sann­an­lega nýt­ist í viðkom­andi starfi. Sá er úrskurðurinn og viðbrögðin verða í samræmi við hann.

Ufsi (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband