Réttlætingin á þrengingunni er afar takmörkuð

Það er ekki annað hægt að segja en að réttlætingin á þrengingu Grensásvegar er ansi takmörkuð. Hún snýst mikið um gangandi vegfarendur sem þurfa að fara þarna yfir og það skapi hættur fyrir börnin.

Eins og sést á myndinni þá eru gagnbrautaljós í miðri brekkunni og ljós síðan ofar. Þannig að öryggi þeirra sem þarna fara yfir er alveg til staðar. Ef börn eru að hlaupa annarsstaðar þá er einfaldast að setja grindverk enda kostnaður við slíkt ekki nema brot af fyrirhuguðum breytingum.

Varðandi hjólreiðamenn þá hef ég bloggað áður að þeir munu líklegast lítið notað brekkuna og í annan stað þá þurfa hjólreiðamenn ekki að hafa hraðbrautir fyrir sig út um allt. Það þekkist hvergi í heiminum að verið sé að breyta götu svona mikið til að setja hjólreiðastíga. Svo þegar komið er hinu megin við Miklubraut þá þarf allt í einu enga hjólreiðastíga. Hver er þá tilgangurinn með hjólreiðastígum í brekkunni? Jafnvel þótt að breið gangstétt sé og fáir ganganadi vegfarendur þá hjóla ótrúlega margir hjólreiðamenn á götunum sjálfum. Af hverju ætli það sé?

Þessi breyting er alger sóun á peningum eins og gerðist með Hofsvallagötuna. Hér er verið að æða áfram í blindni um eitthvað sem skiptir litlu máli.


mbl.is Þrenging Grensásvegar óskiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst vanta ansi mikið í þennan rökstuðning. Ef þú skoðar t.d. yfirlitsgrein um road diet (http://en.wikipedia.org/wiki/Road_diet), þá er þar ágætis rökstuðningur með þessum breytingum. Ef litið er á mótrökin þar, þá er talað um að þetta geti skapað umferðartafir (þ.e.a.s. þegar farið er úr tveiumr akreinum í hvora átt í eina) þegar umferðin er meiri en 20.000 á dag. Nú væri gaman að sjá tölur um daglega umferð um þennan hluta Grensásvegarins til að sjá hvort þetta eigi við.

Þú segir einnig að "líklegast muni þeir lítið nota brekkuna, og í annað stað þá þurfa hjólreiðamenn ekki að hafa hraðbrautir fyrir sig út um allt." Hvað hefurðu fyrir þér í þessu? Með sömu rökum væri hægt að segja að Grensásvegurinn sunnan miklubrautar sé óþarfur enda er lítil umferð þarna og "bílstjórar þurfa ekki að hafa hraðbrautir fyrir sig út um allt." Uppbygging hjólreiðastígakerfis er tiltölulega ódýr framkvæmd en hún verður ekki gerð á einni nóttu. Það þarf einmitt að byrja einhversstaðar og gera þetta í smáum skrefum.
Hjólreiðar eiga þess fyrir utan engan veginn heima á gangstígum. Fyrir utan hættu gagnvart gangandi vegfarendum þarf að fara upp og niður háa kanta reglulega og erfitt að fara yfir götur, sjá t.d. gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Ættir þú að sætta þig við svipaðar aðstæður á götunum?

Það er sjálfsagt mál að gagnrýna kostnað framkvæmda hins opinbera. Ég geri ráð fyrir að af sömu ástæðu berjist þú gegn fríum bílastæðum enda kosta þau hið opinbera þónokkrar upphæðir á hverju ári: http://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/975438/

Ég bendi líka á þessa grein eftir þekktan hægrimann: http://www.visir.is/20-milljonir!-20-milljonir!/article/2013709279981

hogo (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 09:29

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Rökin fyrir því að eyða 160 miljónum í eitthvað sem engin gríðarleg þörf er fyrir eru léleg. Rök um fjölda hjólreiðamanna réttlæta engan veginn hjólreiðabraut sitthvoru megin. Að jafnaði eru um 300 hjólreiðamenn (reiknað út frá talningum á Suðurlandsbraut) sem nenna að hjóla allt árið. Vissulega fjölgar á sumrin en þeir ná samt varla að slefa í 1000. Af 8000 þúsund bílum þá ertu að segja að 300 hjólreiðamenn (og ekki allir nota þessa tilteknu götu) hafi meiri rétt.

Ég hef hjólað í Danmörku og í Kaupmannahöfn eru hjólreiðastígar alltaf settir með götunum en ekki sér. Einu skiptin sem setja sér er á þjóðvegunum til að geta haldið uppi hraða á bílunum. Danir sem hjóla mörg hundruð sinnum meira en Íslendingar sjá ekki ástæðu til að búa endalaust til hjólreiðastíga, af hverju ættu Íslendingar allt í einu að taka það upp?

Miðað við Íslenskt veðurfar og vindafar þá eru litlar likur að hjólreiðamönnum fjölgi í miklum mæli. Hvað þá að fólk nenni að hjóla upp brattar brekkur. Það nefnilega velur aðrar leiðir. Til hvers þarf þá stíg báðu megin?

Rúnar Már Bragason, 26.2.2015 kl. 13:14

3 identicon

Held að þeim sem stjórna Borginn sé ekki lagið að hlusta á vilja borgaranna. Ef við skoðum þau mál sem uppi hafa verið á undanförnum misserum. Sameining skóla og leikskóla á síðasta kjörtímabili var sagt að þessar sameiningar væru í samráði við foreldra barna. Samráðið fólst í því að þessir þættir vor ámálgðir á fundi hér á mínu svæði og svarið sem við gáfum var að við hefðum ekki neinar forsendur til að moða úr við svo stóra ákvörðun. Við fengum ekki meira efni til að átta okkur á þeim þáttum sem borgarstjórn, með þá verandi borgarstjóra trúð í broddi fylkingar, var að hugsa en litu á þetta sem samráð. Aftur voru á ferð ákvarðanir með þrengingar gatna Vestur í bæ ekkert samráð og bruðl með fé skattborgara. Þrengingar að flugvelli ALLRA LANDSMANNA þar sem ekkert tillit er tekið til þarfa eða álits borgarbúa. Og enn á ný að höggva í sama knérunn. Formanni skipulagsráðs finnst þetta bráðnauðsynlegt verkefni með Grensásveginn, svo hann geti haldið áfram að hjóla án þess að hafa nafa sinn á hausnum (gott fordæmi þar) um sem fest hverfi borgarinnar.

Ég er einn þeirra sem hjóla mikið um borgina og finnst það góður kostur og það sem komið er af stígum er alveg frábært. Þar á að bæta í en að skerða umferðagötur eins og Grensásveginn fyrir okkur hjólamenn er óþarfur gjörnigur. Við sem hjólum ættum hinsvegar að nýta þá stíga sem eru komnir. Það eru mjög margir ekki að gera. Sé það víða bæði vestur í bæ og við Suðulandsbraut svo dæmi séu tekin.

Við borgarbúar getum snúið þessu dæmi við í næstu kosningum og ættum að gera það svo um munar. Einnig á að fjölga frambjóðendum úr öllum hverfum borgarinnar svo við sitjum ekki uppi með þetta sjálfhverfa 101 stjórnunarkerfi sem hér ræður ríkjum.

Kannski að það sé kominn tími fyrir borgarstjórn að klára það að koma fötluðum á milli staða skammlaust og leysa það mál með sóma áður en lagst er í einn skandalinn enn. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 13:19

4 Smámynd: Filippus Jóhannsson

Sammála því sem skrifað hefur verið hér á undann.

Filippus Jóhannsson, 26.2.2015 kl. 15:42

5 identicon

"Rök um fjölda hjólreiðamanna réttlæta engan veginn hjólreiðabraut sitthvoru megin."
En fyrst það er verið að þrengja á annað borð er ekki gráupplagt að leggja hjólastígana um leið? Eins og kemur fram í yfirlitsgreininni sem ég vísaði á (og ég geri ráð fyrir að þú hafir skoðað) er þetta gert til að lækka umferðarhraða og auka öryggi sem flestir ættu að vera sammála um (og gögn staðfesta), enda er engan veginn þörf á tveimur akreinum þarna. Það er sjálfsagt að gagnrýna kostnaðinn, en það verður að setja þennan kostnað í eitthvað samhengi eins og gert er í hinni greininni sem ég vísaði til. Þegar það er gert þá er þetta alls ekki eins hár kostnaður og manni virðist við fyrstu sýn.


"Af 8000 þúsund bílum þá ertu að segja að 300 hjólreiðamenn (og ekki allir nota þessa tilteknu götu) hafi meiri rétt."
Ég kannast ekki við að hafa sagt þetta. Fyrir utan það er ekki verið að skerða rétt eins eða neins, það er bara verið að fara í framkvæmdir sem gögn sýna að auka öryggi allra vegfarenda. Er það ekki ágætis markmið í sjálfu sér?

"Ég hef hjólað í Danmörku og í Kaupmannahöfn eru hjólreiðastígar alltaf settir með götunum en ekki sér. Einu skiptin sem setja sér er á þjóðvegunum til að geta haldið uppi hraða á bílunum. Danir sem hjóla mörg hundruð sinnum meira en Íslendingar sjá ekki ástæðu til að búa endalaust til hjólreiðastíga, af hverju ættu Íslendingar allt í einu að taka það upp?"
Þarna er ég a.m.k. sammála, ég myndi vilja sjá svipaðar lausnir og í Danmörku og Hollandi, enda hlýtur það að vera ódýrara. Það vantar a.m.k. ekki plássið til þess í Reykjavík. Ég tek samt fram að ég hef ekki séð myndir af þessari útfærslu á Grensásveginum.

"Miðað við Íslenskt veðurfar og vindafar þá eru litlar likur að hjólreiðamönnum fjölgi í miklum mæli. Hvað þá að fólk nenni að hjóla upp brattar brekkur. Það nefnilega velur aðrar leiðir. Til hvers þarf þá stíg báðu megin?"
Það hefur þegar orðið heilmikil fjölgun á hjólreiðamönnum, ég sé ekki að betri infrastrúktúr hægi á þeirri fjölgun. Þess fyrir utan er Grensásvegurinn frekar auðveld brekka til að hjóla fyrir flesta, ég tel ekki að það verði stórmál.

hogo (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 16:55

6 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Hogo víst þér er svona rosalega mikið í mun að sannfæra um mikilvægi þessarar framkvæmdar sýndu þá fram á hverjir nota þetta. Guðlaugur er hjólreiðamaður og sér ekki ástæðu til að nota þessa leið. Það má leiða sterkar líkur að því að allir sem búa austan Breiðholtsbrautar nota þetta ekki. Kópavogsbúar nota þetta ekki frekar en Garðbæingar eða Hafnfirðingar. Sem leiðir líkum að því að þetta séu örfáir hjólreiðamenn sem munu nota þessa leið. Svarar það virkilega kostnaði? Getur það virkilega talist hagkvæm framkvæmd?

Rúnar Már Bragason, 26.2.2015 kl. 21:00

7 identicon

Enn og aftur: Hjólreiðastígarnir eru ekki aðalástæðan fyrir þessum framkvæmdum, heldur umferðaröryggi. Hjólreiðastígarnir eru bara aukaatriði, en samt fínasta mál að sjálfsögðu.

"Guðlaugur er hjólreiðamaður og sér ekki ástæðu til að nota þessa leið"
Kannski af því að leið hans til og frá vinnu liggur ekki þarna í gegn?

hogo (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 22:14

8 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Með þínum rökum Hogo þá er í lagi að eyða almannafé einungis til að eyða því. Umferðaöryggi er mjög auðvelt að laga án þess að eyða svona miklum pening í óþarfa.

Rúnar Már Bragason, 27.2.2015 kl. 09:29

9 identicon

"Með þínum rökum Hogo þá er í lagi að eyða almannafé einungis til að eyða því." 
Því hef ég engan veginn haldið fram, ég hef reynt að vera málefnalegur í mínum athugasemdum. Ég er algerlega hlynntur því að hið opinbera spari sem mest, t.d. væri hægt að spara miklu hærri fjárhæðir en þessa framkvæmd með því að fækka fríum bílastæðum þó ekki nema örlítið.
Og þó það komi málinu ekki við, þá er best að taka fram að ég er enginn andstæðingur einkabílsins, ég fer minna ferða langmest á bíl sjálfur.

"Umferðaöryggi er mjög auðvelt að laga án þess að eyða svona miklum pening í óþarfa."
Ég hef einmitt reynt að rökstyðja að þetta sé ekki óþarfi, þ.e. meira öryggi, betri landnýting og betri infrastrúktúr fyrir aðra ferðamáta. Hugmyndin um girðingarnar er jú líklega eitthvað ódýrari, en nær ekki sömu markmiðum, sérstaklega hvað varðar öryggi.

hogo (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 11:22

10 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þannig er mál með vexti Hogo að slys eru fátíð á þessari leið. Hjólandi umferð er hverfandi. Pistillinn fjallaði um lélega réttlætingu gagnvart því að fara í verkið. Hingað til hefur þú ekki getað sannfært mig með neinum rökum að þörf sé á þessari aðgerð. Það heitir að sóa almannafé þegar framkvæmdir eru hlutir sem í raun skipta engu máli. Þetta fellur undir það.

Rúnar Már Bragason, 27.2.2015 kl. 14:12

11 identicon

"Þannig er mál með vexti Hogo að slys eru fátíð á þessari leið."
Það getur vel verið, en slys geta samt gerst (og munu gerast). Það er fínt að minnka líkurnar á þeim. Kannski mætti byrja á svipuðum framkvæmdum í einhverjum öðrum götum á undan þessari, en einhvers staðar þarf að byrja.

"Hjólandi umferð er hverfandi."
Hún er nú samt að aukast, og er það ekki bara fínt mál? Þá eru a.m.k. færri bílar á götunum þegar ég er að keyra og ekki er verra að hjólreiðamenn fái einhverja smá aðstöðu (þó lítilfjörleg sé) svo þeir séu ekki líka á götunum.

"Hingað til hefur þú ekki getað sannfært mig með neinum rökum að þörf sé á þessari aðgerð."
Ég býst þá ekki við að nein rök myndu duga til þess hvort eð er, a.m.k. hef ég ekki fengið nein mótrök.

"Það heitir að sóa almannafé þegar framkvæmdir eru hlutir sem í raun skipta engu máli. Þetta fellur undir það." 
Það að þetta skipti í raun engu máli er þín skoðun, og ekki hef ég séð neinn rökstuðning fyrir þeirri skoðun hér. Auk þess er fullyrðingin í pistlinum um að "[þ]að þekkist hvergi í heiminum að verið sé að breyta götu svona mikið til að setja hjólreiðastíga" ekki rétt. 

Það er alla vega ljóst að það er gagnslaust fyrir okkur að reyna að rökræða þetta eitthvað frekar, ég vona samt að þessi samskipti okkar hjálpi öðrum sem lesa þau að átta sig á aðalatriðum málsins.

hogo (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 15:03

12 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ef þú kallar þetta rök, Hogo, til að réttláta útlát upp á 150 miljónir ("Það getur vel verið, en slys geta samt gerst (og munu gerast). Það er fínt að minnka líkurnar á þeim.") þá geturðu alveg eins pissað upp í vindinn.

Þú segir einnig: "Ég býst þá ekki við að nein rök myndu duga til þess hvort eð er" Það er sem sagt leyfilegt að eyða almannafé af því að einhverjum dettur eitthvað í hug. Fyrir mér hljómar þetta sem þú átt margt ólært í vinnulagi með almannafé. Auðvitað þarftu að geta réttlætt fjárútlátin og tilganginn með þeim. Öll gagnrýni á að fara þessa leið snýst einmitt um að það sé engin réttlæting til að fara út í þennna gjörning.

Ég er ekki að banna þér að hafa skoðun og vissulega erum við ekki sammála en ef fullyrðing mín stenst ekki þá er alveg viðeigandi að sýna fram á annað víst þú segir að hún sé ekki rétt.

Rúnar Már Bragason, 27.2.2015 kl. 16:31

13 identicon

Ok.

Hogo (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband