Vekur upp spurningar

Útlistun á hugmyndinni bakvið moskuna vekur upp margar spurningar og hvort það standist íslenskum lögum.

Til að mynda er gert ráð fyrir kynskiptri skógeymslu í andyrri. Hvað með alla jafnréttisbaráttu kvenna á Íslandi. Skiptur hún allt í einu engu máli? Eiga trúarbrögð nokkuð að gera upp á milli fólks, hvað þá kynja?

Í annan stað er gert ráð fyrir 16 stæðum plús tvö fyrir fatlaða. Hins vegar er gert ráð fyrir 100 manna veislusal og salernisaðstöðu fyrir 300 manns. Hvað er verið að segja þarna. Að gestir moskunnar megi ekki koma á bíl? Hvað gerist þegar 100 manna veisla er og það koma 30 bílar?

Húsið er stærra að umfangi en parhús. Umhverfislega er of naumt skammtað af stæðum. Með öðrum orðum þá koma gestir með strætó eða gangandi. Sem mögulega þýðir að gestir moskunnar vilji flytja í hverfið. Hvaða afleiðingar getur það haft?

Þetta er sett fram til að geta rætt af virðingu og vinsemd en ekki af upphrópunum. Hins vegar er ekki hjá því komist að reka augun í þetta misræmi. Þarf ekki að skoða betur skipulagslýsinguna?


mbl.is Svona verður moskan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki gleyma að gestir moskunnar geta bara hjólað eins og Dagur og Hjálmar gera, eða hvað?

það hafa allir sem eitthvað vita um íslam að kvenfólk er annars eða jafnvel þriðja flokks fólk í þeirri trú. Þannig að það ætti ekki að koma neinum að óvöru að kvenfólk í nýju moskunni fái ekki að geyma skó a sama stað og karlmenn og ég er viss um að það verður ekki það eina sem kvenfólk má ekki gera í nýju moskuni hans Dags og Hjálmars.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.3.2015 kl. 16:17

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Hjóla, alveg rétt gleymdi því. Þess vegna er enn mikilvægara að koma hjólabrautunum sem fyrst á Grensásveginn. Það má líka spyrja sig hvar feministarnir eru ef einhver efi er um mismun kynjanna.

Forsvarsmenn múslima tala um að fara að íslenskum siðum og lögum en ansi eru þeir á gráu svæði strax í útboðslýsingu.

Rúnar Már Bragason, 6.3.2015 kl. 16:53

3 identicon

Mér finnst ekkert ólíklekt að þeir krefjist einfaldlega stærra svæði undir bíla eftirá. Betra að byggja þetta fyrst, á meðan þeir geta það, og spá svo í smáatriðum eins og þessu seinna.

Svo má líka taka það með í dæmið að í landinu sem þeir tilbiðja (Sádi Arabíu; Mekku) mega konur ekki keyra. Það þarf kannski ekki jafn mikið að stæðum fyrir þetta lið eins og við hin erum vön.

Atli Þór (IP-tala skráð) 6.3.2015 kl. 16:59

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Femínistar láta yfirleitt ekki heyra í sér ef vinstri flokkarnir taka eitthvað málefni undir sinn verndarvæng, svo það er ekki neins að vænta frá femínistum um kynja misréttindi í nýju moskuni.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.3.2015 kl. 17:35

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sjáðu til, það er alkunna að múslimar fara allra sinna ferða á fljúgandi teppum.  Og allir vita að slík þurfa ekki stæði, heldur er þeim bara rúllað upp og skellt upp við vegg.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2015 kl. 19:22

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Er ekki allt í lagi með þig, Rúnar? Hefur þú nokkurn tíma farið í sund? Þar er kynskipt skógeymsla og sturtuaðstaða. Er það bannað með lögum?

Hörður Þórðarson, 8.3.2015 kl. 19:34

7 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Já það er í góðu lagi með mig Hörður. Það er rangt hjá þér Hörður að skógeymsla sé kynjaskipt á sundstöðum. Baðklefarnir eru kynjaskiptir og skógeymslurnar eru fyrir framan baðklefana. Það sem skrifað er í útboðslýsingu snýr að skógeymslu inn í moskuna (í andyrri hússins) sem er allt annar handleggur. Ég legg til að þú lesir betur fréttina Hörður.

Rúnar Már Bragason, 9.3.2015 kl. 08:30

8 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Baðklefarnir eru kynjaskiptir og skógeymslurnar eru fyrir framan baðklefana." Þannig verða jú skógeyslurnar kynjaskiptar. Konur setja sína skó fyrir framan sína klefa og karlarnir setja sína skó fyrir framan sína.

Finnst þér ekki smásárlegt að vera að gera veður út af þess háttar hlut?

Hörður Þórðarson, 9.3.2015 kl. 19:32

9 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ekki reyna snúa út úr Hörður, þetta er ekki það sama. Venjan er ekki að kynskipta skógeymslu í innkomu húsa á Íslandi eða opinberum byggingum. Þarna er verið að fara í svig við íslenska venju. Það eru einmitt þessu litlu mál sem verða stór.

Rúnar Már Bragason, 9.3.2015 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband