Senda þau í fjármálalæsi

Þessi moðsuða er algerlega upp á móti hvert öðru hvað varðar fjármál.

Í fyrsta lagi er sett að taka upp evru sem gjaldmiðil, það sé töfralausn. Það er engin lausn á næstu árum. Verða fyrirtækin ekki farin þegar loks er möguleiki á að taka upp evru?

Í öðru lagi er talað um að lækka verð á leiguhúsnæði. Auðveldasta leiðin er að afnema skatta, sér í lagi þegar leigt er í heimahúsi. Það strax minnka þörf á hækkun.

Í þriðja lagi er talað um að lækka tryggingagjald til að örva atvinnulífið. Þessi flokkur var í síðustu ríkisstjórn sem hækkaði gjaldið. Hvers vegna var það hækkað ef þörf er á að örva atvinnulífið?

Loks er talað um aðgerðir til að stytta vinnuviku og lækka dagvistunargjöld. Hver áborga kostnaðinn af því?

Þetta er alger moðsuða og sýnir flokk sem má sinn fífill fegurri. Væri ekki nær að leggja flokkinn niður.


mbl.is Upptaka evru besta leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þau mættu líta á þetta yfirlit Bloombergs

http://youtu.be/C8xAXJx9WJ8

Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2015 kl. 12:36

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Elsku kallin minn það þíðir ekki að senda svona fólk í fjármálalæsi né í lesskylníng því það skylur ekkert nema niðurrif,og þannig er það.

Jón Sveinsson, 20.3.2015 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband