Ekki sniðugt

Svona í fyrstu virkar þetta rétt skref en við nánari skoðun þá er þessi hugmynd ekki góð. Þetta aldursbil er að færast frá grunnskóla og móta stefnu sína til næstu framtíðar. Flestir enda í framhaldsskóla (þótt margir hafi ekkert að gera þar) og sumir enda á vinnumarkaði. Þetta aldursbil er mjög áhrifagjarnt þar sem fæst hafa mótað sér fullmótaðar skonir (sumir gera það reyndar aldrei).

Ég tel mig ekki í mótsögn við sjálfan mig en mín skoðun er að fólk 16-18 ára eigi að fá frið fyrir stjórnmálum þar sem nóg er af öðru áreiti. Leyfa þeim frekar að leika sér og móta sig betur fyrir framtíðina.

Að lokum mætti nefna skoðannakannanir að það væri ekki hægt að mæla þennan hóp því til þess þarf að vera lögráða. Reyndar eru eldri en 67 ára yfirleitt ekki mæld svo það er yfirleitt góð skekkja í skoðannakönnunum þótt þær gefi ákveðna vísbendingu.

Leyfum börnunum að þroskast almennilega, það er hagur þjóðarinnar.


mbl.is Kosningaaldur verði 16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er eitt í viðbót sem mér finnst hanga á sömu spýtunni og það er að lögræðisaldurinn verður, allavega í mínum huga, að fylgja kosningarrétti.  Það er ákveðin mótsögn í því að mega kjósa þá sem stjórnar en vera ekki sjálf sín ráðandi.

Einar Þór Strand, 26.3.2015 kl. 12:22

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Góður punktur Einar og sammála að þetta mikil mótsögn sem gengur ekki upp.

Rúnar Már Bragason, 26.3.2015 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband