Taka af sér skikkju vísindamannsins?

Hvers konar vísindi eru það sem gera ekki ráð fyrir að fuglar hafi samskipti sín á milli? Mér heyrist á öllu að þessi vísindamaður sé með afar takmarkaða sýn á hlutunum, rétt eins og Hafrannsóknarstofnun.

Vísindi sem ekki geta opnað á ný sjónarhorn eru ekki góð vísindi. Kannski þarf maðurinn að fara í endurmenntun?


mbl.is Sögðu fuglarnir frá veislunni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vísindi eru studd rökum, sönnunum.  Hvernig á vísinda maður að sanna að fuglarnir hafi sagt hvor öðrum frá ?  En það veist þú eflaust, þótt húmorsrír sért.

Hrólfur Þ Hraundal, 11.4.2015 kl. 13:13

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ertu að meina að greinin sé gríngrein? Annars er mjög gott að fólk hafi ólíkan húmor.

Í fyrsta lagi eru til fjölda greina þar sem reynt er að sýna fram á samskipti dýra og frekar óeðlilegt að gera ekki ráð fyrir samskiptum á milli þeirra. Hins vegar getur ríkisstarfsmaður sem sinnir eftirlitshlutverki ekki sinnt vísndavinnu. Með öðrum orðum þá eru ríkisstarfsmenn ekki að vinna vísindavinnu. Þess vegna þurfa þeir ekkert að sanna.

Rúnar Már Bragason, 12.4.2015 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband