11.1.2025 | 16:55
Sparnarðartillögur ríkisstjórnar eru eins og megrunarkúrar
Í flestur tilfellum virkar þetta ekki. Fyrir það fyrsta, eins og í megrunarkúr, þá er staðfestan í byrjun en freistnin er of mikil. Þegar upp er staðið verður þetta sparnaður hér og þar sem er færður í aðrar eyðslur. Sem sagt tilfærsla á fé.
Ef viljinn er til að breyta um kúrs og leggja út frá sparnaði þá er fyrsta skrefið að vilja það sjálfur. Hægt er vissulega að fá hjálp en sé viljinn ekki til staðar, þe. freistingar látnar í friði, þá verður lítið um efndir. Held geti alveg staðhæft að þetta þekkjar allir sem það reyna.
Vandamál stjórnmálamanna er freistnin og óttinn við að komast ekki aftur á þing. Þannig er mun auðveldara að lofa útgjöldum en að standa við aðhald. Fram að bankahruni á þessari öld þá fylgdi ríkisstjórn þeirri leið að greiða niður skuldir en síðan hefur lítið sést til þeirrar stefnu. Upp frá síðasta áratug hefði verið auðvelt að fylgja þessari stefnu en freistnivandinn var of mikill.
Það sama gerist núna.
Einhverjar tillögur eru settar í framkvæmd en það mun ekki lækka skuldir. Sjáið bara til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2025 | 18:29
Er veiðiráðgjöf Hafró heilög kýr
Ég er ekki hrifinn af því þegar settir eru upp afarkostir um annaðhvort eða. Þessir viðmælendur líta svo á að annaðhvort þarf að hlýta veiðiráðgjöf Hafró eða fara fram úr henni. Höldum því til haga að Hafró lofaði að auka magnið í 500 þúsund þorsktonn. Þeir hafa lægst verið með 25% af því en hæst um helming.
Nei sú stofnun notar frekar bjagaða aðferð sem segir eitthvað en alls ekki heilagan sannleika. Það má alveg gagnrýna aðferð sem notuð hefur verið í hálfa öld en engu skilað nema minna magni í veiðiráðgjöf. Hvað varð um allan fiskinn í sjónum?
Mín skoðun er að það gerist ekkert þótt strandveiðibátar afla helmingi meira. Hins vegar má amast út í það að stærri strandveiðibátar séu að sigla hringinn. Var það hugsunin sem strandveiðum? Áttu þær ekki að hjálpa byggðum og þeim sem búa á svæðinu?
Ruglandinn er mestur í því að ríkið eigi að stjórna þessu. Með tilliti til strandveiða þá hefur þetta verið aleger barstaður frá upphafi einmitt vegna stjórnunar ríkisins. Ég efast stórlega um að þeir finna eitthvað vitrænt núna frekar en fyrri daginn en 24 þús tonn hefur engin áhrif á stærð stofna í hafinu við landið.
![]() |
Kosningaloforð Ingu til vandræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2025 | 12:27
Hafa Bretar verstu ríkisstjórn í heimi
Alveg er með ólíkindum að lesa að breska ríkisstjórnin neitar að rannsaka hópnauðganir á börnum sem áttu sér stað á löngu tímabili á þessari öld. Vissulega hefur þetta vakið mikla reiði í Bretlandi en fyrr má nú aldeis vera. Málið kom heldur ekki upp fyrr en einstaklingur fór að vekja athygli á því en síðan hefur verið reynt að ýta málinu til hliðar.
Hver afleikurinn af öðrum frá þessari ríkisstjórn.
Hvernig er hægt að snúa hlutunum svona algerlega á hvolf. Sem minnir mig á frétt í DV um að Trump vildi nýtt einræði með því að tala um ritfrelsi. Held að sumum sé bara ekki viðbjargandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)