30.1.2025 | 23:38
Steinsteypu borgarþróun kölluð græn
Sagt var frá því á DV að Dóra Björt væri að kveðja Dag og Pawel eftir nokkurra ára samstarf þar sem hún þakkar þeim samstarfið. Síðan hnekkir hún út með að kalla það grænt borgarskipulag sem þau standa fyrir eða með hennar orðum: "Við höfum verið teymi kyndilbera grænnar borgarþróunar í þágu valfrelsis um ferðamáta, bættra loftgæða og skemmtilegri og öruggari borgar "
Græn borgarþróun að steypa alla grænu blettina í borginni. Það eru engin torg lengur nema steinsteypt. Frá Granda er einn almenningsgarður að Klambratúni í austur. Í suður er Öskjuhlíðin og Laugardalurinn. Loks fékk Fossvogurinn að vera í friði en það er ansi lítið sem Reykjavíkurborg hefur gert á sínu landi þar nema helst órækt. Loks er það Elliárdalurinn. Allir aðrir blettir eru steyptir í kassalaga ljót hús og ekkert af þeim er málað grænt.
Hvaða valfrelsti um ferðamáta er hún að tala því ekkert nýtt hefur komið í þeim efnum nema vonlaus borgarlína sem verður mjög takmarkað valfrelsi fyrir marga. Það var alveg hægt að hjóla áður en allir stígarnir voru settir.
Bættra loftgæða er líklega frekar vegna nýrri bíla sem menga minna en ekki er nú mikið gert til að sópa göturnar og auka loftgæðin enn frekar.
Skemmtilegri fyrir hvern er mér spurn. Mig langar aldrei neitt sérstaklega í 101 Reykjavík og þótt ég vinni í Reykjavík þá er það síðasta sem kemur í hugann staður til að heimsækja. Öruggari veit ég ekki hvað hún er að fara því ég finn engan mun.
Það er auðvelt að lofa sjálfan sig í grænu slekjunni. Henni væri nær að sjá hættuna við að fjarlægja rafmagnsbílanna sem brunnu í LA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2025 | 10:36
Leikflétta Trumps með Grænland
Út frá leikjafræði eru þetta snilldartilþrif hjá Trump en ömurleg staða fyrir Grænlendinga. Trump er að sýna Evrópu hversu veikir þeir eru og geti ekki sinnt almennilega vörnum sem Bandaríkjamenn sækjast eftir. Í framhaldinu er auðvelt að semja um stríðið í Úkraínu því ekki getur Evrópa verið í stríði og haldið uppi vörnum á öðrum stað. Til þess leggja löndin ekki nóg til hernarðar.
Það er alveg sama hvað Evrópa æmtir og skræmtir í þessu máli, þeir munu tapa. Eftir áratuga sukk, vonlausa sameiningu sem var toppuð með gjaldmiðli, loftlagsvitleysu, kynjavitleysu o.s.frv. hefur Evrópa enga burði til að standa í stríði, sjá um varnir eða forðast það jafnvel að fara í þrot.
Raunveruleikinn er mættur og það þarf að taka út timburmennina.
![]() |
Sýður á grænlenska þingmeirihlutanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.1.2025 | 10:43
Flissandi konur missa trúverðugleika
Á undra skömmum tíma þá missa þrjár flissandi konur trúverðugleika á stjórn sem þær mynduðu fyrir jól. Jólagjöfin hefur enst illa og orðin frekar súr.
Fyrsta voru auðvitað svikin um ESB daðrið sem enginn bað um og var þagað um fyrir kosningar. Ótrúlega lélegt innsæi í heimspólitíkina þetta ESB daður enda á leiðinni í ruslið þar sem það á heima.
Hin svikin voru að segja eitt fyrir kosningar en taka 180° snúning eftir kosningar. Enginn flokkur hefur lifað slíkt af þótt VG náði að hanga á roðinu í rúman áratug. Líklegast vegna þess að svikarinn hélt sig til hlés eftir næstu kosningar.
Flokki fólksins fannst það ekki nóg og þurfti að daðra við misnotkun á valdi sínu. Hef aldrei haft trú á Ingu Sæland og það mat mitt reyndist rétt. Hún er ekki hæfur stjórnandi. Ekkert frekar en hinar flissandi konur því önnur þegir og hin blaðrar út í eitt án þess að leita eftir hvort vilji sé til þess hún talar um.
Ég sagði fyrir kosningar að tækifærissinnar væru versta sort stjórnenda og það er svo bersýnilega að koma í ljós.
![]() |
Mikil misbeiting á ráðherravaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2025 | 19:12
Hvað eru þingmenn þá að gera
Ef við skoðum vinnubrögð alþingis á þessari öld þá er vandséð að þingmenn geri jafnmikið og áður fyrr. Þeir virðast dæla út lögum eftir reglugerðum ESB en fátt annað situr eftir. Tökum sem dæmi um Covid að þá samþykktu allir þingmenn, nánast samdægurs, lög um sóttvarnir eftir litla umræðu.
Voru allir svona roslega sammála um innihaldið?
Annað dæmi var bankahrunið sem fór svo framhjá sumum ráðherrum að þeir vissu ekki einu sinni um stöðu mála þegar hrunið varð.
Er það ekki hlutverk alþingismanna, en ekki aðstoðarmanna, að ná í upplýsingar um málefnin. Það getur verið gott að einhver aðsotði að taka saman punkta og slíkt en þetta á ekki að vera svona yfirborðskennt að þeir missa algerlega sjónar á efni mála. Talað um það fyrr að það virðist ganga ákveðin skiptin á málefnum innan flokka og við það virðast aðrir halda að þeir þurfi ekki að setja sig inn í málin.
Eftir ríkisstyrkjavæðingu stjórnmálaflokka er alltaf að koma betur í ljós hversu mikið þingmenn fjarlægjast vinnu sína og láta aðra mata sig. Þetta lítur enn verr út þegar samband þingmanna við kjósendur er skoðað því þar virðist fátt komast til skila nema það sé eymt og vælt í fjölmiðlum (sem einnig eru ríkisstyrktir).
Það er engin spurning að ríkisstyrki á stjórnmálaflokka og fjölmiðla á að fella niður, helst ekki seinna en í gær.
![]() |
Lausatök í styrkgreiðslum til flokkanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2025 | 12:54
Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
Það er með ólíkindum að hugsa að eins til baka og þá hvaða þingmenn og ráðherrar hafa þurft að víkja af þingi, úr stöðu o.s.frv. Þeir einu sem hafa þurft að víkja er þeir sem ekki brutu lög.
Hvernig stendur á því að ráðherrar geti setið eftir að hafa brotið lög. Sitja áfram í hroka sínum eins og ekkert hafi gerst. Nú þegja activistarnir því varla er annað að skilja en þeim líki það að ráðherrar brjóti lög.
Inga Sæland á tvímælalaust að segja af sér sem ráðherra og þingmennsku. Henni er algerlega alls ekki sætt lengur. Munu einhverjir fara og mótmæla líkt og með Bjarna Ben eða Sigmund? Það þykir mér ólíklegt ekkert frekar en reynt verður að þagga málið niður.
Sá bjánalega samsæriskenningu að Mogginn hafi vilandi þagað um málið fyrir kosningar.
Guðjón Hreinberg kallar lýðveldið Ísland lýgveldi sem er eftir þessu algerlega rétta orðið. Hér er verið að hafa almenning að fíflum.
Aulaháttur alþingis er með eindæmum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2025 | 13:01
Er alþingi orðið aumingjastofnun?
Þessi spurning kemur upp í hugann þegar hugsað er til ríkisstyrktra stjórnmálaflokka. Rétta sagt félagasamtaka, Flokk fólksins, sem fær ríkisstyrk en er ekki stjórnmálaafl í lýðræðislegum skilningi.
Hvers konar aumingjavæðing er þetta. Hún var vissulega í boði Steingríms J. því styrkir þóttu of umdeildir eftir bankahrun. Afleiðingin lætur ekki að sér kveða. Skattféi á sóað á flokka sem komast ekki á þing eins og Sósílistaflokknum. Hvers vegna eiga skattgreiðendur að borga fyrir áróður þeirra? Píratar fengu miljónir fyrir fyrirspurnir en skilja ekkert annað eftir sig.
Lög eru svo illa samin að það virðist enginn þingmaður vita hvað þeir eru að samþykkja. Ráðherrar eru síðan enn verri því þeir virðast ekki lesa minnismiða sem að þeim eru réttir. Tíu þingmanna flokkur ætti vel að komast yfir að lesa öll lög. Skipta verkum en fræða aðra um efni sem þeir lesa betur. Þessum vinnubrögðum er ekki fylgt eftir. Það er svo miklu skemmtilegra að láta dekra við sig, spila golf eða fara til útlanda.
Flokkur fólksins er allra verstu. Þar er skipt um fólk eins og nærbuxur og engin þörf talin á opnum samskiptum um stefnu og strauma. Þannig eiga kjósendur nú að kyngja loforðaflaum og stefnu fyrir kosningar sé troðið ofan í kokið á þeim. Bara vegna þess að nú eru þeir í ríkisstjórn. Ekki er hægt skrifa slíkt á ábyrgð því þá voru fyrr orð algerlega ábyrgðalaus.
Svona framganga telst ekki einu sinni popúlísk því það er skipt algerlega um stefnu.
Það jákvæða er að flokkurinn mun hverfa í næstu kosningum. Það mun enginn taka á mark á þeim og það nægir engan veginn að skipta um fólk.
Hið eina rétta orð yfir þetta er SPILLING.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2025 | 11:32
Orkuskortur og óraunsæi með rafbílavæðingu
Orkuskortur hefur verið tuggann síðasta árið og nú skal virkjað eins og enginn sé morgundagurinn. Ýkt setning en samt um margt raunsæ. Það er svo sem engin þörf á að setja virkjanir um allar trissur en vissulega þurfum við fleir virkjanir ef við ætlum að halda stjóriðjunni í landinu.
Ólafur Páll Jónsson skrifar grein á visi.is um Hvammsvirkjun og meintan orkuskort. Bendir þar á að aukning raforkuneyslu hafi ekki aukist það mikið síðasta aldafjórðung að hægt sé að réttlæta ofurmargar virkjanir (vatns, gufu eða vind). Gott mál að fá aðra skoðanir og vissulega sýnir fram á að þörfin er ekki alveg svona yfirdrifin líkt og hefur verið í umræðunni.
Hins vegar endar hann á að missa þráðinn og misskilja hlutverk stjóriðju. Margir hafa haldið því fram að allt í lagi sé að missa eitt álver út og nota rafmagnið til einkanota. Þessi mantra er gengu ekki upp því með sölu til stjóriðju þá lækkarðu verðið á rafmagni og auk þess kemur inn gjaldeyrir á móti því sem fer út. Þótt hagnaðurinn sitji ekki eftir á landinu þá lækkar stóriðjan verðið því tapið í dreifingu minnkar.
Með því að setja drefiningu enn meira til einkanota þá eykst dreifitapið. Spá orkustofnunar sýnir vel fram á þetta. Þetta þýðir einfaldlega að orkuverð mun hækka mun hraðar en t.d. verðbólga. Fyrir utan það að með tilkomu vindorkuvera mun orkuverð hækka enn meira.
Spá orkustofnunar er frekar óraunsæ. Hún gerir ráð fyrir allt að tvöföldun orkunotkunar á 25 árum. Sem þó hefur ekki aukist innan við fjórðung af því 25 árin á undan. Lyktar vel af pantaðri niðurstöðu um rafbílavæðingu, ásamt því að flug og skip komi einnig inn. Ekkert slíkt er að fara gerast sem sést vel á stöðnun rafbílasölu og rök um bílasala almennt dregist saman stendur ekki heldur undir sér.
Reiknidæmið um framleiðslu rafhlaðna fyrir bíla, skip, flugvélar og dreifikerfi gengur aldrei upp. Hráefnið er ekki til staðar og fyrir utan eyðilegging náttúrinnar við framleiðslu og förgun. Með þyngri bílum þá eykst viðhald gatna og þá þarf olíu svo það er langur vegur frá því að heimurinn sé að hætta olíunotkun. Að mörgu leyti er erfitt að sjá að þetta spari heimilum til lengri tíma vegna skattahækkanna og hækkandi orkuverðs vegna aukins dreifitaps. Annað raunsæi miðað hér á landi er detti rafmagn út þá ferðu ekki langt á rafmagnsbíl. Rafbíll gæti hentað á borgarsvæðum og stuttum vegalengdum en að öðru leyti óraunsætt að allir séu á slíkum tækjum.
Tal um orkuskort er gott mál en að mörgu leyti ýkt umræða og frekar óraunsæ. Hins vegar er þörf á slíku til að fá hreyfiaflið að koma hlutum í verk. Ef ekkert er komið af stað innan þriggja ára þá vissulega lítur dæmið illa út og þá getum við örugglega gleymt rafbílunum sem valkosti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2025 | 13:29
Sögulega hefur evrópu verið stjórnað með boðum og bönnum
Vangaveltur um að ESB vilji banna svokölluð hægri samtök frá því að setja efni á samfélagsmiðla eru verðugar. Á móti verður að taka tillit til þess að evrópu hefur, í gegnum tíðina, verið stjórna með boðum og bönnum. Þetta er í anda lénsveldanna og stjórnarfar sem helst við lýði þótt á yfirborðinu eigi það að heita lýðræðislegt.
Nægir þar að líta til Bretlands. Lengst af á síðustu öld var ansi margt bannað t.d. frjálst útvarp. Thatcher leysti það upp og opnaði en samt ekki að fullu. Það lifir lengi í gömlum glæðum og nú eru komin stjórnvöld sem vilja fara til baka.
Áberandi hefur verið í hinum svokölluðu frjálslyndu löndum að vilja banna ansi margt og sér í lagi ef það hentar ekki málstaðnum. Þannig hafa þeir sem efast um hamfarahlýnun fengið á sig ansi mörg viðurnefni. Hægt er að bæta við kynjaumræðunni og fleiri málum. Orðið í frjálslynda samhenginu var ekki laust.
Hér á landi endurspeglast þetta einnig í umræðu um gjaldmiðla. Þar sem sumir halda að einhver önnur lögmál gilda um aðra gjaldmiðla en þann sem er notaður. Efnahagslega þá endurspeglar gjaldmiðill það atvinnusvæði sem hann er notaður. Þar sem Bandaríkin hafa sjálfstæð ríki sem stjórna eigin atvinnusvæðum þá gengur dollarinn upp en einnig hafa Bandaríkin haldið úti svokölluðum olíudollar þe. að kúga þjóðir til að versla olíu með dollar. Með því náð að auka virði dollars í alþjóðaviðskiptum. Það gæti verið að breytast.
Evran hins kemur ekki til á sama hátt. Vegna miðstýringar ESB þá endurspeglar gjaldmiðilinn ekki hvert land fyrir sig. Kjarnamiðjan stendur í kringum útflutningslandið Þýskaland sem er verulega hnignandi atvinnulega séð. Þýskaland væri með réttu komið miklu neðar ef gjaldmiðilinn væri ekki að soga svona mikið frá öðrum löndum, sem þjást enn meira.
Að halda því fram að upptaka Evru muni hjálpa atvinnulífi landsins, fjölskyldum og veita stöðugleika er alger firra. Hrein og klár óskahyggja þar sem lítið fer fyrir skilningi á eðli gjaldmiðla. Við versandi atvinnuástand, ef evra er tekin upp, er aukið atvinnuleysi því engin önnur leið er til leiðréttingar. Hvernig hjálpar það fjölskyldum til lengri tíma. Þetta má t.d. sjá í Þýskalandi á síðasta ári þar sem fjöldauppsagnir voru algengar og það þrátt fyrir að evra sé miðuð út frá landinu.
Að ganga í ESB þýðir ótryggt atvinnuástand ásamt boðum og bönnum. Er það virkilega sem þjóðin er að biðja um?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2025 | 12:38
Að ljúga (með þögn) sig til valda
á síðasta ári voru kosningar hér og í Bretlandi. Báðar eiga það sameiginglegt að flokkar sem komust til valda lugu sig til valda. Þetta gerðu flokkarnir ekki með orðum heldur með þögninni. Þeir einfaldlega þögðu um hluti sem síðan voru teknir upp eftir kosningar.
Breska stjórnin er í algerri katastróffu en hangir líklega lengur. Þeir eru samt að gera allt annað en sögðust ætla gera fyrir kosningar.
Mig grunar svo sterklega að það sami komi upp hér. Með því að eyða pening í þjóðaratkvæðagreiðslu og vinna að stefnun, eins og logtlagsmálum, sem eru úr sér gengnar. Ekki bætir úr skák að missa að pólitískum vendingum með því að binda sig við ESB.
Vissulega á að dæma eftir verkum en fyrstu verk þessarar stjórnar lofa ekki góðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2025 | 22:31
Esb áróður vegna lélegra laga frá alþingi
Alveg með ólíindum að lesa þetta klambur um að bókun 35 hefði "hugsanlega" leitt af sér aðra niðurstöu. Þetta hugsanlega er ekkert annað en áróður um að koma landinu í ESB. Það er ekkert sem gefur það til kynna nema léleg lagasetningar frá alþingi.
Öll mál í kringum leyfisveitingar eru í algeru rugli og langt frá því að vera skiljanlegt. Það má endalaust toga þetta og hitt fram til að tefja málið.
Málinu verður líklega áfrýjað en það er vel hægt að sleppa hræðsluáróðri um að ESB reglur myndu hjálpa okkur. Eins og venju Samfylkingunni er ekki treystandi.
![]() |
Getum ekki þolað að það verði niðurstaðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)