11.12.2024 | 12:11
Vindmyllur og orkustrengir milli landa þýðir að Norðmenn borgi 800% meira fyrir rafmagnið
Þetta er bara lauslegur samanburður sem ég sá en að það sé 800% verðmunur á raforku er algerlega bilað. Þessi græna vella með vindmyllur er alger ávísun á sturlun. Íslendingar hafa ekkert að gera við vindmyllur eða setja orkustengi milli landa. Vitað er að afleiðingin er ofurhækkun á raforkuverði þar sem auðnrónarnir græða.
Nei takk.
Athugið að stjórnmálamenn í Noregi sögðu að þetta myndi ekki hækka nema um 0,2 aura eða eitthvað álíka.
Ekki trúa bullinu - nei við vindmyllum og orkustrengjum milli landa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2024 | 12:43
Er ætlunin að borga miljarað til að loka vindmyllum í roki?
Spurningin vaknar vegna fréttar frá Bretlandi þar sem vindmyllum er lokað í vindi vegna þess að dreifingakerfið ræður ekki við orkumagnið. Þar er verið að ræða um 100 miljaraða dollara og eykst á milli ára.
Nokkuð hefur verið skrifað um eyðileggingu landsins en minna um dreifikerfið. Mikið er rætt um að auka þurfi raforkuöflun um ákveðið magn en ekkert rætt um dreifikerfið, sem engan veginn ræður við aukningu nema það sé uppfært.
Hagkvæmni íslenskra virkjanna má rekja til þess að fyrst og fremst var búið að ákveða hvað ætti að gera við raforkuna. Síðan var byggð virkjun og nóg öflugt dreifikerfi samhliða. Núverandi umræða er fjarri þessu. Það á bara að frameiða nógu mikið afl en hvað gerist ef drefikerfið ræður ekki við pakkann?
Nú þá þarf að slökkva einhversstaðar, líkt og í Bretlandi.
Raunsæ umræða var um Hvalárvirkjun en hún myndi nýtast vestfirðingum. Þar var búið að ráðstafa orkunni og samhliða átti að efla dreifikerfið. Þetta raunsæi vantar í alla umræðu um vindmyllur. Ólíkt hugmyndum Landsvirkjunar við Búrfell þá er dreifikerfi þar sem ræður við aukningu. Flestum, ef ekki öllum, öðrum hugmyndum vantar umræðu um hvernig á að dreifa þessari orku. Óljósar hugmyndir um rafeldsneyti er ekki sannfærandi.
Hugmyndir um vindmyllur í Dalasýslu eða Fljótsdalshéraði er algerlega án umræðu um dreifikerfi. Á báðum stöðum þarf fjármikla uppfærslu á dreifikerfinu. Slíkt verður ekki til af sjálfu sér og líklegast lenda á notendum með hærra orkuverði.
Að viðbættum umhverfissóðaskapnum af vindmuyllum þá þarf raunsæa og innihaldsríka umræðu um vindmyllur áður en farið er í slík mál hér á landi. Alltof margt er óljóst, sér í lagi gagnvart neytendum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2024 | 01:51
Jákvæða/neikvæða úr kosningunum
Það jákvæðasta er að ESB er hafnað. Þótt Viðreisn stækki þingflokkinn þá er þar samt samsvörun við fylgisminkkun þegar ESB var nefnt. Annað jákvætt að Píratar og VG detta af þingi er lítil eftirsjá eftir þeim enda verið að hafna málaflokkum þeirra: loftlagskrísu, woke og nýrri stjórnarskrá. Sem enn styður að ESB er ekki inni, jafnvel þótt Viðreisnarfólk vilji meina annað en engin aðild er möguleg nema breyta stjórnarskrá.
Það neikvæða er að kerfisflokkur er stærstu(kannski næst stærstur þegar þetta er skrifað) en sé vilji til að minnka báknið þá færðu ekki kerfisfólk til þess. Samfylkingin vill líka hækka skatta og það er alveg ótrúlegt að fólk skuli kjósa að minnka ráðstöfunartekjur sínar. Hefur almenningur á Íslandi það svona gott? Plan flokksins eða stefna er ávísun á efnahagsleg vandræði en ekki breytingar eins og þeir hafa auglýst.
Það besta er samt að vinstra wokið er algerlega á útleið enda líklega aldrei verið neitt stórt hlutfall sem var hrifið af þeirri stefnu. Loftlagsmálin eru líka á undanhaldi enda ein allsherjar blekking sem smátt og smátt er verið að vinda ofan af.
Ef ætti að rýna í stjórnarmyndun þá er voða lítið um fína drætti þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)