17.12.2020 | 17:14
Af hverju eru göturnar ekki sópaðar?
Ef göturnar væru sópaðar þá væri ekki svona mikið svifryk. Nú hafa verið austanáttir í marga daga og þá kemur sandur. Einnig hefur verið hiti vel yfir frostmark svo ekki er hægt að nota þá afsökun að sé svo kalt.
Þetta er einfaldlega skipulagsleysi af bæjar- og borgarstjórnum. Skamm á ykkur.
![]() |
Styrkur svifryks hár í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2020 | 10:56
Völva veirunnar
Með fullri virðingu fyrir því sem maðurinn gerir þá er enginn leið að segja til um hvert veirusmit eru að fara. Hann getur séð vísbendingar en ekki meir. Tilgangurinn að vera vitna í hann aftur og aftur hefur afskaplega lítinn tilgang fyrir daglegt líf fólks. Það er búið að gefa það út að þó nokkuð fram yfir bólusetningu verða sett takmörk á daglegt líf okkar af pólitíkusum. Enda eru þeir algerar lufsur sem fela sig á bakvið opinbera starfsmenn.
Ábyrgðin er pólitíkusanna og þeir eiga að koma í fjölmiðla og svara fyrir hvað verður gert.
![]() |
Þetta er á viðkvæmum stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2020 | 22:15
Hamfarahysteríu árið 2020
Í einu orði sagt er 2020 hamfarahystería.
1. Förum hamförum yfir veiru sem drepur 0,5% þeirra sem veikjast. Kannski meira í upphafi en í heildina á árinu, með betri þekkingu, fækkar sem betur fer dauðsföllum.
2. Við lokum öllu í hysteríu því það sé lausnin. Jú veiran fór í smá pásu en gaus upp um aftur eftir smá opnunartíma.
3. Hysterían að grímur veiti lausn gegn smitum. Þarf varla að hafa mörg orð um gagnleysi þeirra enda fækkar tilfellum ekki þrátt fyrir notkun.
4. Hysterían að nauðbeygja alla að fara eftir smitreglum og einstaklingar nánast teknir af lífi, á netinu, sé það ekki gert. Markmið sóttvarna er að meirihluti fari eftir en ekki allir.
5. Hysterían að þeir sem hafi aðrar skoðanir en gefið er út af sóttvarnateymi séu réttlátlega teknir af lífi á netheimum (og fjölmiðlum).
6. Hysterían að vísindin hafi svarið þegar vill svo til að þversagnir eru himinhrópandi í allar áttir.
7. Hysterían við að smitast þrátt fyrir að 99,5% nái sér og einhver hluti á við langtíma afleiðingar. Vont að veikjast en erum við alltaf svona hysterísk yfir því?
Árið 2021 hlýtur að sleppa við hysteríu, eða hvað?
![]() |
Litakóðunarkerfið hlægilegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.12.2020 kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)