31.12.2024 | 12:42
Hin fögru fyrirheit á nýju ári
Sjálfur geri ég ekki áramótaheit en við fengum nýja ríkisstjórn í jólagjöf sem lofar öllu fögru, í orðum, en afar óljóst er hvernig á að framkvæma. Áslaug bendir réttilega á að aukinn skattheimta á iðnað hafi afleiðingar og dragi úr fjárfestingu og frumkvæði.
Sumir halda að EES samningurinn hafi gert landinu svo gott en með bókun 35 sýnir vel að þessi samningur gerir Ísland að undirsátu í samningnum. Þeir sem vilja bókun 35 tala um að jafna lagalegan rétt innan svæðisins. Með þessu er verið að fjarlægjast viðskiptasamning og búa til aðra umgjörð. Svo vill samt til að samningurinn var kynntur sem viðskiptasamningur með auknum réttindum. Þessi auknu réttindi er dýru verði keypt þar sem við þurfum að beygja okkur undir lög ESB, jafnvel þótt stjórnarskráin leyfi ekki að selja vald til annarra landa. Hvernig þetta á að ganga upp skil ég ekki.
Drottnunarburðir ESB eru það sem munu setja sambandið fram af hengibrúnni og nú þegar sjást merki þess. Bretar yfirgáfu sambandið vegna þess hvernig þeir vildu sjúga allt vald til sín á kostnað breta. Ef Ísland fer þarna inn þá verður það mergsogið á kostnað landsmanna. Annað sýnilegt er að þjóðir í austurhluta Evrópu sem hafa farið inn lenda allar í því sama. Fyrst um sinn þá batnar hagur þeirra en síðan kemur stöðnun þar sem stutt er í hnignun. Aðal ástæðan er að aldurssamsetning þjóðanna er að eldast. Það sitja of margir aldraðir eftir en unga fólkið er farið eða fæðingatíðnin lækkar svo hratt.
Við það að fara í ESB þá gerist ekki neitt nema að ný atvinnutækifæri séu sköpuð. Þá þýðir ekkert að moka inn vindmyllum og halda að það geri svo gott fyrir þjóðina. Þetta snýst um störf og að fólk geti aflað sér lífsviðurværis. Aðild að ESB skapar ekki störf.
Þessi fögru fyrirheit nýju stjórnarinnar eru bara orðin tóm og hún gerði enn verra með að taka upp bókun 35 ásamt því að vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðild (ljúga að okkur að sé samningur). Ríkisstjórninni væri nær að læra að lesa hagtölur jaðarlanda ESB og átta sig á því að við fáum ekkert nema kostnað við aðild að ESB.
Ef ríkisstjórnin fer ekki að koma hreint fram, og draga úr orðaskrúðnum, þá bíða hennar ekki góður tími á næsta ári.
Þrátt fyrir ríkisstjórnina þá ætla ég að gera mitt besta að eiga góðan tíma og óska lesendum þess sama á næsta ári.
Ríkisstjórnin ætlar að valda óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2024 | 14:42
Er nýja ríkisstjórnin svona ómerkileg?
Alveg merkilegt hvað nýja ríkisstjórninni tekst ekki að koma sér í fjölmiðla. Það er meira skak út af hugsanlegri frestun landsfund Sjálfstæðisflokksins en hvað nýja ríkisstjórnin ætlar að áorka.
Alveg merkilegt að flokkur sem fékk flest atkvæði í þingkosningunum er algerlega haldið utan fjölmiðla. Lengi vel héldu menn að þetta væri skipulagt en líklegra er að þau hafa ekkert fram að færa. Enda ljóst ef þau leyfa sér að opna munninn þá er svo auðvelt að svara því eða efast um hvað þau eru að segja.
Að Þorgerður komi og lýsi yfir áhyggjum af ástandi í Georgíu er bara hliðarfrétt sem kemur málefnum landsins lítið við.
Já það er ekki nóg að knúsast og brosa.
Kann að vera þjóðráð að líta út fyrir þingflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.12.2024 | 18:03
Að segja sig til sveitar
Það er lygilegt að fylgjast með evrópusinnum sem halda að með því að segja sig til sveitar þá gangi betur að stjórna landinu. Þessi stjórn vill segja öllu til sveitar en er þá einhver þörf á alþingi?
Við getum þá bara sagt af okkur helstu málum og stjórnað sveitastjórnum svipað og gert var undir Dönum. Líklega vilja þessar konur, sér í lagi Þorgerður, geta fengið feitt embætti í Brussel, leiðinlegustu borg Evrópu, að sumbla þar og þykjast hafa eitthvað um málefni landsins að segja.
Evrópusinnar halda að með bókun 35 gerist ekkert fyrir innanlandslög en réttur landsmanna verði betri í Evrópu. Samt geta þeir ekki útskýrt almennilega hvað felst í þessari fullyrðingu. Ekkert frekan en hvort Norðmenn og aðrir voru þvingaðir til að samþykkja svona bókun. Þessi bókun mun alltaf, á einhverjum tímapunkti, stangast á við stjórnarskrá landsins. Það eitt og sér nægir til að samþykkja ekki þessa bókun.
Þessi minnimáttarkennd evrópusinna er frekar skrýtin. Í einu orði gera þeir sig gilda en lyppast niður eins rakkar þegar stóru löndin birtast á sviðinu.
Að segja sig til sveitar þýðir að við höfum engin áhrif á stjórn landsins. Evrópusinnar halda því fram:
- Að við getum samið um fiskveiðar og við höldum fullum yfirráðum yfir stjórn landhelginnar. Eitt orð nær yfir þetta: BRANDARI. Stendur ekki steinn yfir steini þegar þetta er skoðað út frá reglum ESB. Að halda því fram að Malta hafi full yfirrráð yfir sínum 12 mílum er léleg samlíking við 200 mílur íslenskrar landhelgi. Fyrir utan það yrði kvótinn ákveðinn í Brussel en ekki hér á landi.
- 6 þingmenn á evrópuþinginu af 700+ eitthvað. Held það heyrist meira í randaflugu.
- Yfirráð yfir jörðum og hvernig landið er nýtt. Þetta er nú nógu slæmt en versnar enn frekar við inngöngu. Mér þykir vænna um land mitt en að það verði vindmyllukraðak fyrir Evrópu. Orkuframleiðsla er í algeru rugli í Evrópu og það er ekki Íslendinga að leysa úr því með að gerast framleiðendur og almenningur verði fáttækari en fyrir öld síðan.
- Setti inn viljandi fullyrði hér að ofan því fullyrðingar um nýjan gjaldmiðil, tekur fjölda ára og lægri vexti, sem eru mjög breytilegir í ESB er sífellt verið að blása út sem sannleik án nokkurra vísbendinga um að geti ræst. Tal um lægri verðbólgu er á álíka plani.
- Að Íslendingar fái svo mikið án þess að það kosti neitt. Því miður felst í aðild að það kostar mjög mikið, marga miljarða á ári. Að fá eitthvað til baka í styrkjum breytir því ekki að þú borgar alltaf meira en færð.
Mig langar ekkert að segja mig til sveitar en værum við ekki bara betur sett að leita í vestur átt? Þeir hafa allavega stjórn á sínum orkumálum og geta snúið fjárhagsmálum á rétta braut. Annað en hnignandi ESB.
Valkyrjur koma og fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.12.2024 | 12:51
Vísindahyggja, vísindi eða trú
Á vesturlöndum endurspeglast í dag mikil spenna milli trúar og vísindahyggju. Ekki vísinda sem framkvæma rannsóknir heldur það sem má kalla vísindahyggju (scientism) sem gengur út að nota vísindi t.d. í pólitískum tilgangi.
Loftlagskrísan er gott dæmi um vísindahyggju þar sem sett er fram einhver kenning og hún sögð óbreytanleg nema með ákveðnum framkvæmdum. Í þessu tilviki að fólk verði niðurnjörvað við sama punkt (í óeiginlegri merkingu). Allskonar vottanir eru af svipuðu róli. Jafnlaunavottun ein og sér gerir voða lítið fyrir starfsmenn nema að jafna laun. Þeim getur alveg liðið jafn illa í vinnunni.
Vísindahyggja, sem hefur fengið sviðið alla þessa öld, er á útleið. Almennt er meira farið að nálgast hlutina eins og vísindi gera með efa. Þegar efinn kemur að vísindahyggju þá situr fátt eftir og heila klappið fellur um sjálft sig. Þannig eru vottanir, loftlagsmál, vind- og sólarsellur fyrir rafmagnsframleiðsu, kynjafræði og kúgun alls konar á undanhaldi. Á einhverjum punkti kom þetta til með vísindum en stenst illa nánari skoðun.
Trúarbrögð hafa alltaf átt erfitt með efann en á móti er standa þau á föstum grunni. Sjálfur heillast ég ekki að kikjum (nema hönnunarlega séð) en trúarbrögð eru heillandi. Þetta óskilgreinda fyrirbæri sem hjálpar þér á óskilgreindan hátt. Alger andstæða vísinda. Það að til séu ótal myndir á guðina gerir þetta enn meira spennandi.
Þessi hugleiðing um trú og vísindi á jólum kemur til í þeirri von að bæði eflist. Trú fái að hafa sinn sess í friði og að vísindi verði stunduð með efann að leiðarljósi. Vísindahyggju verði ýtt til hliðar og pólitíkin fari að sinna þjónustuhlutverki sínu af auðmýkt en ekki frekju eins og í dag.
Eigið góðar stundir um jólin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2024 | 15:20
Skaðræði ríkisstjórnarinnar er hafið
Það á að samþykkja bókun 35 og ráðherra sem var á móti er allt í einu að virða samkomulag. Nei þú ert að fara gegn samþykkt þinni þegar þú samþykktir að vera þingmaður. Þér ber að fara eftir samvisku þinni en ekki samkomulagi.
Það er orðið þegar nokkuð ljóst að þessi ríkisstjórn ætlar að bruna í ESB þótt þjóðin vilji ekkert fara þangað.
Hverju vill stjórnin hreykja sér af þegar unga fólkið flýr eins og gerst hefur í löndum sem nýlega hafa farið inn. Líklega er þeim alveg sama enda komnar í feitt embætti í Brussel og þurfa ekki að borga skatta.
Lélegt var plaggið en verri eru fyrstu skilaboðin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.12.2024 | 16:14
Tækifærissinnar eru ekki góðir stjórnendur
Þessi stjórn er ávísun á algeran glundroða. Hér er verið að lofa gífurlegum fjárútlátum, miklum skattahækkunum á suma atvinnustarfssemi og setja evrópumálin á dagskrá sem enginn bað um eða vildi í kosningunum.
Eftir að hafa lesið yfir þessi 23 atriði (sum hver mjög lík) þá er ekki verið að gera neitt sem kemur almennt Íslendingum til heilla. Hér er verið að upphefja aldraða og öryrkja án þess að útskýra hvernig að afla eigi fjár til þess.
Þjóðaratkvæðagreiðsla mun sundra þjóðinni og alveg ljóst að einhver flokkur tapar og fer af þingi í næstu kosningum. Hvers vegna? Setjum upp sviðsmyndir:
Samþykkt - þá er Flokkur fólksins að fara gegn stefnu sinni og því enginn grundvöllur fyrir flokkinn áfram enda búinn að svíkja kjósendur sína.
Ekki samþykkt - þá er Viðreisn og líklega Samfylgingin búið að vera því höfnun á þeirra helstu áherslumáli þýðir endalok.
Að draga krónuna óþarfa niður með að fá enn eina skýrsluna um gjaldmiðla er sóun á almannafé.
Margt orðið voða loðið og innihaldslaust (sem kemur ekki á óvart) en lítið um hvaða aðgerðir eigi að gera til að framkvæma. Hvernig á að hækka lífeyri þegar skila á minni halla á fjárlögum á sama tíma?
Tækifærisinnar eiga ekki að vera í forsvari.
Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar í heild sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.12.2024 | 12:02
Fólksfækkun í heiminum er óhjákvæmileg
Ólíkt því sem margir, sér í lagi vinstri sinnaðir, halda fram þá mun fólki fækka í heiminum á þessari öld. Ég spáði fækkun frá 2050. Skrifaði um það áður að vegna lækkandi fæðingatíðni þá aftrar það fjölgun. Til að mynda hefur Suður-Kórea sett upp neyðarplan að fá inn fólk utan landssteinanna til að halda í fólksfjölgun og hafa nóg af vinnandi höndum.
Enn ein staðfesting á fólksfækkun má sjá í þessari frétt. Nú vill svo til að sæðisframleiðsla karla, sem er nauðsynleg til að fæða börn, hefur minnkað og sú minnkun eykst af meiri hraða á þessari öld en áður. Þannig er sæðisframleiðsla 50% minni í dag en fyrir 50 árum. Held að vinstri sinnaðir þurfi að uppfæra steðreyndir sínar.
Áhugaverð pæling í þessu samhengi er hnignun fyrri borgarmenninga. Hingað til höfum við einungis litið á þetta út frá félagslegu samhengi. Hið líkamlega er ekki bara erfitt að lesa heldur rétta sagt ómögulegt. Hvað ef þetta var samt hluti af fólksfækkun áður fyrr? Pæling sem myndi leiða inn á brautir eins og náttúruval.
Að öðru leyti þá býður framtíðakynslóða mikil áskorun að finna út úr þessu vandamál með fæðingatíðini og fækkandi vinnandi höndum.
E.S. Gervigreind er ekki svarið, sum störf þarf að vinna með höndunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2024 | 15:15
Eru engin málefni í stjórnarviðræðunum?
Alltaf fáum við fréttir um bjartsýni og líst vel á stöðuna. Verið að vinna í stjórnarplaggi. Ná svo vel saman o.s.frv.
Ekkert, ekki eitt einasta múkk, um hverju er verið að stefna að. Það er ekki einu sinni verið að kvisa neinu út til að finna hvort grundvöllur sé fyrir því. Bara væl um að fjármálin líti ekki vel út.
Þetta segir mér að stjórnarplaggið verði ansi innantómt. Það verður líklega í langloku texta sem segir ansi lítið um hvað eigi að gera. Meira svona til að fela innihaldsleysið. Stefnir allt í stjórnlaust rekald.
Ef þessi stjórn kemst á koppinn þá verður kraftaverk ef hún helst út tímabilið.
Bjartsýnar og líst vel á stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2024 | 16:08
Er hægt að vera innneitandi?
Orðið er ekki til en samt hægt að búa til merkingu á það td. með á móti orðinu afneitandi. Nú trúi ég ekki á loftskrísuna (loftlagssvindlið) en afneita engu um hækkandi hitastig. Ég einfaldlega neita að taka inn að það sé krísa og að eldsneyti sé vandamál. Þannig fæ ég út að ég sé innneitandi.
Annars er gaman af tungumálinu og í gær sýndi Rúv myndina Veggfóður og í lýsingu stóð orðið genglibeina. Nú rúmum 30 árum seinna veit unga fólkið ekki hvað orðið gengilbeina þýðir. Það væri alveg hægt að setja út pælingar um lélega málnotkun en lítum frekar á breytta málnotkun. Sést einhver í dag ganga um beina veitingum til fólks? Orðið er ekki hluti af daglegu lífi og því hverfur það úr málnotkun.
Ég er því innneitandi á loftlagskrífu og að vindmyllur séu góðar til orkuöflunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2024 | 15:51
Rétt staðsett móttökustöð fyrir sorp í Kópavogi
Nú runnu á mig tvær grímur. Þeim tókst að velja besta staðinn fyrir móttökustöð sorps í Kópavogi. Aldeilis hissa en til hamingju með það. Ekki spurning að besta aðgengið er þarna og nær að sinna best Kópavogi og Garðabæ.
Sem betur fer hættu þeir við að fara upp á Vatnsenda enda aðgengið verra og óþarfa löng leið fyrir flesta.
Loka Sorpu á Dalvegi á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)