9.2.2025 | 21:35
Illlæs Samfylking
Í nýjustu vendingum í heimsmálum þá virðist Samfylkingin vera illlæs og úti á túni. Sjá má viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu og Pawel um þessi mál. Í stuttu máli þá virðast þau jafnlæs og krakkar í Pisa könnunum og hreinlega lesa illa í breytingar á heiminum.
Þannig er vitnað í sífellu í Ingibjörgu um alþjóðastjórnmál þótt hún eigi einungis við um stjórnmál á Vesturlöndum. Þau eru hissa að Trump hafi skrúfað fyrir USAID og nefna einhver lönd sem lenda í vandræðum með heilsugæslu vegna þess að stuðningur hafi haldið henni uppi. Verulega skýrt dæmi um hvernig svokölluð þróunarhjálp gerir lítið annað en gera löndin háð gefandanum. Hvers vegna var ekki markvisst unnið að því að gera þau sjálfbær og sjálfstæð í að bjarga eigin heilbrigðismálum?
Þróunarhjálp gegnur ekkert út á sjálfbærni eða kenna þjóðum að bjarga sér sjálf. Þetta gengur út á að viðhalda völdum og halda þeim sem er verið að bjarga niðri. Stundum lítur þetta út eins og arðrán en oftast að gera löndin svo háð bjargráðinu og þau styðja skilyrðislaust. Sem á mannamáli þýðir að við ráðum yfir þér. Í þessu samhengi hafa Sameinujóðirnar verið óspart notaðar eða réttara sagt misnotaðar.
Frægast dæmi um þróunaraðstoð er LiveAid þar sem innan við þriðjungur fjársins fór í raun í að aðstoða hungraða. Með því að skrúfa fyrir og gefa dæmi um hvað hefur verið að styðja sýnir í raun hversu misnotað kerfið er. Tilgangsleysi þess og hvernig það gerir lítið til að þróa ástand landa í aðra átt en staðan er hjá þeim.
Miðað við þetta viðtal þá er Samfylkingin illlæs á breytingar í alþjóðamálum og það t.d. að ekki sé nefnt orð um BRICS sem allt sem segja þarf. Ekki bætti úr skák að nefna að halla sér að ESB gæti hjálpað en auðvitað fylgdi ekki sögunni hvernig það hjálpar.
Algert heimaskítsmát í læsi á stjórnmál í heiminum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2025 | 12:22
Yfirklór spilltrar stjórnar
Niðurstaðan um að Flokkur fólksins þyrfti ekki að endurgreiða styrkina kemur ekki á óvart. Skýringin er hefðbundið yfirklór um að fleiri hafi fengið styrk þótt Flokkur fólksins hafi verið sá eini sem var skráður sem félagasamtök.
Þegar öryrkjar þurfa að endurgreiða eða hjá Skattinum þá þarf sá að senda inn greinagerð til stuðnings sínu máli. Flokkur fólksins sleppur algerlega við allt slíkt, í því felst spilling. Sama verklag á að eiga við alla ef jöfnuður á að vera.
Kjósendur féllu fyrir fagurgala um plan og nýja hluti en fá einungis enn verra en það var áður.
Samfylkingin breytist ekkert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2025 | 15:09
Gervigreindin þaggar niðri í þér
Miðað við hvernig gervigreind hefur verið kynnt undanfarin ár þá þaggar hún niðri í fólki því þetta á allt að vera svo upplýst og auðvelt að setja fram. Í því er falin mesta hættan að setja fram yfirborðskennda hluti sem rista ekki djúpt. Myndin sem sett er fram með fréttinni sýnir þetta vel. Breytt er bakrunni myndar af manneskju á fljótlegan hátt.
Einmitt svo fljótlegt, auðvelt en án innihalds.Það sama á við um textagerð. Þú getur samið lag, ljóð og fleira. Hængurinn er að þetta er allt byggt á fyrri vitneskju og bætir engu við þá vitneskju. Við erum því ekki að skapa neitt nýtt með gervigreindinni heldur einungis að flýta okkur.
Með því erum við að þagga niðri í okkur að skapa ekki nýja hluti heldur endurraða því gamla. Vissulega er þægilegt að láta raða fyrir sig upplýsingum en skapar það auð fyrir marga?
Gervigreind er ekki endilega slæmur hlutur. Hjálpar okkur að forrita hraðar en held að með tímanum þá verði fátt sem hún skilji eftir. Það vantar stökkið í nýja sköpun og umfram allt orku.
![]() |
Gervigreindin notuð til að breyta myndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2025 | 21:13
Hvernig á að spara þegar hin hendin vill eyða?
Yfirborðskennda planið er loks látið í ljós, eins rýrt og það er. Fyrsta setningin er bráðaaðgerðir í húsnæðismálum (eyðsla) en næsta setning segir aðhald og engin ný eyðsla nema sparað sé á móti. Hvernig er þá hægt að fara í bráðaaðgerðir?
Svo kemur eyðslan með hækkun í fæðingaorlofskerfinu en ekkert nefnt hvað eigi að gefa eftir á móti. Svo á að löggilda einhvern samning frá Sameinuðu þjóðunum sem líklega er óútfylltur víxill.
Svo á að virkja og einfalda verkferla við ákvarðinir um virkjanir sem líklega er ókeypis skv. planinu. Breytingar á veiðigjaldi er auðvitað ekkert annað en hækkun skatta (tekjur til að fela eysluna), ásamt upptalningu á fleiri hækkanir á sköttum.
Fækkun ráðuneyta er bara vasapeningur til að sýnast.
Síðan á að koma þjóðinni í ESB og byrja með bókun 35 sem okkur er sagt að hafi ekkert nema kosti fyrir Íslendinga (þótt það mögulega stangist á við stjórnarskrá). Kostnaðurinn við að halda þjóðaratkvæðargreiðsluna er auðvitað ekki nefndur en hins vegar á að gera fríverslunarsamninga við nokkur lönd (líklega kostar það ekkert). Sem er alger þversögn því ef farið verður ESB leiðina þá falla þessir samingar út. Segir manni bara að bjölluat Þorgerðar er bara eyðsla.
Plan sem á vera svo ofboðslega mikið plan er svo yfirborðskennt að það kemur hvergi fram hvernig eigi að nálgast þessa hluti. Ónákvæmt plan (eins og þetta) er líkegast til að skila litlum árangri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2025 | 17:35
Flokkur fólksins með allt niður um sig
Flokkur fólksins minnir mikið á Pírata flokkinn. Báðir eru stofnaðir eftir hrun og ná inn með að höfða til tilfinninga fólks (popúlismi). Báðir flokkar halda að alþingisstörf séu kaffispjall, annar á kaffihúsi og hinn í eldhúsinu.
Það allra sameiginlegasta er að hvorugur flokkurinn hefur trúverðugleika. Þeir geta vel æmt í stjórnarandstöðu en þegar kemur að stjórn þá eru ákveðnir þættir sem þurfa að vera í lagi. Þeir eru bara alls ekki í lagi hjá Flokki fólksins. Að höfða til tilfinninga fólks getur hjálpað að ná í atkvæði en það hjálpar ekkert við stjórn.
Miðað við þennan rúma mánuð síðan stjórnin var mynduð þá virðast þessir flokkar algerlega vanhæfir í stjórn landsins.
![]() |
Útgerðarstarf Sigurjóns ekki í hagsmunaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)