6.3.2025 | 12:06
Evrópa ekki sjálfbær til framtíðar
Ég hef áður skrifað um að fólki fari fækkandi í heiminum þar sem fæðingatíðnin er of lág. Þetta á við um allan heiminn og hér má sjá fæðingatíðni Evrópu. Þar kemur bersýnilega í ljós að hún nær ekki yfir 1,5 nema í 10 löndum sem þýðir að fyrir hverja 2 sem deyja þá fæðast 3. Til að þjóðfélög séu sjálfbjarga þarf fæðingatíðnin að vera 2,1. Þeim löndum í heiminum fækkar óðfluga.
Afleiðingar þess hafa lítið verið ræddar við almenning. Þetta gerbreytir öllum vaxtamöguleikum landa til framtíðar og þýðir á einhverjum tímapunkti þarf að finna aðrar leiðir en hagvöxt til að reikna út framtíðarspár.
Lönd eins og Úkraína þar sem fæðingatíðnin er 1 þýðir alger stöðnun og vonlaust að halda fram að hagvöxtur geti bjargað landinu því færri vinnandi heldur hefur áhrif. Hvernig heimsálfan ætlar að stækka her sinn eða standa í mannfrekum hernaði er frekar óljóst til lengri framtíðar.
Líklega þess vegna vill enginn í Evrópu ræða þetta ekkert frekar en í Asíu sem er í enn verri málum. Bandaríkjamenn eru á svipuðu róli og Evrópa.
Ég spáði því að fólki í heiminum færi fækkandi upp úr 2035 en þetta virðist gerast á ógnarhraða og gæti orðið enn fyrr. Held það sé kominn tími á að fara opna almennilega umræður um þessi mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.3.2025 | 10:36
Nei Daði vindorkukver við Búrfell mun ekki eyða tortryggni
Daði skautar létt yfir staðreyndir um vindorkuver. Orkuverið við Búrfell mun alltaf njóta samlegðar með vatnsorkuverinu sem er þar. Þannig fæst ekki sama niðurstaða ef annað vindorkuver er sett upp á fjöllum sem hefur ekki samlegðina með vatnsorkuveri.
Hann skautar einnig létt framhjá nýtingu þeirra, niðurgreiðslum og allri menguninni.
Gunnar Heiðarsson hefur tekið oft saman hversu illa vindmyllur nýtast til orkuöflunnar. Í þessari grein fjallar hann um sögu þeirra.
Tortryggni er af hinu góða og hjálpar okkur að skilja betur hlutina. Saga vindorkuvera í heiminum er ekki góð og flest ný verkefni hafa verið blásin af. Einfaldlega því þau borga sig ekki og það eru til betri leiðir að afla orku.
Einnig verður að nefna tengiverkið (dreifingu orkunnar) sem á Íslandi er þegar orðið gamalt og þarfnast endurnýjunar. Skotar hafa átt erfitt með endurnýjun og þurfa því að borga vindmyllorkuverum fyrir að afla ekki orku. Verði vindmylluorkuverum hent upp um landið, líkt og einkafyrirtæki sækjast eftir, þá er þetta mikil hætta á slíkum greiðslum til lokunnar þar sem eftir sitjum við neytendur með hærra orkuverð og hærri skatta. Fyrir utan allt þá hefur heldur ekki verið sýnt bein þörf á jafn mikilli uppbyggingu og hugmyndir um vindorkuver hafa komið fram.
Íslendingar hafa sinnt þessu af kostgæfni og ekki sett upp of margar virkjanir heldur fundið kaupanda að orkunni áður en framkvæmdir hefjast. Ekkert af einkahugmyndum vindorkuvera hafa neitt í hendi sér (eða það er mjög óljóst) með sölu á orkunni. Því orkan frá vindorkuverum er ekki nógu stöðug til að kaupa af ein og sér. Það þarf eitthvað annað að fylgja með t.d. vatnsorkuver. Þess vegna hækkar orkuverð þar sem orkuframleiðslan er ekki nógu stöðug. Þá þarf að leita í varaaflið sem setur dreifingu í hættu að ná ekki að sinna öllu sem þarf.
Tortryggni mín mun ekkert minnka og ég er alger andstæðingur að nota þennan óskapnað til orkuframleiðslu hér á landi þegar betri kostir eru til.
![]() |
Stærri hluti til nærsamfélagsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2025 | 15:57
Hvar eru tillögurnar að sparnaði
Þetta var nú alveg vitað að væri kynnt með húllum hæ og svaka árangur en við fáum engin dæmi, ekki einu sinni eitt. Voða mikill árangur og ótrúlegt eitthvað svo mikið um ekki neitt.
Ef fjárlagahallinn í ár er 26 miljarðar þá ná þessar tillögur varla að taka á fjárlagagatinu. Hvar er útskýring á ávinningnum af tillögunum.
Þetta minnir of mikið á svakalegu sparnaðartillögur Reykjavíkurborgar sem áttu að skila undraverðum niðurstöðum. Sem samt létu bíða eftir sér.
Grunnt á því góða.
E.S. Tillögurnar mættu en sameining stofnanna hefur verið til umræðu í mörg ár. Eftir stendur hvar eru raunverulegar sparnaðartillögur?
Það er alveg vitað að sameining stofnanna skilar sjaldnast tilætluðum árangri og frekar ofreiknað en hitt. Ef notuð er fyrri tala um fjárlagahalla þá nær þetta varla helmingnum af því. Á mannamáli og í raunveruleikanum þá verður ríkissjóður áfram rekinn með tapi og skuldaaukningu.
Hinn pólitíski raunveruleiki þessara tillagna er einungis að fleyta rjómann. Það vantar að taka skrefið að alvöru tillögum sem skila árangri til framtíðar. Af hverju? Jú það gleymdist nefnilega að það er búið að lofa svo miklum útgjöldum að sparnaðurinn hverfur í þau útgjöld.
![]() |
Gera ráð fyrir að spara ríflega 70 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.3.2025 | 12:03
Evrópa er að falla
Þetta eru ekki mín orð heldur Martin Amstrong (sjá hér) og ég get ekki annað en verið sammála manninum. Setning á ensku er svona: "Europe is falling, and this is why they need war." - Evrópa er að falla og þess vegna þurfa þeir stírð.
Tvennt leggur hann til ígrundunar að skuldirnar eru óhóflegar og samdráttur Þýskalands.
Utanríkisráðherra í klifjum stríðsáróðurs sér ESB sem einhverja töfralausn en skautar alveg framhjá staðreyndum. Evran er líklega búin að vera. Dollarinn mun ekki falla líkt og margir sjá fyrir sér. Það er í raun lítill grundvöllur að sameiginlegur gjaldmiðill nái að lyfta ESB upp. Lönd utan Evru gætu lyft einhverju upp en þá eru þau niðurnjörvuð í grænni slekju skrifræðisins. Orkulaus evrópa nær sér ekki á strik fyrr en endurnýjun orkustefnunar hefur komist í gagnið og það tekur nokkur ár.
Ljóst er að við höfum utanríkisráðherra og forsætisráherra sem ætla að draga landið niður í svaðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2025 | 13:42
Hver fer á undirskriftafund til að semja?
Þrátt fyrir óvænta niðurstöðu undirskriftafundar í gær þá var farsinn ofleikinn af fjölmiðlum. Þau tóku einungis lokamínútur og sneru upp í farsa. Fundurinn var 40 mínútur og hafði farið friðsamlega fram.
Allt í einu vill Zelensky fara semju um eitthvað sem var alls ekki umræðuefnið. Við það móðgast foseti Bandaríkjanna og ljái honum hver sem vill. Þannig ganga undirskriftafundir ekki fyrir sig.
Þetta var engin fyrirsát og Zelensky fór út fyrir vel þekkt mörk á svona fundum. Við þurfum ekkert að vera með neinum í liði.
Það væri óskandi að fjölmiðlar gætu sagt frá á hlutlægan hátt.
![]() |
Selenskí þakkar leiðtogum stuðninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)