31.3.2025 | 10:46
Tækifærissinnuð ríkisstjórn
Íslandi í dag er stjórnað af tækifærissinnum. Það átti einnig við um síðara tímabil síðustu ríkisstjórnar. Í raun má segja að aðeins ein ríkisstjórn síðan eftir hrun hafi fylgt eftir smá snefil af stefnu þegar Sigmundur fékk forsætisráðuneytið. Allar hinar hafa meira og minna verið tækifærissinaðar.
Tækifærissinnum er að finna á öllu litrófi stjórnmála en því miður hafa allar stefnur gefið eftir á Íslandi enda lítill framgangur í landinu eftir hrun. Fjölgun ferðamanna var ekki stefna heldur tilviljun sem átti sér stað.
Með hækkun veiðileyfigjalda er farið eftir stefnu tækifærissinna og fyrir því eru þrjár megin ástæður:
1. Að halda að gjöldin séu stöðugar tekjur.
2. Að halda að það sé línulegt samband upp á við en ekki sveiflukennt.
3. Að gera ráð fyrir að hafi ekki áhrif á aðra þætti í atvinnulífi landsins.
Sömu þættir eiga við um bjánalega kommúnísku 5 ára fjárlagaáætlanir sem hafa aldrei staðist og leyfi mér að fullyrða að munu aldrei standast. Aðal ástæðan fyrir því er að það vantar stefnu. Svörin undanfarið í utanríkismálum er gott dæmi um tækifærisstefnu þar sem eitt svar er í dag en annað á morgun. Eitt við á um ákveðið ríki en allt annað um hitt ríkið, þótt megi finna ákveðinn sama grunn að baki.
Líkja má tækifærissinum við draugaskip. Þau halda floti en eru ekki á neinni leið, hvað þá á leið í land.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2025 | 23:05
Sýndarveruleiki bæjarstjóra Kópavogs
Í dag voru fréttir á RÚV og visi.is um að bæjarstjórinn í Kópavogi hafi lagt til að lækka laun bæjarfulltrúa um 10%. Efnislega fylgdi ekkert meira um útfærslu á Rúv en þetta var sagt gert til að vinna á móti launahækkunum kennara. Visi.is var meira efnislega og kom þar í ljós að 10% voru laun fyrir setu í bæjarstjórn og lækkun á nefndarstörfum. Hins vegar áttu heildarlaun bæjarstjóra ekki að lækka og því bæri hún einungis 2% lækkun á móti allir hinir með 10%. Hún reyndi síðan að réttlæta gjörningin með að hinir væri í annarri vinnu en hún ekki.
Þótt þetti hljómi voða gott mál þá er þetta ekki einu sinni til að vega upp á móti launahækkun í einum skóla. Hver eru skilaboðin fyrir aðra starfsmenn Kópavogsbæjar? Að það megi ekki hækka launin þeirra meira, helst að lækka þau.
Vissulega eru laun bæjarfulltrúa og bæjarstjóra alltof há en afhverju þá ekki bara að segja það og leggja fram um gott fordæmi. Hætta verðbólguhvetjandi hækkun launa þeirra með launavísitölu og fylgja hækkunum á almennum markaði.
Svona sýndarmennska á heima í Samfylkingunni og bæjarstjórinn ætti að hætta að ljúga að sjálfri sér og skipta um flokk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2025 | 23:52
Tekur gervigreind saman ruslið eftir okkur
Eitt það umtalaðasta í tölvuheiminum er gervigreind og hún sé að umbreyta öllu saman og taka yfir störf okkar. Eiginlega meira í ætt við heimsendaspár heldur er raunveruleikann og hægt er að leggja út frá mörgum rökum sem hafna þessu.
1. Gervigreind mun ekki taka saman ruslið eftir okkur. Ef ekki er til efniviður í rafbíla þá er varla til efniviður í tæki til að safna ruslinu eftir mannfólkið.
2. Að byggja hús er ekki enn gert af róbótum eða gervigreind. Að hanna hús er hægt með gervigreind en það byggir þá á því að hafa öll hús út frá ákveðnum þáttum.
3. Bill Gates spáir því að eftir standi störf forritara, lífefnafræðinga og í orkuvinnslu. Hvað eiga allir hinir að gera? Hver framleiðir mat og skemmtanir fyrir þá sem enn vinna? Hvað með listsköpun eða handverk?
4. Þó gervigreind geti safnað miklum gögnum og útungað texta, myndefni og fleiri á stuttum tíma þá skapar hún ekki neitt í raun. Þetta er allt byggt á því sem er þegar þekkt. Ef nýsköpun er á undanhaldi vegna yfirtöku gervigreindar hvernig lærir gervigreindin þá nýja hluti? Með öðrum orðum það verður stöðnun eða réttara sagt bakslag þar sem hlutirnir breytast ekkert.
5. Þar sem hlutverk fólks staðnar þá hafnar það þessu með tímanum og leitar í annað.
6. Hvaðan á orkan að koma? Ef ekki kemur til nýrrar orkuöflunar þá kemur algert bakslag í framfarir á gervigreind.
Þessi ofurtrú á að tölvur breyti öllu gerist mun hægar en spámenn segja. Fyrir 40 árum spáðu menn að prentun myndi deyja út. Vissulega í skötulíki í dag en samt enn til staðar. Spámenn sögðu að vinyl plötur myndu deyja en samt seljast þær enn.
Ofmat á tölvutækni er ekki nýtt og þetta tekur mun lengri tíma en spámenn segja til um. Í dag vantar orku og efniviður er ekki nægur til að gera mannfólkið að ónytjungum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2025 | 12:15
Ríkisstjórnin hvetur til verðbólgu
Boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar munu ekki leiða til neins annars en verðbólgu og versandi atvinnuástands. Í algerri andstöðu við það sem boðað var fyrir kosningar. Jú skattahækkanir voru boðaðar en þá er verið að tala í andstööu við lækkun verðbólgu. Þetta tvennt fer aldrei saman.
Í gær var frétt þar sem formaður Eflingar segir satt að verðbólguhvetjandi laun bæjarstjóra, sem hækka tvisvar á ári, er forsendurbrestur þess að lækka verðbólgu. Hér á landi hélst verðbógla lág í mörg ár með því að frysta launahækkanir. Síðan komust kommúnistar að sem vældu um of lág laun miðað við vinnuframlag og verðbólga hefur verið stöðug síðan. Það skrýtna er að þrátt fyrir hærri laun er vandséð að vinnuframlagið sé nokkuð meira. Með öðrum orðum það var engin verðmætasköpun við hækkun launa þeirra.
Nú boðar ríkisstjórnin tvöföldun veiðileyfagjalda (+ hagnaðar af rekstri ef einhver verður eftir) og halda því fram að þetta sé í lagi. En það á sér engin verðmætasköpun stað svo það eina sem kemur í kassann er verri afkoma fyrirtækja, minni fjárfesting og færri störf. Allt liðir sem hækka verðbólgu. Hagfræðiskilningur stjórnarinnar er nákvæmlega enginn.
Minnumst þess að fiskideginum mikla var hætt vegna hás kostnaðar við eftirlit og öryggi. Það voru einmitt reglur frá Evrópu sem kröfðust þess og svo heldur þetta fólk að við höfum það svo miklu betraí ESB. Verðbólga í ESB er svo lág vegna þess hversu lítið er fjárfest þar og sum lönd jaðra við samdrátt.
Staðreyndin er sú að Ísland er hætt að standa undir launum ríkis- og sveitastjórna vegna þess að engin verðmætasköpun á sér stað. Við getum ekki hækkað laun stjórnenda tvisvar á ári án þess að auka verðmætasköpun og fjárfestingar í landinu. Hvers vegna eru þá verið að stefna á að minnka þær?
Að tala um leiðréttingu er enn heimskara og sýnir vel að þetta lið veit ekkert, nákvæmlega ekkert, um hagfræði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2025 | 11:02
Valdafórnir ríkisstjórnarinnar
Eftir sem atburðarásin í máli Ásthildar Lóu vindur fram virðist ljóst að henni var fórnað af ríkisstjórninni. Eitthvað sem kemur ekki á óvart frá Ingu Sæland sem hefur verið dugleg við að skipta fólki í og úr flokknum.
Svo lítur út fyrir að forsætisráðherra hafi lagt gildru fyrir Ásthildi og hún því miður fallið í hana. Að leka í hana að erindi hafi komið inn á borð er varðar hana án þess að gefa upp um hvað málið snýst er ákveðin gildra. Hvernig mun hún bregðast við? Því miður fyrir Ásthildi þá féll hún í gildruna og tók ákvörðun að fara framhjá stjórnsýslunni, og þar með var henni ekki sætt lengur í embætti.
Forsætisráðherra er samt engan veginn undan þegin bellibrögðum sínum og þarf að svara fyrir það af hverju var ekki farin leið stjórnsýslunnar, með það fyrir augum að fella málið niður eða halda fund og viðurkenna að málið sé ekki efni afsagnar.
Að fjölmiðlar hafi smjattað á þessu er annar handleggur enda risið mjög lágt á íslenskum fjölmiðlum þessi dægrin.
Enn og aftur þarf stjórnin að láta almenning vita að hún standi traust og samhuga sem frekar segir manni að þetta rétt hangi allt saman. Spurningin er frekar hversu langt er langlundargeð þjóðarinnar gagnvart svona lélegri ríkisstjórn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2025 | 22:11
Hvað er bakslag í loftlagsmálum?
Eitt furðulegasta viðtal sem ég hef lesið kom á visi.is. Þar segir formaður loftlagsráðs að hann finni til með Carbafix að hafa verið gert afturreka í Straumsvík. Að ríkisstarfsmaður skuli telja það missi að einkafyrirtæki fái ekki að taka brota brota brot af koltvísýringi í andraúmsloftinu til að sprauta ofan í jörðina. Löngum er nefnt hversu hættulegri skriffinnar ríkisins eru.
Þrátt fyrir að hafa misst af því að Indverjar hafa aldrei í sögunni notað meira af kolum á einu ári, sem þetta verkefni Carbafix nær ekki nema brota brot af aukningunni, þá heldur hann virkilega að loftslagið sé okkar að stjórna.
Blaðamaður spyr hann um bakslag í loftlagsmálum og hann svarar því játandi og telur sig hafin yfir náttúruöflin að gera hluti sem breyta þessu. Fyrir utan það að vera á kolröngum stað í heiminum til að minnka útblástur þá höfum við svo afar takmarkaða þekkingu á því hvernig náttúran tekst á við koltvísýring.
Sem betur fer var hætt við verkefnið og það ætti einnig að hætta við verkefnið í Hvalfirði. Jafnvel loka þessu á Hellisheiði.
Það er eins og allar leiðir sem hafa verið farnar til að draga úr útblæstri, minnka eldsneytisnotkun og betri umgengni um hluti sem vitað að eru mengandi hafi aldrei verið gerðar. Í svokölluðum loftlagsmálum er eins og allir tali um að þetta sé eins í London á sjötta áratug síðustu aldar. Hversu langt frá þeim stað eru vesturlönd í dag?
Ekki fleiri svona skítaverkni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2025 | 22:15
Þurfum ekki RÚV, Flokkur fólksins sér um dramað
Enn einu sinni sýnir það sig að RÚV er algerlega óþörf stofnun. Við höfum þingflokk sem getur séð um það og á aðeins þremur mánuðum sýnt meira drama en sýnt er á RÚV.
1. Að vera ekki stjórnmálasamtök en þiggja styrki. Neita að endurgreiða og fá síðan styrk sem var búið að neita þeim um eftir að hafa gengið frá skráningu. Samfylkingin er líka vel viðloðandi dramað og læðir ýmsu inn í skjóli annarra frétta.
2. Skamma skólastjóra með hótunum.
3. Þiggja biðlaun í 6 mánuði, kominn í annað starf og tala um það sem varasjóð fyrir fjölskylduna. Sumir eru bara 2 ár að vinna fyrir upphæðinni, hvað með þeirra fjölskyldur?
4. Ráðherra, fyrrverandi, fer heim til manneskju eftir að hún óskaði eftir fundi með forsætisráðherra. Dómgreindarleysið á hæsta stigi. Hefur ekkert að gera með hvað gerðist í fortíðinni en að halda að þú getir sem ráðherra bankað óumbeðinn upp hjá fólki, úps!
5. Eitt sagt fyrir kosningar, öðru lofað fyrir stólana og síðan jarma að hafa ekki skipt um skoðun. Trúverðugleiki í lágmarki.
Samkvæmt dramanu þá megum við búast við nýjum þætti eftir ca 2-3 vikur.
E.S. aukaleikararnir í hinum flokkunum gjamma frá sér allt vit og kannski eins gott því þá framkvæma þær minna á meðan.
![]() |
Sakar ráðuneyti Kristrúnar um brot á trúnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2025 | 13:38
Loftlagskrísu áróður fjármagnaður af ríkisstjórnum
Svo virðist sem að áróður um loftlagskrísu sé kominn til með fjármagni frá ríkisstjórnum sem síðan eiga að eyða enn meiri pening í breytingar á orkumálum.
Frétt frá Zerohedge fjallar um hvernig fyrirtækjagrúppa þar sem Bill Gates er í forsvari er að segja upp fólki í Bandaríkjunum og Evrópu. Aðal tilgangurinn er að finna nýjar lausnir í orkumálum en svo virðist sem að hliðarverkin hafi verið áróður enda féið sótt í ríkisstjórnir (mest í gegnum USAID). Bill Gates er þekktur fyrir að segja okkur að taka upp sólarsellur, vindmyllur, keyra um á rafbílum og borða pöddur (allt í anda WEF).
Ekki er hægt að lesa þetta öðruvísi en að ríkisstjórnir eigi að blása út áróðurinn en einnig fjármagna alla breytingar óháð því hvort rétt sé að fara þessa leið eða ekki. Það er ansi margt sem mælir á móti þessum leiðum sem loftlagsáróðurinn heldur uppi:
- Vindmyllur og sólarsellur eru óáreiðnarlegar og þurfa bakland til að tryggja stöðuga orku
- Rafhlöður í rafbíla þurfa mikið af jarðefnum til að búa þau til og setur mikið spurningamerki við náttúruvernd. Einfaldur reikningur sýnir að það er ekki nóg hráefni í heiminum til þess. Hvað þá að hægt sé að frameleiða nógu mikla orku á hagkvæman hátt.
- Að borða pöddur er ekki fyrir manninn til að lifa á en getur bjargað á ögurstundu.
Í raun er upplýsingaóreiðan með loftlagsmálin komin frá ríkum einstaklingum sem nýta sér ríkisstjórnir til að hagnast enn meir. Það stemmir einmitt að stjórnmálamenn seldu sál sína fyrir áróður til að gera ríkari enn ríkari og fátæka enn fátækari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2025 | 15:12
Að fá að vera memm í ESB
Utanríkisráðherra fer mikin þessa dagana og sér stjörnur yfir öllu sem Evrópuþjóðir gera og sér í lagi ESB. Nú vill hún senda bækling á landsmenn að safna mat ef ráðist væri á landi. Rökin eru að hinar norðurlandaþjóðirnar hafa verið að gera þetta (sic!).
Svandís Svavarsdóttir var nú aðeins jarðtengdari og vildi efla matvælaöryggi í landinu sem er mun mikilvægara skref þar sem við búum á eyju og ef ráðist er á landið þá rofna allir möguleikar á flutningum til landsins.
ESB sinnar eru svo yfirfullir af lofti og ójarðtengdir að engin erfitt er að eiga samtal við þá. Thomas Möller ritar grein á DV þar sem hann vill meina skort á umræðum um ESB aðild. Hans einhliða sjónarhorn sér bara heillandi kosti í hillingum án þess að minnast á einn þátt á móti. Þetta gera nefnilega ESB sinnar því þeir geta ekki rökrætt málin út frá kostum og göllum heldur sjá bara í hillingum alls konar kosti.
Tökum dæmi úr greininni:
"Meirihluti landsmanna er hlynntur fullri aðild samkvæmt nýlegri könnun Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna þannig að viðræður munu mjög líklega hefjast í kjölfarið."
- Síðan hvenær hefur skoðannankönnun ákveðið hvað þjóðin vilji gera?
"Helstu kostir aðildar fyrir fyrirtækin á Íslandi eru lægri vextir, aukinn stöðugleiki, aðgangur að styrkjum til nýsköpunar, auknar innviðafjárfestingar fjármagnaðar úr sjóðum ESB, aukin erlend fjárfesting og aukin tækifæri til útflutnings og samstarfs við evrópsk fyrirtæki."
- Það er ekkert öruggt um lægri vexti við það að ganga í ESB
- Er samdráttur á ESB svæðinu merki um aukinn stöðugleika?
- Aðgangur að styrkjum kemur ekki í veg fyrir að Ísland þarf að greiða í sjóði ESB
- Aukinn erlend fjárfesting er staðhæfing sem segir ekkert til að um hvað gerist
- Aukinn tækifæri til útflutnings, átti ekki EES aðildinn að sjá til þess?
- Samstarf við evrópsk fyrirtæki, hvað kemur í veg fyrir það í dag?
"auka samkeppni á banka- og tryggingamarkaði og skapa aukinn aga í hagstjórn og kjarasamningagerð þar sem möguleiki á gengisfellingu gjaldmiðilsins verður úr sögunni."
- Bankar og tryggingafélög hafa fullt leyfi til að koma í dag en hafa ekki áhuga. ESB aðild breytir engu þar um.
- Aukinn aga í hagstjórn þarf ekki ESB aðild til þess.
- Gengisfellingu gjaldmiðils vegna kjarasamninga, sé því sleppt eykst atvinnuleysi í staðinn.
"Ef einhver heldur að einangrunarhyggja sé svarið við þessum áskorunum, þá er mitt svar þvert á móti aukið alþjóðasamstarf sem leiðir til sterkari Evrópu"
- Er það ekki einangrun að festa sig við 450 miljóna markað í stað þess að opna á heiminn?
"Það vantar að mínu mati vandaða og faglega umræðu um ESB málin hér á landi hjá atvinnulífinu, launþegahreyfingunni, háskólasamfélaginu og almenningi."
Þessi lokaorð segja ansi mikið. Haft er uppi allskonar fullyrðingar er varað vexti og aukna samkeppni án innstæðu. Ekki er minnst orði á galla eða hvort að fullyrðingarnar eigi sér raunverulega stoðir.
Minnumst þess að það eru ekki fastir vextir í ESB. Að það sé samdráttur (mjög lítill hagvöxtur) á svæðinu. Ísland yrði jaðarríki í ESB og þau fara oftast verst út úr slíkum samböndum. Allir gjaldmiðlar sveiflast og evran er engin töfralausn, sé hún notuð er líklegra að atvinnuleysi aukist í landinu. Sjóðir verða ekki til af sjálfu sér og einhver þarf að greiða í þá.
Þótt sumir sjái evrópu sem allan heiminn þá er þessi heimshluti í mikilli kreppu sem eykst m.a. vegna öldrunnar. Fjárfestingar snúast um að geta framleitt og skilað af sér vöru. Þegar ekki má virkja til að framleiða orku þá er óljóst af hverju aðrir ættu að fjárfesta þegar orkuna skortir til að framleiða. ESB aðild hefur ekkert með það að gera ekkert frekar en að aga sig og sinna betur hagstjórnarmálum.
Væri ekki nær að draga sig frá þessu sósíalísku umhverfi og vinna eftir skynsömum lausnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2025 | 12:06
Evrópa ekki sjálfbær til framtíðar
Ég hef áður skrifað um að fólki fari fækkandi í heiminum þar sem fæðingatíðnin er of lág. Þetta á við um allan heiminn og hér má sjá fæðingatíðni Evrópu. Þar kemur bersýnilega í ljós að hún nær ekki yfir 1,5 nema í 10 löndum sem þýðir að fyrir hverja 2 sem deyja þá fæðast 3. Til að þjóðfélög séu sjálfbjarga þarf fæðingatíðnin að vera 2,1. Þeim löndum í heiminum fækkar óðfluga.
Afleiðingar þess hafa lítið verið ræddar við almenning. Þetta gerbreytir öllum vaxtamöguleikum landa til framtíðar og þýðir á einhverjum tímapunkti þarf að finna aðrar leiðir en hagvöxt til að reikna út framtíðarspár.
Lönd eins og Úkraína þar sem fæðingatíðnin er 1 þýðir alger stöðnun og vonlaust að halda fram að hagvöxtur geti bjargað landinu því færri vinnandi heldur hefur áhrif. Hvernig heimsálfan ætlar að stækka her sinn eða standa í mannfrekum hernaði er frekar óljóst til lengri framtíðar.
Líklega þess vegna vill enginn í Evrópu ræða þetta ekkert frekar en í Asíu sem er í enn verri málum. Bandaríkjamenn eru á svipuðu róli og Evrópa.
Ég spáði því að fólki í heiminum færi fækkandi upp úr 2035 en þetta virðist gerast á ógnarhraða og gæti orðið enn fyrr. Held það sé kominn tími á að fara opna almennilega umræður um þessi mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)