12.5.2021 | 16:47
Af hverju ekki nærri Víkingssvæðinu?
Þessi þráhyggja að það þurfi að slíta dalinn í sundur með riasamannvirki er fáránleg. Líkt og flest sem kemur frá borgarstjóra þá er ekkert umhverfisvænt að slíta sundur dalinn. Miklu nær væri að tengja þetta við Víkingsvæðið enda er það í göngufæri við báða skólana. Það er langbesti staðurinn án þess að rjúfa dalinn.
Miklu frekar ætti að gera enn meira úr því að hafa dalinn sem almenningsgarð, líkt og Kópavogur hefur gert sín meginn, og byggja ekki meira í dalnum heldur við jaðarinn. Úr Efstaleiti er alls ekki langt að ganga í sund við Víkingsvöll, tæki í mesta lagi 15 mín. og það á við um alla íbúa Fossvogsdalsins. Því spyr ég af hverju ekki að byggja við Víkingsvöll?
![]() |
Ætla að finna stað fyrir Fossvogslaug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2021 | 01:13
Göngugötu í Skeifuna
Það á að hætta þessari vitleysu með Laugaveginn og búa til göngugötu í Skeifunni. Hana á hvort eð er að endurnýja og svæðið er í raun frekar miðlægt miðað við byggð í Reykjavík. Aðrar borgir hafa fært miðbæ sinn með góðum árangri. Ávinningurinn er mikill og skilar betri borg.
- Ef rétt er byggt þe. lág byggð í suðri eru sólardagar allan ársins hring.
- Það er skjól frá Laugardalnum sem þýðir að það er alltaf heitara þarna
- Gatnakerfið er opið að svæðinu og 3ja km radíus nær mest af vogunu, hlíðunum og alveg yfir í Kópavog.
- Það er stutt í útivistasvæði í Laugardal, Elliðárdal og Fossvoginn.
- Það er meira rými og því auðveldara að hanna með tilliti til verslunar, veitinga og útisetu.
Laugavegurinn er dauður og framtíðin liggur í hafnarsvæðinu út á Granda. Viðurkenning á því er fyrsta skrefið í að hanna Reykjavík fyrir alla Reykvíkinga, ekki bara fáa vestan Kringlunnar.
![]() |
Eyþór: Groddaraleg aðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)