10.6.2025 | 12:05
Rokreitir til að kyrrsetja líf
Nú hefur bæjarstjórn Kópavogs samþykkt deiliskipulag fyrir Fannborgarreit þar sem reisa á 5 hæða hús og hærri. Með því segjast þeir vera styrkja miðbæ Kópavogs. Þeim er sama vorkunn og Reykjavíkurborg að halda að styrkja svæði felist í að byggja sem mest með hellulögnum sé svo eftirsóknavert.
Hins vegar er þetta allt opið í norðan og vestan átt sem þýðir að þarna verður alltaf rok, svipað og með sólartorg í Reykjavík. Kalt steypt í mót þar sem fólk lætur varla sjá sig. Hvernig pólitíkusar stinga hausnum alltaf í sandinn er mér borin von að skilja en þeim er allskoatar hæft að læra af mistökum hvers annars. Frekar að gera meira af því sem hinn gerði og halda að það fáist önnur niðurstaða.
Þetta skipulag öskrar á mistök. Eins áður segir opið fyrir vindi, líklega fá bílastæði og umferðin á að fara hvert. Nóg er nú fyrir þarna en samt á að auka umferðina.
Til að efla líf þarf að vera aðstaða fyrir atburði og það nægir ekki einn tónleikasalur. Það þarf líka að bjóða upp á hið hráa t.d. rokktónleika. Reykjavíkurborg hefur ýtt öllu svoleiðis í burtu og í dag er örfáir staðir sem bjóða upp á lifandi tónlist. Það sýnir sig líka að fæstir vilja hafa háværa viðburði í bakgarðinum og nægir þar að nefna kvartanir fólks í 101.
Tölum nú ekki um stafrænar afþreyingar sem veldur því að enn minni ástæða er til að fara út.
Pólitíkusar þurfa að fara að læra, taka eftir því sem fólk segir og hætta að halda að þeir viti betur en almenningur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2025 | 11:59
Forsætisráðherra fer með fleipur
Hún reynir að afvegaleiða málið með að segja þetta hafi verið upplýsingar en því miður þá má Víðir ekkert gefa upplýsngar um þetta mál. Svona fleipur af forsætisráðherra er óviðeigandi og algerlega rotið að nota þetta.
Hins vegar var svo sem ekki við öðru að búast að hún styddi samherja sinn í að bregðast í störfum sínum. Henni finnst ekki tiltökumál að framkvæma allt annað en sagt var í kosningabaráttunni. Segi það enn einu sinni tækifærissinnar eiga ekki að stjórna.
Það er engin spurning Víðir braut lög og ber að víkja úr nefndinni, helst af alþingi líka. Hefur greinilega ekkert fram að færa nema kerfislega vitlaysu.
![]() |
Kristrún: Stór orð látin falla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.6.2025 | 21:52
Slökkva þingmenn á skynseminni eftir kosningar?
Þetta er alveg rétt hjá Guðrúnu að afskipti Víðis eru óeðlileg eða rétta sagt lögbrot. Það er ekki alþingis að sinna framkvæmdavaldi eins og Víðir er að gera. Þannig er ég ósammála Guðrúnu að alþingi eigi aðeins að veita ríkisborgararétt með undantekningum. Hið rétta er að alþingi á ekkert að koma nálægt því.
Sagan sýnir okkur að þetta hefur verið ítrekað misnotað og háværa liðið í fjölmiðlum með tilfinningaklámið fengið fáránlega hluti í gegn. Staða þessa drengs er vond en það er fullt af öðrum börnum í Kólimbíu sem hefur það einnig vont. Er ekki viðbúið að við fáum holskeflu af ungum drengjum frá Kólimbíu næstu árin?
Allir eru búnir að gleyma þegar albanísk fjölskylda fékk landvistaleyfi út á grátkór háværa liðsins. Eftir það kom holskefla af Albönum og það þurfti sérlög til að skrúfa fyrir þetta. Endurtekning á lélegum stjórnvaldsaðgerðum virðist vera vaninn hjá þingmönnum á þessari öld. Framkvæmt án allrar hugsunar og skynsemin látin róa. Svo þegar allt er komið í óefni þá ber enginn ábyrgð.
Það er ekki bara Víðir sem hefur slökkt á skynseminni svo virðist sem flestir stjórnarliðar vita ekki hvað orðið þýðir og getir haga sér eins þeim listir. Þótt skoðannakannanir sýni fylgi þá er það ekki þjóðin sem stjórnarliðar leyfa sér að taka í óæðriendann með tilþrifum.
![]() |
Guðrún: Afskipti Víðis óeðlileg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)