Að gera það sama og vonast eftir öðrum árangri

Þessi fyrirsögn á best við um aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar á stofnstærð fiska á Íslandsmiðum. Í rúm 50 ár hefur verið notast við sömu grunnaðferðina við að meta stofnstærð. Smávægislegar breytingar hafa verið gerðar og stærstu 2001 eða fyrir 20 árum síðan.

Að halda því fram að önnur niðurstaða fáist með að notast við sömu aðferðafræði, án þess að endurskoða og betrum bæta aðferðina, gengur hreinlega ekki upp. Það er ekki í anda vísindalegrar nálgunar.

Það eru flottir vísindamenn sem vinna við stofnunina og skrifar góðar greinar. Því miður rata þær ekkert nálægt aðferðafræðinni og því verða engar breytingar.

Næstu 50 árin veiðum við þetta 200 - 300 þús. tonn á ári, vegna óbreyttrar aðferðafræði.

 


mbl.is Töluverð frávik í mati Hafró – þorskstofninn minni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband