31.7.2023 | 23:04
Þversagnir umhverfissinna um kolefnisjöfnun
Umhverfissinnar vilja minnka kolefnisspor og sjá einu leiðina til þess sé að minnka notkun á jarðeldsneyti. Þeir sem vilja ganga lengra vilja að fólk hætti að borða kjöt og þá líklega hætta að rækta dýr.
Rakst á frétt á visi.is um olíuleit Breta. Þar hefur Sunak staðið fyrir aukinni olíuleit í norðursjó. Með því vill að minnka kolefnisspor Breta. Umhverfissinar mótmæla og telja að hann hafi rangt fyrir sér.
Lítum nánar á málið:
- Með því að flytja ekki olíu þvert yfir hnöttinn hlýtur að sparast kolefnisspor því að sama notkun á eldsneyti þá bætist við flutningur.
- Svokallaðir endurnýjanlegir orkuvinnslr í vindmyllum og sólarsellum þýðir mikinn flutning á efni þvert yfir hnöttinn. Fyrir utan framleiðsluna sem notar mikið jarðeildsneyti, líklega mest í kolum.
- Þegar allt tekið saman þá hefur Sunak líklega rétt fyrir sér þótt ekki séu sýndir neinir útreikningar. Því má heldur ekki gleyma að jarðnæði í Bretlandi er takmarkað fyrir magn vindmylla sem eiga að veita orku til notenda.
Umhverfissinnar vilja ekki hlusta á önnur rök en hætta notkun jarðeildsneytis. Þeim er sama þótt gas sé nú flutt með stærra kolefnisspori en áður þekkist til Evrópu. Rökin eru of einhæf og þröngsýn hjá umhverfissinum til að ganga upp.
Við þurfum víðsýni til að ganga fram á við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2023 | 21:19
Fréttastofa Rúv í hitahelvíti
Í kvöld var ég gestur þar sem settar voru á fréttir Rúv og fyrsta frétt var hitinn í heiminum í dag sem á víst að vera á leið til heljar skv. Rúv. Fréttin stóð í um 7 mínútur. Veit ekki hvort það var 6 mínútur og 66 sekúndur en það hefði verið viðeigandi með undirspili frá Iron Maiden - Number of the beast.
Endist nú ekki fréttina að hlusta á þvæluna en inntakið var svipað og í viðtengdri frétt nema það þurfti hressilega að bæta í dramað. Hjörleifur Guttormsson væri hæstánægður með þessa frétt enda skrifaði hann á svipuðum nótum í Morgunblaðinu í dag.
Skrýtið samt að þetta fólk virðist ekki vita að fleiri deyja úr kulda en hita. Að met verður sett í ár brennslu kola í heiminum. Fyrir hverja þessi boðskapur um hlýnun á að ná til er vandfundið því meirihluti jarðarbúa hlustar ekkert á þetta. Af hverju heyrist ekkert í þessu fólki þegar kuldaköstin standa yfir?
Hver er þá tilgangurinn með þessu? Að draga Evrópu niður í enn meira samdrátt? Að allir í heiminum hafi það jafnskítt og sérvaldir lifi lúxuslífi?
Það er ekkert mark takandi á þessum spádómum.
E.S. Vitið til að Bandaríkin og Evrópa eru að fara inn í samdráttartímabil. Til að komast út úr því verður að nota jarðeldsneyti. Þá skiptir hlýnunin engu máli því redda þarf lúxulífi fárra.
Júlí heitasti mánuðurinn og hlýrri mánuðir framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2023 | 15:43
Reykjavíkurborg afsakar lélegt skipulag
Hvaða snillingi datt í hug að gera breytingar á sorphirðu rétt fyrir sumarfrí? Það gefur auga leið að það skapast vandræðaástand, eins og sést vel á myndunum sem fylgja fréttinni.
Til að mynda má ekki setja ál lengur í almennt sorp og það á að fara með það á grenndarstöðvar og hvað bíður þín þar? Enginn gámur fyrir álið og hvað á þá að gera við álið?
Ekki nóg með að við eyðum miljónum í að flokka sorp, meiri keyrslu við að sækja, þá er ekki einu sinni hægt að skipuleggja breytinguna á vitrænan hátt.
Grenndargámar borgarinnar stútfullir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.7.2023 | 22:18
Vita sérfræðingar alltaf betur um loftlagsmál?
Samkvæmt fréttinni þá segja sérfræðingar og fullyrða einnig um hitann og hvað getur gerst í framtíðini. Meira segja veðurfræðingur segir okkur eitthvað. Vandamálið er hverjir eru þessir aðilar? Af hverju eru þeir ekki nafngreindir?
Hvar voru þessir sérfræðingar í vetur þegar komu tveir langir kuldakaflar? Hvaða afleiðingar geta þeir haft í framtíðinni.
Sem betur fer eru blaðamenn (þýðendur) hættir að nota vísindamenn, því varla liggja rosa mikil vísindi á bakvið það að segja hversu heitt er á ákveðnum svæðum. Sá veðurkort fyrir Evrópu í kvöld og það var ekkert óvenjulegt í kortunum.
Hvaðan kemur þessi bábilja að vísindamenn, sérfræðingar eða veðurfræðingar geti sagt okkur til um hvað gerist í framtíðinni? Veðurfræðingar geta ekki sagt okkur hvernig veðrið veður eftir þrjá daga nema með ca 70% nákvæmni. Það er engin leið að trúa svona þýðendabulli og halda því fram að þetta sé frétt. Nær væri að segja að þetta sé skáldskapur byggður á tölum úr hitamælum sem segja okkur jafnmikið um atburði líkt og sjónvarpsþættirnir Vikings um vídinga.
Alveg með ólíkindum að fólk lepji þetta upp sem staðreynd. Jú vissulega er heitt en það gerist á hverju ári, bara mismunandi á hvaða svæði.
Að skattleggja í nafni loftlagsmála er mesta svind síðan aflátsbréfin voru allsráðandi.
Heljarinnar hiti í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)