30.7.2024 | 12:15
Mega ríkisstarfsmenn ekki segja sannleikann?
Þetta svar ríkissaksóknara er nú frekar þunnt og segir frekar að ríkisstarfsmenn eigi að þegja og láta allt yfir sig ganga. Hver getur síðan veitt ríkissaksóknara áminningu um að vernda ekki betur starfsmenn sína?
Auðvitað er svona málatilbúningur út í hött og ekkert sem bannar Helga að tjá sig svona. Hann einungis vitnar í staðreyndir og kemur þeim til skila. Ætlast Sigríður til að svona staðreyndir komi einungis í fréttatilkynningum sem hún sleppir auðvitað að senda út.
Nú er orðið ljóst að hér er ekki verið að hugsa um hag Íslendinga né starfsmanna á vegum þjóðarinnar.
Þeim beri að hlýða kalli þagnarinnar og múlbindingu vanhæfninnar.
Segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.7.2024 | 21:38
Draumsýn ESB sinna um vaxtastig og styrki
Hin sífellda mantra ESB sinna um að vaxtastig muni lækka við það að vera í ESB virðist engan endi taka. Þrátt fyrir að sífellt sé þeim svarað af raunsæi um að vaxtastig í ESB er ekki meitlað í stein og er mismunandi milli landa.
Nýjasta mantran er styrktarkerfið. Tveir miklir ESB sinnar vildu meina að Ísland hefði getað notað styrktarkeri ESB varðandi hamfarir í Grindavík. Einhverra hluta vegna fylgdi ekki af hverju ESB væri ekki alltaf að gefa styrki þegar hamfarir eiga sér stað heldur láta löndin um þetta sjálf. Það nýjasta sem ég hef heyrt er að við værum með betra gatnakerfi ef við værum í ESB því við gætum sótt um styrk þangað. Ekki fylgdi sögunni að venjulega er styrktarkerfi hugsað tímabundið eða einstaka atburður en ekki til framtíðar.
Það vill nefnilega svo til að innganga í ESB er ekki bara viðskiptasamband og það er ekki tímabundið. Hugsunin með innlimun er að langtímasamband þar sem miðlægt er unnið út frá stærsta hagkerfinu. Í raunveruleikanum þýðir það að blóðmjólka útjaðrana í miðlægu kerfi. Eitthvað sem olli hruni Sovétríkjanna var einmitt þessi vandi og ESB stefnir hraðbyrði á að endurtaka þann leik.
Að halda því fram að við högnumst á að ganga í ESB er draumsýn sem stenst ekki raunveruleikann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2024 | 10:38
Fjárlög skili hagnaði lækkar verðbólgu
Verðbólgan lækkar ekkert nema að gerð séu fjárlög sem skila hagnaði. Núverandi fjármálaráðherra er ekki vís til þess enda verulega duglegur að skrifa upp á allskonar plögg um að eyða nógu miklu.
Þessi endalausi fjáraustur ríkisins og ríkisstjórna evrópu (kaupum mest af vörum þaðan) viðheldur verðbólgu og vaxtastigið hjálpar ekki neitt. Lítur út fyrir að vaxtastigið haldi frekar uppi verðbólgu heldur en hitt.
Hvar þessi spenna er sem hagfræðingar tala um er ekkert sem hinn almenni launamaður finnur eða sér. Eina sem launamaðurinn finnur er að það er verið að þurrausa sjóði hans sem sést vel á færri farþegum í flugi, minna kaypt af vörum o.s.frv.
Réttara er að öll einkenni samdráttar eru hafin en allir hagvísar mæla það ekki endilega strax. Þess vegna virkar illa þetta samband vaxtastigs og verðbólgu. Ekki bætir úr skák hér á landi verðtryggðu lánin enda löngum verið sýnt fram á að mælingar ná þessu seinna út af verðbættum lánum. Hef svo sem engar tölur en sögulega séð þá virðist þetta samband vaxtastigs og verðbólgu alltaf vera vel eftir á í mælingum.
Um að gera að halda uppi vaxtastiginu og þurrausa sjóði almennings. Skoðið bara olíuverð - það hefur lækkað en olíuverð á Íslandi hreyfist ekki. Getur verið að hátt vaxtastig hafi þar einhver áhrif?
Verðbólga eykst umfram spár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2024 | 23:03
Að blekkja sjálfan sig með kolefnisjöfnun
Kolefnisjöfnun er fyrirbæri sem gengur aldrei upp hvernig sem litið er á málið. Einstaklingur segist kolefnisjafna sig, td. eftir flugferð, með því að planta tré. Málið er bara að það tekur tugi ára að ná þessum kolefnisjöfnun og hvað þá með allt hitt sem einstaklingurinn gerir?
Fólk er fyrst og fremst að blekkja sjálft sig og telja sér trú um að það sé að gera góða hluti. Sá sem selur þetta er auðvitað hæstánægður að fá pening, plantar trjám og þegar svæðið er fullt að afhenda það öðrum. Frekar auðveldur peningur það.
Fyrir utan vitleysuna að þurfa að kolefnisjafna sig þá er aldrei nægt landsvæði til að gera koma á jafnvægi í því sem fólk framkvæmir. Syndaaflausnin er því ekki einu sinni tölunnar á skjánum virði.
Að sveitafélög í landinu skuli vera að elta svona vitleysu sýnir ábyrgðarleysi sveitastjórnarmanna. Þeir virðast meira elta tískufyrirbrygði, skjótan gróða en að framkvæma af ábyrgð til framtíðar. Nákvæmlega það sama og kolefnisjöfnun er.
Fá 5% af sölu kolefniseininga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2024 | 22:05
Ásökuð um heiðarlegan rasisma af meintum heiðarlegum fasista
Ég get ekki sagt beinum orðum að Bragi Páll sé fasisti en hins vegar ef skoðuð eru gömul ummæli hans af Rúv þá vildi hann banna stjórnmálaflokk og fannst það voða sniðugt. Það er einmitt háttur fasista svo ég get alveg sagt að hann sé meintur heiðarlegur fasisti, ekki satt?
Hvers vegna að kenna manneskju við rasisma sem vill breyta úthlutun hjá sér er stórfurðulegt. Enn furðulegra er að einhver fjölmiðill skuli birta svona vitleysu. Eina sem konan segir er að það hafa skapast vandræði við úthlutun og þeim finnist betra að breyta kerfinu. Að það skuli vera kennt við rasisma er bara hreinlega sagt fávitaháttur.
Bragi Páll líkar greinilega vel við vinskapinn af fólki sem deilir með honum að banna hitt og þetta. Fá allt upp í hendurnar án þess að leggja neitt á móti. Já líkur sækir líkan heim.
Er kannski möguleiki á að ræða þessi mál án þess að vera með upphrópanir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2024 | 10:56
Ráðherraskipaðir sjálfgefnir sérfræðingar án útboðs
Einn sjálfskipaður sérfræðingur fékk 17 miljónir í aukastarfi að vinna skýrslu um stöðu drengja í námi (sjá hér). Á fréttinni má samt einnig skilja hneykslan að það hafi verið karlmaður, sem er allt annað mál.
Hins vegar er athyglisvert að hægt er að skipa svona sérfræðinga af ráðherrum til að gera skýrslur eða sitja í nefndum en þá þarf ekkert útboð. Vegakerfið blæðir all hressilega en þar er ekkert hægt að hreyfa sig nema sé haldið útboð. Hvers vegna eru ekki haldin útboð þegar þessir sérfræðingar eru ráðnir? Þó ekki nema til aðhalds því þekkt er að séu til nefndir sem fari langt yfir sinn skipunartíma (Flugvallanefndin sem dæmi).
Hér er ansi stór brotalöm (spillingafnykur eins og margir nefna það) á ferðinni. Ráðuneyti eyða eins og enginn sé morgundagurinn, án útboðs og án takmarkana, fólk sem á að skila einhverju. Í þessu dæmi var skýrslan kynnt með pompi og prakt án þess að almenningur hefði möguleika á að segja skoðun sína.
Ég er alveg viss um að fullt að fólki hefði getað gert þessa skýrslu fyrir minni pening og á skemmri tíma en auðvitað þurfa ráðherrar að sjá um sína.
Hér er gott dæmi um hvar ríkið getur sparað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2024 | 22:17
Frábær árangur hjá Fiskikónginum
Það er sannarlega hægt að gleðjast með fiskikónginum fyrir þennan árangur. Þekki manninn ekki neitt og aldrei verslað við hann. Elska það samt að hann þorir að segja starfsfólki að nenni það ekki að vinna vertu þá annarsstaðar. Verkalýðsforustan má taka það til sín að þeir ýta of mikið undir veikindadaga sem eiga engan rétt á sér. Heiðarlegir eigendur mega vel segja sína skoðun.
Veit það er margt slúður til um þennan mann en það skiptir mig engu. Hann hefur svo sannarlega unnið fyrir þessu hagnaði og buið til flott fyrirtæki.
Það væri óskandi að væru til fleiri svona eigendur fyrirtækja sem með duganði vinna að flottum fyrirtækjum sem skila góðum hagnaði. Fólk heldur að fiskfyrirtæki skili svo miklu en það breytir engu um að þetta er heljarinnar vinna.
Að lokum segi ég að það er ekki í minni leið að versla við hann en get vel samgleðst honum.
Fiskikóngurinn skilar 110 milljóna hagnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2024 | 11:37
Hafa rafbílar tæknilega yfirburði yfir eldsneytisbíl
Rakst á skoðunargrein á visi.is þar sem Sigurður Ingi Friðleifsson staðhæfir um tæknilega yfirburði rafbíla. Taka verður fram að hann er starfsmaður orkustofnunar sem án efa litar skoðanir hans. Ég er ekki sammála honum og finnst hann fara frekar grunnt í sínar rökfærslur sem oft eru réttlæting. Skoðum þetta út frá hans hlið.
1. Orkunýting
Hann vill meina að það sé betri orkunýting við notkun rafbíls á þann hátt að hann þurfi minni orku til að fara sömu vegalengd, þurfi þriðjung eða fjórðung minni orku (hvort er það?). Nefnir einnig að rafbílar noti frumorku og nefnir kjarorku. Einnig fer hann ekkert út í framleiðslu á rafhlöðum þe. hvernig þær eru unnar með mengun jarðvegs eða framleiddar með eldsneyti. Orkunýting á keyrðan kílómeter getur verið betri en rafmagnið þarf að vera til staðar til að hlaða bílinn hvort sem bílinn er hlaðinn þar eða annarsstaðar, það er orkusóun á framleiddu rafmagni þegar það er ekki notað. Þeirri orkusóun hefur engin vilja svara. Hann endar þennan lið á orðum globalisata: "Þetta þýðir að þjóðir heims hafa jafnari möguleika í framtíðinni á að knýja eigin samgöngur í stað einokunarstöðu örfárra olíuframleiðsluríkja í dag." Sem sagt við eigum sjálf að geta framleitt rafhlöðurnar?
Vandséð að orkunýting sé í raun nokkuð betri þegar allt er talið til.
2. Minna viðhald
Jú vélarlega er minna viðhald en ef rafhlaðan skemmist þá er ansi dýrt að gera við, ólíkt eldsneytisbíl sem skiptir um hlut. Hann fer ekkert út í viðhald dekkja en þar sem rafbíll er þyngri þá slítur hann líka dekkjum hraðar, og einnig götum.
3. Hröðun
Til hvers þurufm við meiri hröðun þegar óttaslegnir sveitastjórnafulltrúar hugsa ekki um annað en að minnka hraða á götunum. Hvað með öryggi þeirra sem eru ekki að keyra?
4. Mengun
Er að fjalla um mengun vegna útblásturs en lætur mengun af dekkjum og sliti gatna alveg vera. Vill meina að útblástur sé svo hættulegur en er það raunin í dag með nýja bíla. Veit ekki betur en sett hafa verið allskonar sýjur og fleira sem draga úr mengun útblástur.
5. Kolefnislaus akstur
Eitthvað sem skiptir engu máli (enda bullvísindi) en þarna skautar hann enn framhjá framleiðslu og hvernig orkan verður til í löndum. Vill meina að sólar- og vindorka séu lausar við kolefnisspor sem er langt frá sannleikanum.
6. Minni hávaði
Það heyrist minna í rafbíl en alveg jafn mikið í dekkjunum. Frekar einföld rök enda nýrri bílar frekar hljóðlátari en áður.
7. Innanrýmishitun
Hvernig það minnkar orkunotkun að þurfa skafa bílinn á veturnar eru frekar lítilvæg rök. Leiðindaverk en það tekur rafmagn frá rafbílnum að gera þetta og í nýrri bílum er flestar rúður rafhitaðar svo þetta fer flótt innan frá með lítilli eldsneytisnotkun ef gert er ráð fyrir að skafað sé að utan. Rýmra um farþega - hvað kemur það orkunotkun við?
8. Heimahleðsla
Hvað kemur það orkunýtingu við. Hann er að lýsa þarna þægindum sem eiga sér stað heima og við vinnu en ekki á langferðum. Fyrir utan það að flestir fylla bíla sína 1x - 2x í mánuði og það er verla svo langar ferðir til þess. Smá óþægindi skaða engan.
9. Orkugeymsla
Hann vill meina að rafbílar geti verið orkugeymsla t.d. í óveðrum. Hvað ef orkuskorturinn er til lengri tíma t.d. viku. Nægir sú orka frá rafbílum sem geymsla? Ekki einu sinni vísindaskáldsögur láta sér detta svona þvæla í hug.
10. Sjálfkeyrandi bílar
Enn fastur í vísindaskáldskap en þegar þær eru skoðaðar þá sést að sjálfkeyrandi fer bara beint frá A-B enda ekki enn fundin leið fyrir óreglulega hluti sem eiga sér stað (ef það finnst nokkurn tímann).
Í lokin tekur hann svo saman að rafbílar séu að aukast og þeir séu framtíðin.
Hann sleppir alveg að taka saman framleiðslu rafhlaðna til að keyra bílana enda verið reiknað út að við eigum ekki nóg hráefni í heiminum til að skipta algerlega yfir í rafbíla. Rafbílar geta verið valkostur í borgum en út fyrir það er erfitt að sjá rökin fyrir almennri notkun t.d. upp á háldendi Íslands. Viðkvæm náttúra má ekki við meiri þyngd bíla. Við núverandi framleiðslu rafbíla þá eru þeir þyngri og slíta götum hraðar. Þarf þá ekki að fá malbik sem þarf olíu?
Nei rafbílar eru ekki framtíðin og bæta ekki orkunotkun heimsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2024 | 10:51
Fyrsta lýsing á umhverfisáhrifum vindmylluorkuvers
Það var kominn tími til að eitthvað rataði í fjölmiðla um hver áhrif vindmyllur hafi á umhverfið. Lesturinn er ekki fagur og margt sem segir að betra sé heima setið. Rýnum nánar í textann:
1. Það er staðhæft að orkuverið skili 209 MW af rafmagni en ekkert nánar farið út hvort það sé stöðugt eða tilfallandi. Samanber að vatnveituorkuver skilar í fullri orku en minna þegar vatnsbúskapur gengur verr.
2. Sjónmengun er ekki talin vandamál en ætti ekki eitthvað sem skagar 200 metra upp í loft að sjást víða. Líklega mun þetta sjást úr Hrútafirði. Auk þess eiga að vera ljós ofan á hverri vindmyllu og 29 ljós sjást ansi víða í myrkri.
3. Á 47 hekturum á að leggja 16 km af vegum og strengi í jörðu. Sem þýðir að jarðvegurinn verður ekki nýttur í annað eftir að orkuverið er lagt niður. Segir meira segja í textanum að ljóst er að jarðvegur utan virkjuninnar muni einnig bera þess bætur vegna raforkustrengja. Flæði vatns gæti breyst á svæði virkjuninnar. Talað er um að færa þyrfti búsvæði álfta án þess að tekið sé fram hver á að borga það.
4. Telja þeir að fuglar muni ekki lenda í spöðum og tala um 0,39 áflug sem segir leikmanni nákvæmlega ekki neitt.
5. Hljóðmengun á ekki að vera vandamál nema fyrir Sólheima sem leggja til jörðina. Furðuleg staðhæfing þar sem hljóð getur barist langar vegalengdir, sér í lagi þegar engar fyrirstöður eru vegna fjalla.
6. Ekki orð um hvort hægt sé að endurheimta jörðina eftir notkun vindorkugarðsins eða hver eigi að borga niðurrif. Þar sem þetta er í einkaeigu hver á þá að borga uppsetningu raflína inn á kerfi landsins.
Mér finnst þetta ekki fögur lesning og alveg ótrúlegt að umhverfissinnar skuli láta svona óskapnað sér í léttu rúmi liggja. Staðfesting á eyðileggingu lands er ótrúlega mikil og miklu meiri heldur en af vatnsaflsvirkjun.
Er ekki kominn tími til að vakna!
Blöðin teygja sig 200 metra upp í loft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)