24.8.2024 | 00:19
Verður staðið við samgöngusáttmálann?
Líklegasta svarið er bara alls ekki. Minnumst þess að fyrir 5 árum var skrifað undir plagg voru skráð 17 atriði þar sem talað var um umferð og borgarlínu. Af þeim áttu 10 að ljúka 2024. Efndirnar hafa verið 3 lokið og einn í vinnslu sem klárast á næsta ári.
Fyrir það fyrsta þá er enginn peningur til fyrir þessu og forgangsröðunin er röng (fengu skammir fyrir það). Af þessum 10 atriðum sem áttu að ljúka 2024 þá voru 3 tengd borgarlínu en það hefur nákvæmlega ekkert gerst þar. Hvernig ætli efndir verði við þetta samkomulag?
Flestir formenn lofa samkomulagið enda flestir formenn vilhallir að hækka endalaust skatta (það eru jú tekjur, ekki satt?). Af þessum formönnum þá talar enginn um endurbætur á strætókerfinu. Borgarlínuhugmyndin á að hafa leyst málið sem er bara kolrangt.
Hvernig væri að endurskipuleggja strætókerfið alveg frá grunni sem miðar að höfuðborgasvæðið sé eitt svæði þar sem miðdepilinn er nærri Smáralind. Þá loks væri hægt að tala um eitthvað kerfi sem myndi skila árangri. Önnur leið er að gera hringkerfi og miða við hraðbrautir en sleppa að fara of mikið inn á þrengri svæði. Minni vagnar myndu sjá um það. Við hraðbrautir væri hægt að nota stærri vagna. Alltof oft sé ég stóra vagna keyra inn í hverfi og þeir kannski fyllast 1x á ári en þeim mun oftar kannski með 20% nýtingu. Hvernig væri að nota peningin til að breyta samsetningu flotans til samræmis við notkun?
Að lokum hvernig væri að troða því úr hausnum á sér að notendur strætó hafi svo rosalegan áhuga á að fara í 101 Reykjavík. Þessi áhugi er bara alls ekki til staðar og því mun strætókerfið aldrei ná góðri skilvirkni meðan sú hugmynd ræður öllu.
Þetta segja forystumenn í flokkunum um sáttmálann: | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2024 | 16:41
Fjáraustur fáránleikans með borgarlínu
Nú þegar borgarlínuverkefnið hefur ekki klárað einn hluta né komið neinu afgerandi af stað í þessu verkefni þá hefur verkifnið samt tvöfaldast í áætlunum. Hvernig er hægt að réttlæta svona vitleysu? Ekki með brosi á við lítið borð heldur með því að framkvæma eitthvað að viti.
Almenningssamgöngur á höfuðborgasvæðinu batna nákvæmlega ekkert við borgarlínu. Enn verður sömu vandræði að komast úr úthverfum og gáfnaljósin brosandi vita ekkert hvernig á að leysa það mál.
Bent hefur verið á þá lausn að nota forgangskerfi sem myndi spara örugglega helming af þessari upphæð. Nei það má ekki ræða því hugmyndin kom ekki frá brosandi gáfnaljósum. Önnur leið sem myndi styrkja kerfið er að búa til hringkerfi og nota hraðbrautirnar tvær í vestri og eystri hluta til að mynda hringinn. Gæti síðan farið upp Breiðholtsbraut til að ná stærra svæði. Allt annað yrðu úthverfi, þe. fólk tæki annan vagn, sem kemur fólki nærri heimilum þess. Þannig gæti svokölluð borgarlína virkað en nei gáfnaljósin brosandi sjá ekki lengra en myndavélin.
Til að bæta enn betur úr skömminni þá á auðvitað að láta ríkið greiða megnið af kostnaðinum og þá fær 1/3 landsmanna að borga fyrir eitthvað sem það notar líklega aldrei, og gáfnaljósin brosandi gleðjast enn meir. Þvílík sóun á skattféi er erfitt að finna.
Umferðagjöld lögð á eftir fimm ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2024 | 00:09
Að berjast við niðrandi fátækt í boði stjórnvalda
Óeirðirnar á Manchestersvæðinu eru mikið tengdar fréttum um innflytjendur enda virðast margir mótmæla því. Mér verður samt hugsað til mótmæla sem áttu sér stað í Los Angeles 1992. Þær byrjuðu með dauða manns af völdum lögreglu og í kjölfarið fylgdu óeirðir í marga daga.
Þessar óeirðir byrja einmitt með morðum á saklausum börnum þar sem fylgt er eftir með óánægju með innflytjendur.
Það sem þessi mótmæli eiga sameiginlegt er að mikil fátækt er á svæðinu og ákveðinn hópur finnst hann illa leikinn af stjórnvöldum. Fólk sem lifir við sult og sára neyð án þess að fá almennilega aðstoð. Síðan er hægt að taka inn fólk í landið, borga húsnæði og mat og jafnvel vasapening. Þetta fólk, sem kallað er hælisleitendur, hefur það á vissan hátt betra en íbúar landsins vegna þess að það fær meiri aðstoð.
Óánægjan snýst einmitt um af hverju fær þetta fólk svona mikla aðstoð en við látin út undan með litla og lélega aðstoð, jafnvel þrátt fyrir að vera í vinnu og borga skatta sem hælisleitendur gera ekki.
Það er ekki hægt að réttlæta ofbeldi en af hverju vilja fjölmiðlar ekki fjalla um þennan vinkil á málinu. Er það vegna þess að það sýnir alþjóðahyggjan fer illa með fólk? Er það vegna þess að stjórnvöld mega ekki líta illa út?
Hver svo sem ástæðan er þá hefur lítið skánað í Los Aangeles, eiginlega versnað til muna, og fólk flýr svæðið ef það getur. Það sama mun gerast á Englandi ef ekki verður tekið á þessu vandamáli.
Vandamálinu að sinna fólkinu sem borgar skattana en finnst því afskipt vegna lélegra aðstoðar við sín mál.
Alþjðoðahyggja mun aldrei sinna slíku.
378 óeirðarseggir handteknir í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)