Gervigreind og rafbílar eru ósjálfbærir gagnvart orku

Þetta megin vandamál gervigreindar og rafbíla fær enga umræðu. Af stærstum hluta vegna orðræðunnar að þessir hlutir séu framtíðin. Þar sem þessir hlutir eru ósjálfbærir á orku þá setur það framtíð þeirra sem framtíðarlausn í hættu. Líkt og oft í orðræðum þá skortir langtíma framtíðarsýn en skammtímalausnir yfirtaka plássið.

Þegar orðræðan nær til lengri tíma þá springur bólan um gervigreind og líklegast vegna skort á orku. Það hefur borið á þeirri umræðu varðandi rafbíla en minna um efnisskortinn við að framleiðs bílana.

Viðskiptabólur eiga það sameiginlegt að hljómar allt voða fagurt og leysir öll mál þangað til málin eru skoðuð til lengri framtíðar.

Því miður er orðræðan ekki enn kominn til lengri framtíðar um þessi tvo hluti.

 

 


Vandamál ríkisstjórnarinnar er sama og vandamál gervigreindar

Það er búið að lofa upp í rjáfur alls konar lausnum sem engin leið er að standa við eða einfaldlega geta ekki veitt þá lausn sem lofað er.

Kjarnavandamál ríkisstjórnarinnar er loforðið um lægri vexti og lægri verðbólgu. Hins vegar eru framkvæmdar í öfuga átt og því engin leið að efna loforðið.

Með gervigreindina þá á að leysa öll störf í heiminum, nema þrjú sagði Bill Gates, sem engin leið er að standa við og í raun algerlega út úr öllu skynsömu og mannlegu. Enda loforðin hvert af öðru að fuðra upp í óskapnaði. Munum að internetbólan lofaði að allt væri mögulegt en fuðraði upp og nú tæpum 30 árum seinna og loforðið ekki einu sinni nálægt því að vera efnt. Líkt og verður með gervigreindina þegar bólan springur.

Sama gerist með ríkisstjórnina og líklega er hún við það að springa (óskhyggja mín). Hún gerir ekkert í líkingu við það sem er nálægt því sem hún lofaði en einbeitir sér að því að framkvæma sem ekki var lofað. 

Reglan að lofa engu sem ekki er hægt að standa við stendur alltaf fyrir sínu.


Leiðinlega skoðunarkúgunarfólkið

Það er alveg með ólíkindum hvað margir skoðunarkúgunarsinnar fá verkefni í stjórnsýslunni eða eru kjörnir fulltrúar. Þetta er ein myndin af því þegar talað er um að sífellt fleiri kjósi bíllausan lífsstíl. Lítill er heimur þessa fólks enda ekki þekkt fyrir að hlusta út fyrir sinn litla bergmálshelli.

Annað gott dæmi er 40 km hámarkshraði á götum. Í mörgum tilfellum er engin þörf á að lækka hámarkshraða því fáir eru á ferli og vel hægt að laga umhverfið betur að þörfum gangandi og hjólandi. Nei farin er sú leið að lækka hámarkshraða og síðan fylgist enginn með árangrinum. 

Skoðunarkúgunin snýst nefnilega um lítinn hóp sem talar sig saman og útfærir á að allir vilji þetta. Heimskulegra verður það ekki. 

Verst er að svokallaðir fjölmiðlar á Íslandi breiða út skoðunarkúginina með því að leyfa ekki andstæðum eða öðruvísi svörum að fá sama rými. 


mbl.is Kemur sér illa fyrir eldri borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dellufullyrðingar og skrif ESB sinna

Visir.is er duglegt að birta allskonar ESB áróður og DV gengur meira segja skrefinu lengra. Flest að þessum skrifum standast engan veginn fullyrðingaflauminn og gott dæmi er í dag þegar Ágúst Ólafur Ágústsson hendir fram fulllyrðingaflaumi í 12 atriðum. Diljá Mist svarar hlut þess sem landið á að hafa innleitt af regluveldi ESB, sem er allfjarri tölum sem Ágúst hendir upp. 

Eitt það fyndnasta sem Ágúst heldur fram er tal um frjáls viðskipti í Evrópu. Þar skautar hann alveg framhjá EES samningnum og að ekki eru öll lönd Evrópu í ESB. Líklega bara smáatriði en dauðans alvara þegar hugað er að viðskiptum utan Evrópu því aðild þýðir lok á marga viðskiptasamninga sem ESB hefur ekki á sama hátt og Ísland.

Stærri brandarar um fullvelidð og stjórn sjávarútvegsmála er bara ekkert fyndinn.

Svona delluskrif og fullyrðingar um haginn af aðild í ESB munum aukast í haust og vetur. Telja sig geta boðið lægri vexti, minni verðbólgu og afnám verðtryggingar. Allt hlutir sem hægt er að framkvæma með réttri hagstjórn og hefur ekkert með ESB aðild að gera. 

Skil ekki af hverju þetta lið flytur ekki bara í ESB draumalandið. Allavega eru ansi margir Pólverjar hér á landi sem sjá þetta ekki á sama hátt.

 


Atvinnumálaráðherra sem veit ekki hvernig hagvöxtur verður til

Það kmeur ekki fram í þessari frétt en mátti sjá í grein á visi.is. Þar heldur hún því fram að við þurfum að flytja inn vinnuafl til að viðhalda hagvexti. Þetta gæti verið raunin fyrir Suður-Kóreu en Ísland er þetta af og frá. Til þess er fæðingatíðnin ekki orðin það lág og það sem eykur hagvöxt mest er meiri framleiðsla. 

Þegar á að skattleggja allt í rjáfur þá eykst ekki framleiðsla heldur lækkar. Þessi ráðherra hefur engan skilning á slíku. Í annan stað er að ýta undir barneignir með því að auðvelda fólki að eignast börn en ekki sífellt þrengja að fjölskyldufólki. Ef miljarðarnir sem fara í flóttamenn væru notaða fyrir fjölskyldufólk, hvað þá?

Gervigreind hefur ekki enn sýnt fram á alvöru framleiðni því sjálfvisknivæðingin var þegar hafin. Þess vegna tel ég gervigreind enga lausn í hagvaxtamálum. Ef við tökum t.d. framleiðslu á myndefni þá virkar þetta vel en meira magn skilar ekki endilega hagvexti. Ef markaðurinn á móti stækkaður ekki þá er skortur á aukinni framleiðni, sem þýðir að hagvöxtur eykst ekki. 

Tollar Trump auka framleiðni í Bandaríkjunum en á móti minnka framleiðni annarsstaðar. Þetta þola alþjóðasinnar ekki því það er verið að reka fleig í kjarna málstað þeirra. 

Atvinnumálaráðherra er alþjóðasinni sem vinnur lítið að hag þjóðarinnar en sem mest út frá hag alþjóðasamfélags sem er ekki til.


mbl.is Vill taka upp „norsku leiðina“ í útlendingamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband