27.9.2025 | 23:16
Hin ómerkilega ESB gulrót
ESB sinnar eru svo upptekir af gulrótinni sem aðild gæti gefið að þeir telja sig ekki þurfa ræða aðra hluti áður en að aðild verður. Samt er búið að hrekja gulrótina yfir í mygluna þá stöglast þeir áfram um drauminn að sambandsríkinu. Sambandsríki sem gengur aldrei upp því það á að vera stórríki en ekki sambandsríki í anda Bandaríkjana, Kanada og Rússlands. ESB stjórnvöld eru svo upptekin af því að eiga völdin öll fyrir sig að þeir ætla að útiloka allt annað sem hjálendur. Þetta eru stærstu mistök sambandsins og mun ganga að því dauðu. Sá dauði er þegar hafinn með stjórnarskrámbreytingum Slóvakíu sem má túlka sem ósætti við stórríkið.
Fyrir utan þögnina um stjórnarskrárbreytingar til að geta gengið í ESB þá eru aðrir þættir óræddir. Sá stærsti er verðtryggingin sem sumir virðast halda að fari við ESB aðild. Slíkt mun ekki gerast því það þýðir að lífeyrissjóðakerfið er hrunið. Þannig að vilji fólk losna við verðtrygginguna þá þarf að breyta lífeyrsjóðakerfinu algerlega og til þess hefur enginn vilji verið hingað til. Tilraun Jóhönnu stjórnarinnar sendi alla aftur beint í verðtrygginguna.
Gjaldmiðlar hafa oft verið ræddir en að halda því fram að evra kæmi strax við aðild er fantasía og til að ná markmiðum til upptöku evru þá væri krónan að standa sig vel. Króna er auðvitað ekkert annað en gjaldmiðill sem stendur og fellur með efnahagsstjórn sem virðist oftast ganga brösulega. Þótt sé farið í ESB þá þarf sama þing að standa á bakvið efnahagsstjórnina og hver segir að það gangi eitthvað betur þegar í klúbbinn er komið.
Aðgangur að styrkjum og sjóðum ætti fólk alvarlega að spyrja sig fyrir hverja það er. Skoðið bara stærsta aðdáendahópinn, háskólastyrkir, og þið vitið svarið. Heimskautalandsbúnaður, innviðastyrkir það má láta sig dreyma en ekkert fast í hendi ef nokkuð er.
Eins og segi hin myglaða gulrót ESB er að vilja stórríkið með miðlægri stjórn. Slíkt hefur aldrei gengið í sögunni og alltaf endað með að daga uppi. Við eigum fátt skylt með evrópuþjóðum og stöndum betur að sjá um þessi mál sjálf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2025 | 23:49
Miðborg sem er í útjaðri byggðar
Það þekkist ekki almennt að svokallaður miðbær (miðborg) sé í útjaðri byggðar. Miðað við þróun byggðar þá er hinn svokallaði miðbær útjaðar. Í dag er þetta ferðamannastaður og fáir Íslendingar sjáanlegir.
Breytingin sem hefur átt sér stað er að setja allt í steypu þe. megnið af þessu er hellulagt og steypt hús. Slíkt er mjög kalt og frekar einhæft á að líta. Það sem bjargar þessum hluta borgarinnar er að stutt er til sjávar með flottu útsýni. Sá einu sinni lista yfir borgir í Evrópu og þar þótti Ljubana í Slóveníu leiðinlegasta borgin því þar var ekkert að sjá nema steypu.
Þrengingarstefnan hefur farið þá leið að setja alla bletti í steypu. Í stað þess að koma með mislit hús eða eitthvað sem fangar augað þá fáum við öll húsin eins og auk þess alltof nálægt hvert öðru. Til að mynda þá nýtir Laugavegurinn sín aldrei vegna þess að sól skín svo lítinn part dags þar, of mikil skuggamyndun.
Mín skoðun er að réttara væri að flytja miðbæ yfir í Skeifuna og endurhanna svæðið upp á nýtt. Það var ekki vilji til þess því klasabyggingar valta yfir allt núna og eyðileggja alla vitræna mynd á hverfi. Skeifan er nefnilega kjörstaður sem miðbær og myndi sóma sér mun betur en útjaðarinn.
![]() |
Eiginlega búið að eyðileggja miðborgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2025 | 12:13
Flótti alþingismanna og annarra frá ábyrgð
Svar Eyjólfs er ekkert annað en flótti frá Ábyrgð. Hann vill ekki taka slaginn í takt við það sem hann sagði áður. Vissulega er stólarnir heitir og gefa vel í vasann þannig að auðvelt er að ýta ábyrgðinni annað. Í þessu tilviki til hæstaréttar.
Svar Þorbjargar er álíka ábyrgðarlaust því það er hlutverk þingmanna að semja lög og sé hægt að bæta hag neytenda þá ætti þeim það varla að vera kápan úr klæðinu. Þetta er ekki bara feluleikur að koma landinu í ESB þetta er ábyrgðaleysi þingmanna.
Ríkissaksóknari er álíka óábyrgð þegar hún heldur því fram að aðrir starfsmenn hafi ekki hringt í Helga vararíkissaksókanara vegna hegðun hans. Þvílíkt ábyrgðarleysi á eigin hegðun.
Öll fórnalambavæðing þessarar aldar er ekki annað en flótti frá ábyrgð og því miður er staðan sú að fólk forðast ábyrgð eins og heitan grautinn.
Alþingismenn takið ábyrgð.
![]() |
Styður bókun 35 og treystir niðurstöðu Hæstaréttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.9.2025 | 19:15
Er hægt að vera lögblindur á lög?
Hver lýgur svona að Ingu Sæland að Bókun 35 hafi eitthvað að gera með málaferli gagnvart bönkunum. Þessi réttlæting hennar (sth. ekki rök) er svo út úr kortinu að jólasveinninn væri hæstánægður að halda jólin í j́úlí. Svona til útskýringar þá gilda lög þegar lánið var tekið og þar breytir Bókun 35 engu um.
Ruglið sem kemur frá Flokki fólksins er engum bjóðandi. Eitt fyrir kosningar og annað eftir kosningar er ekkert annað en gefa kjósendum löngu töng.
Þvílíkir kjánar.
![]() |
Inga Sæland sá ljósið og hefur nú skipt um skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.9.2025 | 15:41
Er nei í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu upplýsingaóreiða
Ef vitnað er beint í orð utanríkisráðherra þá lýsir hún fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu á þennan hátt:
Þjóðaratkvæðagreiðslan verður ekki bara prófsteinn á samband okkar við Evrópu, hún verður prófsteinn á það hvort við ætlum að byggja stjórnmálin á trausti eða hræðslu, á samtali eða upplýsingaóreiðu. (Tekið af visi.is)
Ekki er annað hægt en að túlka þessi orð sem slík að verði niðurstaðan nei þá hafi upplýsingaóreiða tekið yfir umræðuna. Sem er auðvitað ekkert annað en helber lygi og upplýsingaóreiða. Það er enginn hræðlsuáróður sem fær fólk til að hafna ESB. Það einfaldlega sér í gegnum vitleysuna sem er þar í gangi. Að halda því fram að við samsömum okkur við hjarta Evrópu er einfaldlega vanþekking á eigin þjóð.
Hér er gott dæmi um draumóra sem eru fjarri sannleikanum:
"Þorgerður nefnir kosti þess að ganga í Evrópusambandið, svo sem að Íslendingar í atvinnurekstri út um allt land fái meira svigrúm og athafnafrelsi auk sterkara efnahagslegs öryggis og fyrirsjáanleika fyrir heimili með því að taka upp evruna." (Tekið af visi.is)
Hér eru settar fram fullyrðingar án nokkurar tengingar við eitt né neitt. Eru íslenskir ráðamenn svo ósveigjanlegir að ekki er hægt að njóta hans nema með yfirráðum ESB? Er ekki hægt að leyfa athafnafrelsi nema með ESB? Hvaða fyrirsjánleika færir Evran, t.d. aukið atvinnuleysi?
Blindnin á kraft og hvað ESB aðild færir landinu er alger. Þetta er eins og loka augunum fyrir öllu sjáanlegu staðreyndunum sem hægt er að telja upp. Gjaldeyrir, styrkir, sjálfstæði, atvinnumál og fleira á að henda út um gluggann af því að grasið sé grænna hinu megin.
Því miður Þorgerður þá er grasið visnað og fallið í Evrópu.
![]() |
Líkti ríkisstjórnarsamstarfinu við matarboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.9.2025 | 23:02
Er lýðræði til staðar í dag?
Sumir hafa spáð að lýðræðið lifi ekki af öldina en mér finnst nær að spyrja hvort lýðræðið sé enn til staðar. Þrátt fyrir kosningar þá er áróður svo mikill að hægt er að efast um að lýðræði sé í raun til staðar.
Ef skoðuð eru t.d. verk utanríkisráðherra sl. vetur, með undirskrift skuldbindinga á alþjóða vettvangi, þá var það alls ekki lýðræðislegt. Þjóðin vissi ekki um þetta og hafði ekkert um það að segja en samt kemst hún upp með þetta.
Slíkt "lýðræði" er við hendina núna á vesturlöndum. Bretar mega ekki segja hvað eru mörg kyn nema eiga hættu að fá heimsókn frá lögreglunni. Svipað á sér reyndar stað hér á landi. Á Covid tímabilinu var lýðræðinu kippt úr sambandi og hefur ekki enn gengið til baka að fullu. Rétt er að líta þannig á málin að þrengt hefur verið sífellt að lýðræðinu á þessari öld, þannig að lítið er eftir að ganga alla leið til alræðis.
Internetið sem hefur gefið okkur alls konar upplýsingar hefur gert stjórnvöld svo hrædd að þau takmarka flest í kringum það. Vissulega er hægt að fara í kringum hlutina en aukið eftirlit setur þig í hættu. Lýðræðsleg orðræða sem er lifandi bannar ekki öðrum að hafa orðið en samt ganga stjórnvöld víða um heim sífellt lengra í að hefta tjáningu. Lýðræðisleg orðræða reynir ekki heldur að útiloka tjáningu.
Auðvitað er ekki hægt að leyfa allt eða gera allt mögulegt í lýðræðislegu samfélagi. Hins vegar hljótum við að ganga út frá að viðurkenna aðra og finna leiðir sem flestir geta sætt sig við. Þótt við fáum ekki það sem við viljum þá getum við ekki þröngvað því fram, það leiðir oftast til vandræða.
Það væri óskandi að við hefðum ríkisstjórn sem skilur lýðræði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2025 | 12:46
Ríkið að eyðileggja ferðamannaiðnaðinn
Ferðamenn vilja ekki rafbíla út af því þeir vilja komast yfir lengri vegalengdir. Það næst ekki með rafbílum. Einnig að þeir vilja oft fara t.d. fáfarna sveitavegi en þar er engin leið að búa til rafrænt tengikerfi.
Vitleysan er að halda að rafbílar séu eitthvað að menga minna. Jú útblásturinn sést ekki en á móti þá eru rafhlöður mjög mengandi. Nútímabílar eru mun sparneytnari en áður og á langferðum eyða þeir litlu. Þess vegna velja ferðmenn frekar þann kostinn. Getur keyrt á Höfn, gist þar, fyllt á bílinn og haldið áfram. Rafbíll hefur ekki sömu möguleika.
Loflagsmengun á Íslandi er líka svo lítil og yfirleitt blásinn út fjarska á innan við viku að þessi stefna skila engu. Það fer enginn upp á háldendið á rafmagnsbíl Auk þess að setja tengivirki út um alla trissur er léleg nýting á raforku. Raforka nýtist best þegar hún er notuð jafnt og þétt.
Þessar hugmyndir um að neyða ferðamenn á rafbíla er dæmd til að mistakast.
![]() |
Vilja rafvæða bílaleigufyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2025 | 22:24
Kommúnistaávarp forsætisráðherra
Ef einhver efast um að forsætisráðherra sé eitthvað annað en kommúnisti þá lærðu að lesa orðræðu í þessu viðtali.
Þessi orð styðja það vel enda kommúnistum vænt um að við eignumst sem minnst: Við erum almennt á þeirri skoðun að fyrir fyrstu kaupendur sé þetta gríðarlega mikilvægt, en við höfum velt því fyrir okkur þegar fólk er komið í seinni eignir, kannski komið á miðjan aldur, hvort þetta sé besta leiðin til að styðja við húsnæðismarkað,
Með öðrum orðum þá má hinn almenni launþegi ekki eignast of mikið.
Henni er líka tíðrætt um atvinnustefnu til 10 ára sem er eins kommúnísk og hægt er. Minni á að kosningar eru mk á 4ja ára fresti.
Annað kommúnískt í dag kom frá dómsmálaráðherra sem ætlar að stofna jafnréttisráð fyrir karla. Hvað er jafnréttisráð þá almennt að gera ef ekki að vinna að jafnrétti?
Innganga í ESB er ekkert annað en kommúnískir draumar um stórveldið. Verst að þær kunna ekki að lesa í ástandið en það lítur hreint hræðilega út fyrir ESB almennt.
Inga Sæland dansar kongó og heldur að einhverjir fylgi sér. Þorgerður er ein á yfirsnúning á gólfinu og Kristrún fór upp á borð og hélt að hún ætti svæðið. Síðast þegar ég vissi þá er betra að dansa í takt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2025 | 12:12
Skussalegar framkvæmdir ríkisstjórnar
Við vitum öll hamaganginn og flaustri með veiðileyfagjöldin. Svörin síðan þegar spár fóru að rætast um uppsagnir þá hefði leikskólabarn svarað betur en ráðherra. Skilningur á atvinnustarfsemi var nákvæmlega enginn í svörum hennar.
Óþarfi er að hafa mörg orð um hvernig utanríkisráðherra reynir að sökkva landinu.
Inga Sæland hreykti sér af því um daginn að hafa gert svo vel við öryrkja en nú er að koma í ljós að það verður á kostnað lífeyrissjóða og lífeyrisgreiðslna. Fólk sem hefur unnið alla sýna ævi þarf að greiða með öðrum því ríkisstjórnin er svo góð vð ákveðinn hóp.
Ekki er þó allt sem sýnist.
Framkvæmdin á þessum breytingum með öryrkja er svo illa unninn að enginn útfærsla fylgdi með látunum. Þannig lítur út fyrir að fólk sem var undir atvinnu með stuðningi fái skammtímasamning til eins árs og eigi síðan að vera almennir launamenn. Sem sagt kostnaðinum er ýtt út í atvinnustarfssemina. Það fylgdi bara ekki sú hugsun með að atvinnurekandinn sér engan hag í að hafa starfsmenn þegar hægt er að fá aðra sem vinna sömu vinnu mun hraðar. Kostnaðaraukning atvinnurekenda er betur nýtt með fullri getu starfsmanna en ekki þeirra sem þurfa stuðning.
Auðvitað fylgdi þetta ekki sögunni og reisn öryrkja að fá að vinna er ýtt til hliðar. Það er vandamál atvinnulífsins en ekki ríkisins sem þó vill hafa allt undir sinni hendi.
Meðvirkir fjölmiðlar hafa ekkert fjallað um þetta enda málið svo óljóst að líklega veit enginn hvernig eigi að framkvæma þessa breytingu af viti.
Í upphafi skyldi endann skoða en þessi ríkisstjórn skilur það ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2025 | 22:45
Tala um þjóðarmorð á þjóð sem er ekki til
HÖfum það alveg á hreinu að Palenstína er ekki til sem þjóð og hefur aldrei verið. Þjóðríkið er um 400 ára gamalt fyrirbæri. Á þeim tíma var svæði sem kallað var Palenstína undir stjórn Ottómannsveldisins. Þau yfirráð héldust fram að fyrri heimstyrjöld er Bretar tóku við keflinu fram yfir seinni heimstyrjöld. Þá tóku Sameinuðu þjóðirnar að sér svæðið og stofnuðu þjóðríkið Ísreal en ekki Palenstínu.
Hundurinn liggur nefnilega kyrfilega grafinn hjá Sameinuðu þjóðunum sem vildu ekki stofna Palenstínu, ekkert frekar en þjóðríki fyrir Kúrda. Síðari tíma lausnin reyndu að búa til þjóðríki en því var hafnað af samtökum sem stjórnuðu á svæðinu.
Niðurstaðan er að Palenstína er ekki þjóð með þjóðríki. Að viðbættu má bæta við að flestir sem lifa á svæðinu er aðfluttir en ekki innfæddir (fyrir utan börn). Fólksfjölgun á þessari öld er langt umfram eðlilega fæðingatíðni en líklega skipta svoleiðis hlutir litlu máli á pólitískri umræðu.
Enn skondara er þegar talað er um að frelsa Palenstínu. Líklegast væri það frekar auðvelt með að úthýsa Hamas af svæði og fá inn stjórn sem inni að uppbyggingu en ekki tortýmingu.
Einföld slagorð eru auðveldari en sannleikurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)