18.12.2024 | 15:15
Eru engin málefni í stjórnarviðræðunum?
Alltaf fáum við fréttir um bjartsýni og líst vel á stöðuna. Verið að vinna í stjórnarplaggi. Ná svo vel saman o.s.frv.
Ekkert, ekki eitt einasta múkk, um hverju er verið að stefna að. Það er ekki einu sinni verið að kvisa neinu út til að finna hvort grundvöllur sé fyrir því. Bara væl um að fjármálin líti ekki vel út.
Þetta segir mér að stjórnarplaggið verði ansi innantómt. Það verður líklega í langloku texta sem segir ansi lítið um hvað eigi að gera. Meira svona til að fela innihaldsleysið. Stefnir allt í stjórnlaust rekald.
Ef þessi stjórn kemst á koppinn þá verður kraftaverk ef hún helst út tímabilið.
![]() |
Bjartsýnar og líst vel á stöðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2024 | 16:08
Er hægt að vera innneitandi?
Orðið er ekki til en samt hægt að búa til merkingu á það td. með á móti orðinu afneitandi. Nú trúi ég ekki á loftskrísuna (loftlagssvindlið) en afneita engu um hækkandi hitastig. Ég einfaldlega neita að taka inn að það sé krísa og að eldsneyti sé vandamál. Þannig fæ ég út að ég sé innneitandi.
Annars er gaman af tungumálinu og í gær sýndi Rúv myndina Veggfóður og í lýsingu stóð orðið genglibeina. Nú rúmum 30 árum seinna veit unga fólkið ekki hvað orðið gengilbeina þýðir. Það væri alveg hægt að setja út pælingar um lélega málnotkun en lítum frekar á breytta málnotkun. Sést einhver í dag ganga um beina veitingum til fólks? Orðið er ekki hluti af daglegu lífi og því hverfur það úr málnotkun.
Ég er því innneitandi á loftlagskrífu og að vindmyllur séu góðar til orkuöflunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2024 | 15:51
Rétt staðsett móttökustöð fyrir sorp í Kópavogi
Nú runnu á mig tvær grímur. Þeim tókst að velja besta staðinn fyrir móttökustöð sorps í Kópavogi. Aldeilis hissa en til hamingju með það. Ekki spurning að besta aðgengið er þarna og nær að sinna best Kópavogi og Garðabæ.
Sem betur fer hættu þeir við að fara upp á Vatnsenda enda aðgengið verra og óþarfa löng leið fyrir flesta.
![]() |
Loka Sorpu á Dalvegi á næsta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2024 | 12:11
Vindmyllur og orkustrengir milli landa þýðir að Norðmenn borgi 800% meira fyrir rafmagnið
Þetta er bara lauslegur samanburður sem ég sá en að það sé 800% verðmunur á raforku er algerlega bilað. Þessi græna vella með vindmyllur er alger ávísun á sturlun. Íslendingar hafa ekkert að gera við vindmyllur eða setja orkustengi milli landa. Vitað er að afleiðingin er ofurhækkun á raforkuverði þar sem auðnrónarnir græða.
Nei takk.
Athugið að stjórnmálamenn í Noregi sögðu að þetta myndi ekki hækka nema um 0,2 aura eða eitthvað álíka.
Ekki trúa bullinu - nei við vindmyllum og orkustrengjum milli landa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2024 | 12:43
Er ætlunin að borga miljarað til að loka vindmyllum í roki?
Spurningin vaknar vegna fréttar frá Bretlandi þar sem vindmyllum er lokað í vindi vegna þess að dreifingakerfið ræður ekki við orkumagnið. Þar er verið að ræða um 100 miljaraða dollara og eykst á milli ára.
Nokkuð hefur verið skrifað um eyðileggingu landsins en minna um dreifikerfið. Mikið er rætt um að auka þurfi raforkuöflun um ákveðið magn en ekkert rætt um dreifikerfið, sem engan veginn ræður við aukningu nema það sé uppfært.
Hagkvæmni íslenskra virkjanna má rekja til þess að fyrst og fremst var búið að ákveða hvað ætti að gera við raforkuna. Síðan var byggð virkjun og nóg öflugt dreifikerfi samhliða. Núverandi umræða er fjarri þessu. Það á bara að frameiða nógu mikið afl en hvað gerist ef drefikerfið ræður ekki við pakkann?
Nú þá þarf að slökkva einhversstaðar, líkt og í Bretlandi.
Raunsæ umræða var um Hvalárvirkjun en hún myndi nýtast vestfirðingum. Þar var búið að ráðstafa orkunni og samhliða átti að efla dreifikerfið. Þetta raunsæi vantar í alla umræðu um vindmyllur. Ólíkt hugmyndum Landsvirkjunar við Búrfell þá er dreifikerfi þar sem ræður við aukningu. Flestum, ef ekki öllum, öðrum hugmyndum vantar umræðu um hvernig á að dreifa þessari orku. Óljósar hugmyndir um rafeldsneyti er ekki sannfærandi.
Hugmyndir um vindmyllur í Dalasýslu eða Fljótsdalshéraði er algerlega án umræðu um dreifikerfi. Á báðum stöðum þarf fjármikla uppfærslu á dreifikerfinu. Slíkt verður ekki til af sjálfu sér og líklegast lenda á notendum með hærra orkuverði.
Að viðbættum umhverfissóðaskapnum af vindmuyllum þá þarf raunsæa og innihaldsríka umræðu um vindmyllur áður en farið er í slík mál hér á landi. Alltof margt er óljóst, sér í lagi gagnvart neytendum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2024 | 01:51
Jákvæða/neikvæða úr kosningunum
Það jákvæðasta er að ESB er hafnað. Þótt Viðreisn stækki þingflokkinn þá er þar samt samsvörun við fylgisminkkun þegar ESB var nefnt. Annað jákvætt að Píratar og VG detta af þingi er lítil eftirsjá eftir þeim enda verið að hafna málaflokkum þeirra: loftlagskrísu, woke og nýrri stjórnarskrá. Sem enn styður að ESB er ekki inni, jafnvel þótt Viðreisnarfólk vilji meina annað en engin aðild er möguleg nema breyta stjórnarskrá.
Það neikvæða er að kerfisflokkur er stærstu(kannski næst stærstur þegar þetta er skrifað) en sé vilji til að minnka báknið þá færðu ekki kerfisfólk til þess. Samfylkingin vill líka hækka skatta og það er alveg ótrúlegt að fólk skuli kjósa að minnka ráðstöfunartekjur sínar. Hefur almenningur á Íslandi það svona gott? Plan flokksins eða stefna er ávísun á efnahagsleg vandræði en ekki breytingar eins og þeir hafa auglýst.
Það besta er samt að vinstra wokið er algerlega á útleið enda líklega aldrei verið neitt stórt hlutfall sem var hrifið af þeirri stefnu. Loftlagsmálin eru líka á undanhaldi enda ein allsherjar blekking sem smátt og smátt er verið að vinda ofan af.
Ef ætti að rýna í stjórnarmyndun þá er voða lítið um fína drætti þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2024 | 11:43
Sorgardagur íslenskrar náttúru
Kaupin eru svo sem enn vilyrði en miðað við stjórnmálamenn og stofnanir þá höktir þetta áfram í að verða sett upp á næstu árum. Það allra versta er að prufanir Landsvirkjunar á uppsettum vindmyllum hefur ekki verið komið til almennings, eigenda fyrirtækisins. Sá ljóti leikur að sýna ekki fram á hvernig reynslan er lofar ekki góðu með framhaldið þe. að auðrónarnir (einkaframtak) fái að setja þetta upp á kostnað almennings.
Vindmyllur eru mengandi og gera meira ógagn á Íslandi heldur en gagn. Náttúran þolir svo illa þessi mannvirki. Jarðvegur Íslands er ungur í jarðsögunni, laus í sér og erfitt að endurheimta sé verið að steypa mikil mannvirki í jörðina. Horfið bara á öll eyðibýli landsins. Sum hafa verið í eyði allt að hálfa öld en samt standa húsin. Það skilar ekki góðum jarðvegi að moka yfir steypuna. Því miður eru svona hlutir algerlega þaggaðir.
Sem njótandi íslenskrar náttúru þá er þetta mesta skemmdaverk sem ég verð vitni af á minni lífsleið.
![]() |
Samið um kaup á 28 vindmyllum á 20 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2024 | 15:52
Sérfræðingaskoðanir
Afar vinsælt er í fjölmiðlum að draga fram fólk og tala um það sem sérfræðinga. Þótt einhver læri fræði þá er sá enginn sérfræðingur í staðbundnum aðstæðum. Það sem kennt er og fræðingar nota eru atburðir sem eru búnir að gerast. Þeir geta verið sérfræðingar í að lesa gögn á ákveðinn hátt en eru engir sérfræðingar í spádómum.
Sannleikurinn er auðvitað að enginn er sérfræðingur í spádómum en vissulega gengur fólki misvel að lesa í tíðarandann. Þess vegna ber okkur að taka það sem sérfræðingar segja sem skoðun þeirra og ekkert meira. Þetta er enginn allsherjardómur um það sem verið er að fjalla um.
Höfum það líka í huga að sérfræðingur er stofnanaorð sem ýtir undir stofnanasamfélag. Vissulega er það vilji glóbalista, flestra fjölmiðla og leftista að auka eg stofnanna.
Eftir því sem sérfræðingar koma oftar fram í fjölmiðlum þá endurspeglar það svo vel innihaldsleysið í því sem þeir hafa að segja. Ef skoðum til dæmis umfjöllun um eldgosin á suðurnesjum þá hafa sérfræðingarnir oft spáð ýmsu en oft gerist bara allt annað.
Sérfræðingarspeki lesist sem skoðanir viðmælandans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2024 | 13:46
Mun vinstrið sigra í kosningunum?
Alveg örugglega vegna þess að 80% flokkanna eru vinstriflokkar.
Á hinu frekar illa lesanlega visi.is hendir Óli Kári handklæðinu og segir að vinstrið muni vinna. Eiríkur Bergmann gengur lengra og segir hægriflokka popúlíska með stefnu sem byggi ekki á gildum sem haldi þegar á reynir. Ekki kemur frekari lýsing á þessari fullyrðingu sem satt að segja er algerlega innihaldslaus.
Nú vilja margir meina að stefna flokka sé oft með hægri áherslur en því miður er lítið innihald fyrir þeirri fullyrðingu. Ég lít á þetta svona:
VG og sósíalistar allra lengst til vinstri. Popúlískir og óstjórnhæfir.
Píratar ekki langt frá vinstri og jafn óstjórnhæfir.
Framsókn heldur að sé miðjuflokkur en ofursmitaður af vinstri áherslum eða réttara sagt engu.
Viðreisn fær einhvernveginn að halda hægri stimpli en er ansi langt til vinstri. Þversagnir og innihaldsleysi í málflutningi með ólíkindum.
Samfylkingin reynir að fela vinstristefnuna en tekst það engan veginn. Lítið innihald í plani.
Flokkur fólksins vill vera borgarlegur en missir sig hvað eftir annað í vinstri stefnu.
Sjálfstæðisflokkurinn til að aðgreina hann þá álitsgjafar að kalla hann hægriflokk en afar lítið í stefnu þeirra er hægri pólitík. Eru samt á jaðri miðjuflokks.
Miðflokkurin er miðjuflokkur sem reyndi wokeisma í síðustu kosningum en snúa sér að öðru en ná samt engan veginn hægri stefnu.
Lýðræðisflokkurinn og Ábyrgð framtíð vilja hægri stefnu sem nota bene fleiri flokkar munu færa sig yfir í næstu kosningum þegar árangur Trumps á niðurskurði koma í ljós.
Niðurstaðan er augljós vinstri stefna mun sigra (líkt og í Bretlandi) með hörmulegum afleiðingum svikinna loforða, skulda aukningar, skatta hækkana og þar fram eftir götunum. Þó held ég að ESB þjóðaratkvæðagreiðsla fari ekki fram (en ef kæmi til þá verður aðild hafnað og stjórnin fellur).
Ef sú stjórn endist í fjögur ár þá fáum við raunsærri stjórn næst en það mun kosta sitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2024 | 00:17
Hvað borgar Kópavogsbær fyrir innihaldslausa skýrslu um borgarlínu?
Þessa dagana kynnir Kópavogsbær skýrslu um borgarlínu. Furðulega hrá skýrsla um 1 áfanga borgarlínu þar meira er útlistað öðru en því sem skiptir Kópavogsbúa máli. Allt voða flott upp sett með litfögrum myndum og texta sem reynist frekar innihaldslaus.
Byrjum á þessum texta: "Borgarlína gegnir lykilhlutverki í að styðja framtíðarsýn Kópavogsbæjar í samgöngumálum." Furðulegt að ég sem Kópavogsbúi hef aldrei séð neinn flokk, neinn texta eða þaðan af framtíðarsýn um þetta. Hvaðan kom þessi framtíðarsýn og hvenær fékk ég sem kjósandi að segja eitthvað um það - aldrei. Það er byrjað að valta yfir fólk um mál sem aldrei hefur verið kosningamál í Kópavogi og allt í einu er það orðið framtíðarsýn.
Þetta verður ennþá betra: "Borgarlína er nýtt samgöngukerfi sem verður hryggjarstykkið í þróun höfuðborgasvæðisins til 2040 og lykilverkefni í samgöngum á svæðinu. HA! síðan hvenær var það ákveðið? Nú er kjörnir fulltrúar farnir að ganga ansi langt yfir fólk að það á neyða ofan í okkur þessar samgöngur. Þetta á nefnilega að ná 20 þús manns á klukkustund.
Til þess að ná þessum fyrsta áfanga þá þarf að fara í gegnum frekar mikla umferðagötu sem er með húsgörðum og bílastæðum. Ekkert er minnst á bílastæðin en sagt að þurfi eitthvað að hliðra til, svona sagt frekar í hálfkæringi en einhverri almennilegr útlistun. Jú það bíður bara eftir kynningu á deildarskipulagi sem á mannamáli þýðir að það er of seint að bakka út. Fyrir íbúa götunnar er þetta heljarinnar mál því þeir missa stæði og garða en á það er ekkert minnst. Farið verður nærri friðarlandi en taka þarf að klettum sem setja skemmtilegan svip á götuna í dag.
Svo punkturinn yfir i-ið af innihaldsleysi. Loftlagsmálin verða að fylgja með þótt vandséð er hvar þau komast að því ekki er enn búið að velja vagna, hversu mikið þarf að róta upp o.s.frv. Miklu púðri og mörgum blaðsíðum um loftlagsmál sem eiga að verða svo mannbætandi. Skrýtið samt að í svifrykinu á höfuðborgasvæðinu er ekkert minnst á sand sem fýkur af suðurlandi eða það að hreinsa göturnar. Það sem setti mig algerlega á gat var staðhæfingin um að það eigi að rigna meira. Hef heyrt um ísöld, þurrka, steikjandi hita, hækkandi sjávaryfirborð en meiri rigningu hefur alveg farið framhjá mér.
Það sem algerlega skortir í þessa skýrslu er hvað á að gerast. Hvernig fara framkvæmdir fram? Er svona mikil eftirspurn að fara í 101 Reykjavík? Af hverju á íbúi sem býr nær Mjóddinni að fara í 101 Reykjavík áður en hann fer í 110 Reykjavík? Mun borgarlína leysa vandann að fara á milli hverfa, milli bæjarfélaga og hverfa innan þeirra?
Alveg með ólíkindum að eftir 12 ár kemur dýr hráskýrsla (sem við fáum ekki að vita hvað kostar) sem er svo innihaldslaus að best væri að hætta strax við allt saman. Efla frekar núverandi kerfi með áherslum á lausnum milli hverfa, hanna fleiri hringkerfi og nota betur austari tengingu á höfuðborgasvæðinu milli sveitafélaga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)