Bílarnir njósna um þig

Þeir sem eiga nýlega bíla vita vel að tölvutækni er mikið notuð og nú hefur komið í ljós að þar er safnað alls konar upplýsingum án þess að láta notandann vita. Þekkt er þegar kreditkortafyrirtækin fóru að nota örgjörva án þess að segja neitt um hverju var verið að safna. Í dag vilja þeir helst gera þetta í gegnum app til að auðvelda enn frekar njósnirnar.

Sem dæmi um notkun í verslun þá er vitað hvernig kort var notað og hvar notandinn býr án þess að nafngreina hann.

Bílarnir vilja fara miklu lengra og safna alls konar upplýsingum t.d. heilsuupplýsingum. Þetta er ekkert bundið við ákveðna tegund heldur taka allir þátt í leiknum. VW vill bæta um betur setja AI spjallaforrit líka.

Gaman væri að vita hversu mikið sjónvarpið fylgist með okkur eða önnur raftæki á heimilinu.

Við erum þegar komin í 1984.


Klára umræður um framkvæmd og fjármögnun í endurskoðun?

Hvernig er hægt að láta svona út úr sér er mér algerlega hulin ráðgáta. Réttara væri að segja hvernig var hægt að fara af stað án þess að umræðum um þetta væru kláraðar?

Þetta fíaskó sem á að heita samgöngusáttmáli var bara hent út í loftið án allrar umræðu og ekki síst sem skiptir öllu máli - hvernig á að fjármagna dæmið.

Skömm kosinna fulltrúa um þennan samgöngusáttmála er æpandi og réttast væri að hætta með dæmið og byrja upp á nýtt. Allir sem að þessu komu segi af sér. Hins vegar er það bara draumheimur á Íslandi. Vanhæfni er alls ráðandi og ætt út í alls konar þvælu án þess að vinna grunnvinnuna sem skiptir öllu máli.

Kannski er eina leiðin út úr þessu að gera eins og Guðjón E. Hreinberg bloggari segir - Flýðu!


mbl.is Klára að uppfæra sáttmálann á næstu vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hata þjóðríkið en tala um þjóðarmorð

Þessi þversögn er mjög áberandi þessa dagana og sér í lagi þegar talað er um Palestínu. Þjóðin sem aldrei hefur verið til er allt í einu stödd í miðju þjóðarmorði. Þversögn sem kemur alls ekki á óvart.

Það vill nefnilega svo til að þessi sami hópur er gjarn á að nota hugtök þegar þeim hentar en níða þau niður í annan tíma. Segir mun meira um innihaldsleysi efnistaka hjá þessu fólki heldur en að kafa vel í málin og skila af sér vel ígrunduðu máli.

Tjaldbúarnir á Austurvelli fá að gera eitthvað sem ég sem innfæddur þjóðbúi Íslands fengi ekki að gera. Hvers vegna fá útlendingar að brjóta lögin en ekki innfæddir? Frekjan og vanvirðingin sem öðrum er sýnd er út fyrir allan þjófabálk. Allt í nafni þess að þetta eru ekki einstaklingar sem komu heldur stór hópur sem á rétt að nota skattpeninga okkar eins og þeim hentar (frekar en innfæddir fái að nota þá eins og þeim þykir henta).

Innflytjendamálin eru í algeru rugli og verða það áfram meðan nógu vinnu er að hafa. Þeir sem halda að hin svokallaða gervigreind fækki þessum störfum eru úti á túni. Þetta eru það sem innfæddir þjóðbúar kalla skítastörf og vilja helst ekki vinna. Samt þarf einhver að vinna þessi störf og hvaðan á starfsólkið að koma?

Catch 22 ástand í hnotskurn


Á flótta frá afstöðu

Horfði á myndina Running man frá 1987 sem á að gerast 2017. Alveg magnað hvað margt raungerðist á þeim tíma þótt ekki hafi þeir séð internetið eða síma fyrir sér. Þá töldu menn að sjónvarp myndi heilaþvo okkur með afþreyingaefni þar sem glæpamenn voru á flótta frá aftökumönnum sínum.

Fyrsta sem sló mann voru blekkingarnar og lygarnar sem voru notaðar. Í dag er verið að nota blekkingar og lygar á sama hátt. Annað sem sló mann var heft ferðafrelsi (hver man ekki eftir covid hömlunum). Þriðja sem sló mann var notkun á myndrænu efni sem var meðhöndlað í þágu blekkinganna.

Allt þetta hefur raungerst á 35 árum. Hægt er að hrósa höfundi fyrir að sjá fyrir um framtíðarhluti en hann var ekki einn um það. Orwell sá þetta fyrir miklu fyrr og fleiri bækur og bíómyndir hafa sýnt þetta. Hvers vegna raungerast svona spádómar ef ætlunin er að skrifa gegn þeim?

Það var nefnilega fjórða atriðið sem sló mann og það var flótti frá afstöðu. Í upphafsatriði þá neitar hermaður að fylgja skipun. Hann er yfirtekinn og efninu breytt sem hann hafi ekki fylgt skipun, þeirri sem hann hafnaði að framkvæma. Þar með tók hann afstöðu gegna skipunum, fylgdi ekki skipunum eftir í blindni.

Í dag er einmitt svo áberandi hversu hrætt fólk er við að taka afstöðu. Fólk er niðurnjörvað (af fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og fleiru) með skoðanir sínar því það er tekið fyrir ef það hlýðir ekki.

Af öllu þessu má ráða að ótti sem valdbeiting er án efa hluti af mannkyni. Á hinn bóginn þá er stjórnarfarið sem fylgt er eftir, t.d. einræði, lýðræði, ekki það sem ræður för hvort ótta sé beitt.

Að lokum má velta fyrir sér að þeir sem beita ótta, hvað óttast þeir?


Refsivert að henda rusli við heimilið þitt

Hvernig ókosnum fulltrúum dettur í hug að refsa fólki sem hefur borgað þúsundir króna við fjarlægja rusl frá heimilum sínum er mér óskiljanleg. Hvað þá að borgarfulltrúar pempi það upp sem hið besta mál. Björn Bjarnason hitti vel á í dag þegar hann fjallar um þetta.

Einhver borgarfulltrúi vill meina að gjaldið lækki þegar flokkað verður betur hjá heimilum. Síðan hvenær hafa sveitafélög lækkað gjöld? Illa rekin sveitafélög horfa auðvitað í aurinn og hver króna kemur sér vel til að sóa í aðra vitleysu.

Þessi flokkun á heimilissorpi er svo misheppnuð að réttast væri að segja upp öllu fólki sem kom nálægt þessari vitleysu. Ekki bætir úr skák að grendarstöðvar og sorpstöðvar eiga helst að týnast út í móa svo sveitafélögin geti byggt. Held að hægt væri að læra margt af nágrannalöndunum sem hafa þetta einfalt og nota verksmiðjur til að flokka sorpið.

Ekki má gleyma að byggð var alltof dýr sorpstöð sem myglar.

Hér verða einhverjir að líta í eigin barm og taka ábyrgð.


Á ríkið að vera rekið með enn meira tapi?

Þegar kommar koma og halda að þeir séu með maganaðar lausnir þá er það yfirleitt með meiri útgjöldum ríkisins. Ríkið er þegar rekið með 50 miljarða tapi svo hver er ávinningurinn að auka tapið enn frekar?

Niðurstaðan er lengin á verðbólgu. Einn af grundvöllum lægri verðbólgu er að minnka ríkisapparatið en verkalýðsfélögin vilja stækka enn frekar. Þetta gengur ekki upp og er í algeru andstöðu við markmið samninga eins og verkalýðsfélögin leggja þetta fram.

Ekki líst mér á framhaldið í þessu.


mbl.is Vilja svör frá ríkisstjórninni fyrir vikulok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður 2024 fjárhagslega erfitt heiminum

Ef litið er til vesturlanda þá er svarið já sem mun hafa víðtæk áhrif, sér í lagi í Kína. Bandaríkin fljóta áfram á gufunni þar sem allar vísbendingar benda til harkalegrar niðursveiflu. Ekki bara í hlutabréfum heldur einnig einstaklingum þar sem sífellt fleiri fleita sér áfram á kreditkortum.

Ólíkt þjóðum frá Covid tímanum þá ákvað ég að greiða niður skuldir en vesturlönd, sérstaklega, hafa stjórnlaust aukið skuldir. Fyrst með lokunum og síðan fjáraustri í vonlaust stÅ•ið sem engin leið er að vinna.

Eyðslan í ímynduð loftsmál, borga fólki fyrir að leita betri lífs í nafni þess að vera flóttamaður, blása út ríkisbákn og sífellt hækkandi skatta á sífellt færri fyrirtæki á almennum markaði. Fjárhagslega gengur dæmið engan veginn upp.

Geir Ágústsson fjallaði um í gær viðsnúnin í pólitísku landslagi. Grunnurinn í því liggur í fjárhagslegum vandræðum sem vofa yfir. Það er engin leið að auka rafnotkun ef ekki kemur til aukin framleiðsla á orku. Orku sem kostar ekki skattgreiðendur fúlgur fjár. Vindmyllur sem menn gáfust upp á að nota sem orkugjafa á síðustu öld er engin framtíð. Ekkert frekar en sólarsellur þar sem þær taka svo mikið af landi. Rafbílar eru ekki heldur framtíð einfaldlega vegna skorts á efnivið til að framleiða svo mikið af þeim.

Lygin um viðskiptabann á Rússland er alger brandari þar sem farið er framhjá því með viðskiptum við þriðja land. Fjölmiðlar sem ljúga að okkur á hverjum degi eru eins fjarri raunveruleikanum og hægt er. Þau eru ekki að vinna fyrir fólkið og veita upplýsngar heldur vinna í þágu stjórnvalda sem vilja þrengja að fólki meir og meir í anda einræðis.

Spurning sem eftir stendur er hvort að þessar væntanlegar fjárhagsþrengingar munu opna aftur á lýðræði eða þrengja enn frekar að lýðræðinu?


mbl.is „Ógnin er alþjóðleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafbílar og borgarlína eru kerfisvilla

Að treysta á við getum notað rafmagn til að keyra flesta bíla er ávísun á vandræði. Skal viðurkenna að eitt sinn fannst mér þetta góð hugmynd en þeim mun betur sem hún er skoðuð þá er hún röng að óbreyttu. Hver vegna tel ég það?

Vegna þess hversu mikið við rafrænum alla hluti. Við erum að rafræna hluti of mikið til að það geti verið sjálfbært. Gott dæmi um það er hitaveita til húshitinar. Frábær lausn á sínum tíma en með tímanum viljum við meiri þægindi og tengjum stýringu á því við rafmagn. Hvað gerist síðan ef rafmagnið er ekki nóg? Hvað gerist ef rafmagnið dettur út í langan tíma?

Það er ekki nóg að virkja meira við þurfum einnig að bæta dreifikerfið. Allir draumórar um vindmylluorkuver hér og þar hefur ekkert vægi verði dreifikerfið ekki uppfært. Það sama á við um vatnsorkuver. Þegar forsætisráðherra telur að nóg orka sé í landinu þá horfir hún alveg framhjá dreifikerinu. Framleiðslumagnið frá orkuverum getur verið nóg tala en engin virkjun getur keyrt á fullu afli og annað en vatnsvirkjanir hafa ekki sýnt að þær geti haldið uppi orku ef vatnsvirkjunin dettur út.

Vandamál rafbílanna er að orkan þarf að vera til staðar en hún er bara ekki notuð nægilega vel.

Borgarlína er kerfisvilla frá A-Ö. Fyrir það fyrsta þá er þetta ekki hringkerfi sem auðvitað er hagkvæmast og skilvirkast. Þess vegna munu vagnarnir ekki fyllast og bílum fækka. Drefing á fólki með borgarlínu, eins og hugmyndin er núna, skilur eftir meiri hluta af íbúum höfuðborgasvæðisins í miklum vanda. Það einfaldlega tekur of langan tíma að fara þangað sem leitast er eftir með borgarlínunni, að því gefnu að taka strætó og síðan borgarlínu.

Þessari kerfisvillu er algerlega horft framhjá og þess vegna mun óheyrilegur kostnaður koma af þessari villu. Svo mikill að það hægt er að segja að það sé óréttlætanlegt að fara út í þetta. Fyrir utan það að margir hafa sýnt fram á mun ódýrari leiðir til að bæta kerfið.

Spái því að borgarlína mun aldrei ná flugi vegna fjárhaglegra utan að komandi aðstæðna. Spái því einnig að rafbílar muni ekki yfirtaka eldsneytisbílinn.


Kerfið er vandamálið

Nýverið lét Víðir Reynisson hafa eftir sér að almannavörnum ber skylda til að vernda fólk í Å›standinu við Grindavík. Það er alveg rétt að þeim ber skylda að láta vita en hins vegar ber þeim engin skylda að bera ábyrgða á fólkinu.

Þessi kerfislegi vandi er að drepa allt í dag um allan heim. Opinberir starfsmenn telja sig fara eftir lögum og lesa textann bókstaflega. Hins vegar ber á sama tíma að túlka lög, ekki ósvipað og t.d. biblíutexta, sem þýðir að varasamt sé að lesa of mikið í textann. Kerfið sem slíkt túlkar málin textalega séð og við það þrengirðu í sífellu að almenningi. Allt í nafni textans.

Ég túlka texta Karl Marx þannig að hann hafi í raun verið að fjalla um kerfi sem virkaði illa fyrir almenning. Í því fólst enginn stór sannleikur um hvað sé rétt að gera en hins vegar hafa stjórnvöld, sér í lagi á vesturlöndum, tekið textann og túlkað hvernig skuli framkvæma hlutina. Raunin er algera hörmung svo vægt sé til orða tekið.

Kerfið er farið að yfirtaka hlut almennings. Lítið bara á hvernig Covid árin gengu fyrir sig. Öll kerfi, hvaða isma sem þau koma frá, enda á sama hátt. Þau yfirtaka allt. Markmið sem í upphafi var lagt út frá að þjónusta almenning fer of mikinn í textatúlkun að það yfirtekur.

Þegar Marx lýsti kapitalístunum sem yfirtóku allt í nafni gróða þá hafa marxistar nútímans yfirtekið allt í nafni góðra verka (sem snúast síðan í andhverfu sína). Marxistar nútímans halda að þeir séu eyland sem geti verið sjálfbært (hringrásahagkerfi er gott dæmi um þetta). Samt vilja þeir á sama tíma selja öðrum vörum út fyrir eylandið.

Kerfisvandræðin eru æði mörg. Sem dæmi þá fjallar Björn Leví um verðbólgu og kennir ríkisstjórn um. Rétt hjá honum að halli á fjárlögum hjálpar ekki en á sama tíma skautar hann framhjá þeirri staðreynd að alltof margir innflytjendur hafa sett húsnæðismálin í spennu með of litlu framboði og sífelldum hækkunum. Annað dæmi eru skrif Haraldar Sigurðssonar þar sem hann amast út í hita í heiminum og finnst ákúrulegt að fólk spóki sig um á skyrtunni í Flórida í desember, allt útblæstri manna að kenna (loftlagsvandi af manna völdum). Fer síðan að fjalla um offjölgun mannkyns út frá spá sameinuðu þjóðanna. Hins vegar missir alveg að því að línuleg niðurför fæðingatíðninnar er mun hraðari en sú spá gerir ráð fyrir.

Kerfislegi vandinn spekúlerast best í alþjóðlegum stofnunum þar sem þær taka miðlægar ákvarðanir en ekki staðbundnar.

Leysa má mörg vandamál heimsins með að draga úr mætti kerfisins.


Að vera ánægður með það sem maður hefur

Í samtölum og lestri fjölmiðla mætti ætla að fáir séu ánægðir með það sem þeir hafa. Mikið af samtölum fer í að kvarta án þess að koma með lausn. Nú las ég skemmtilega greina á zerohedge sem fjallar um konu sem ákveður að lifa húsmóðurslífi í anda 5 áratugsins. Aðeins 22 ára ákveður hún að taka þetta skref og er stolt af því. Snýst ekki lífið líka um að vera ánægður þar sem maður er og finna til stolts.

Það sameiginlega með mörgum ismum er að grunnur þeirra liggur í frekjukasti og því hægt að nota samnefnarann - frekjuismi.

Frekjuisminn leyfir ekki húsmóðirina, hann leyfir ekki tvö kyn, hann leyfir ekki frjálst orð á hugsunum okkar eða skoðunum, hann leyfir þér ekki að njóta hvaða matar sem er, hann leyfir þér ekki að neita loftlagsmálum, hann leyfir þér ekki að trúa á neitt annað en frekjuismann.

Það er margt sem bendir til að frekjuisminn sé á undanhaldi og fólk kaupi hann ekki eins mikið og fjölmiðlar vilja láta. Sést t.d. vel í misheppnaðri auglýsingaherferð Bud light.

Mín von þessi jól er að fólk fái meira að lifa eftir eigin geðþótta og láti ekki frekjuisma vísa sér leið. Líklega þarf lagni og sveigjanleika en á endanum er það á okkar ábyrgð hvernig lífi við lifum.

Ég vil að fólk ráði sjálft hvað það gerir án þess að það sé á kostnað annarra.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband