28.10.2021 | 12:47
Það eina???
Þegar notuð eru orðin "það eina" þá er verið að setja algildisdóm, drama, þar sem einstaklingur sér ekki aðra leið, þótt hún sé yfirleitt í boði.
Þetta þýðir líka að Þórólfur er kominn á endastöð og veit ekkert hvað hann eigi að gera til að takast á við vandann. Leitar því í sama horfið aftur og aftur og vonast eftir annrri niðurstöðu.
En eins og ManUtd komst að um síðstu helgi þá þýðir ekki að gera það sama aftur og aftur og halda að önnur niðurstaða birtist.
Grímur virka ekki, tvö tilvik með fjölda smita á spitala sína það. Spítali sem má ekki útvista verkum, eins og einföldum skurðaðgerðum, er ekki spítali allra landsmanna.
Tími Þórólfs er liðinn og kominn tími á að spítalinn finni nýjar lausnir á vanda sínum svo þeir verði sveigjanlegri. Auknir peningar eru ekki eina svarið því þetta snýr einnig að skipulagi.
Ekki mitt að finna lausn en megum alveg þreyja þorrann og finna lausn til að gera spítalann sveigjanlegri. Ólíðandi að öll þjóðin þurfi að líða fyrir gagnslausa grímunotkun og takmarkanir sem virka ekki lengur vegna þess að þær virka einungis tímabundið (sá tími er liðinn).
E.S. ég hef enga þörf fyrir að stunda skemmtanalífið á næstunni svo færslan snýst ekkert um það.
![]() |
Þórólfur segir að það sé ekki til nein töfralausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)