Covid vitleysa á RÚV

Það er alveg með ólíkindum að lesa af vefsíðu RÚV: "Svo gæti farið að smitin verði níutíu til þrjú hundruð þúsund á sólarhring á næstunni verði ekki hert á sóttvörnum."

Það á sem sagt skv svarsýnustu spá að smita alla Norðmenn á 15 - 55 dögum.

Oft hefur verið talað um kóvida en ég held að þetta toppi allt sem ég hef lesið um covid sl 2 ár. Nú eru það ekki lengur besserwissarnir sem toppa tilveruna heldur blaðamenn sem vitna í spálíkön eða sérfræðinga.

Hringvísindi kallaði Geir Ágússton þetta. Veit ekki hvað má kalla þetta spálíkan, kannski hringaþvæla væri gott orð.

Svo erum við svo heppin að sjúklingum fækkar á spítalanum en væri glapræði að létta á reglum. Þórólfur hefur talað en ekki leiðrétt vitleysu í sér um að færri fara á sjúkrahús en áður, þetta er bara heppni.

Við verðum sem sagt heppin þegar covid hverfur snögglega á næsta ári.

 


Þessar tölur sýna ekki 2% innlagna vegna Covid-19

Þórólfur staðhæfir enn í dag að 2% sjúklinga með Covid-19 eigi í hættu að þurfa á sjúkrahús. Hins vegar sýna þessar tölur og af Covid síðunni að líklega er þetta nær 1,4% sem þurfa sjúkrahúsinnlögn miðað við sl. mánuð.

Síðasta sumar var aukningin um 1 auka sjúkling á viku. Núna er 1 auka sjúklingur á 10 daga fresti sem þýðir fækkun því smit eru mun fleiri núna en í sumar. Samt heldur Þórólfur enn fram að séu jafnmargir að leggjast inn. Svona misræmi í upplýsingum er ekki traustvekjandi.

Af hverju koma ekki uppfærðar upplýsingar til landans til að minnka óttann?

Margir eru farnir að tala um óttafaraldur og miðað við þessar upplýsingar þá er þetta ekkert annað. 98,6% þurfa ekki á spítalainnlögn að halda. Hvert er hið raunverulega vandamál?

Líklegast má telja að sóttvarnaryfirvöld séu heltekin af pólitískum réttrúnaði. Allt verður að fylgja ákveðinni pólitík því annað er ekki í boði. Við sjáum þetta vel í USA með forsetann og varaforsetann sem getur ekki tekið við vegna föst í pólitískri línu. Við sjáum þetta líka vel í Reykjavík þar sem pólitíska leiðin, þétting byggðar og borgarlína, er eina leiðin.

Bólusetning leysir ekki vanda þar sem 1,4% sjúklinga þurfa innlögn. Svo talar Þórólfur um að þríbólusettir séu í faglegum forsendum að sleppa við hraðpróf. Samt eru 61 á hverja 100 þúsund þríbólusettra að smitast. Um að gera að sleppa þeim lausum á vafasömum forsendum.

Lausnin felst í að rífa sig úr þessum réttrúnaði og opna augun fyrir öðrum leiðum.


mbl.is 14 liggja á Landspítala vegna Covid-19
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband