3.10.2022 | 10:50
Upplýsingaóreiða á við um öll skrif
Var að lesa pistill Björn Bjarnasonar um um upplýsingaóreiðu og notar hann Úkraínustríðið til að þess. Þar tekur hann einæra afstöðu gegn Rússum og Pútín eða rétta sagt að setur Pútin sem einvald og áróður hans.
Þarna fellur Björn í algeran pitt með því að gera ráð fyrir að upplýsingaóreiða og áróður sé einhliða þar sem hinn aðilinn í stríði stundi ekki sömu aðferðir. Þórdís ráðherra fellur í sama pitt.
Áróður í stríði er aldrei einhliða og erfitt að meta hvað sé rétt og rangt þegar fjallað er um stríð. Dæmi um upplýsingaóreiðu varðandi Úkraínu er að tala um lýðræðisríki þegar búið er að banna alla stjórnmálaflokka. Einnig er algerlega skautað framhjá öllum fjárhagslegum stuðningi þar sem enginn birtir í hvað þessir fjármunir eru notaðir.
Annað dæmi er sprengingin á nord1 og nord2. Þar kenna Bandaríkjamenn Rússum um að sprengja en segja nokkrum dögum síðar að það sé gríðastórt tækifæri fyrir Bandaríkjamenn. Rússar kenna Bandaríkjamönnum um en segja síðan að hægt sé að laga leiðslurnar. Hvað eru réttar upplýsingar?
Þriðja dæmið eru nýafstaðnar kosningar í hernumdum ríkjum. Þar hafna vesturlönd algerlega konsingunum sem gervikosning. Í stað þess að koma með sáttum og bjóðast til að vita vilja fólksins og framkvæma kosningarnar með Rússum. Vilji fólksins skiptir nefnilega engu máli í áróðursstríðinu.
Hef frá upphafi þessa stríðs haldið með hvorugum aðila og efast um allar fréttir sem eru sagðar. Upplýsingaóreiða er aldrei einhliða og hún er ekkert minni þótt ríkisstjórnir gefi eitthvað út. Frjálsar umræður um málefni koma okkur áfram að niðurstöu. Vissulega verða einhverjir undir en meiri líkur eru á almennri sátt um málefni sé ólíkum skoðunum leyft að eiga sér stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)