Misnotkun á ritskoðun og ritstjórnastefnu

Með Twitter uppljóstrunum er sífellt að koma betur í ljós hversu mikið ritskoðun FBI var misnotuð og þannig sett upp misnotkun á ritstjórnarstefnu miðils. Samfélagsmiðlar í USA þorðu ekki annað en að hlýða FBI. Það er ekkert lýðræðislegt við þetta og minnir helst á harðstjórnaríki. Þessa misnotkun á lýðræðinu hafa íslenskir fjölmiðlar, fyrir utan fáa, engan áhuga að koma til skila. Líklega finnst þeim þetta bara lítilvæglegt og vilja frekar segja frá ákærum á Trump, sem hafa þó engan annan tilgang en að aftra honum að sækjast aftur eftir forsetaembættinu.

Guðjón E. Hreinberg bloggari segir að siðmenning sé fallin. Veit ekki af hverju hann tala um siðmenningu því hugtakið kom upp á nýlendutímanum og notað til að gera lítið úr íbúum nýlendna. Hið rétta er að vestræn menning er kolfallin eigi hún að byggja á lýðræðislegum þáttum. Stórfrétt Twitter uppljóstranna er einmitt sú að við búum ekki við lýðræði heldur eru stofnanir sem hafa eftirlit með okkur og ákveða hvað sé viðeigandi í hinu svokallaða lýðræði.

Almenningur hefur í raun afskapalega lítið val. Við megum ákveða hvað við borðum (ennþá), við hvað við vinnum (ennþá), hvenær við förum að sofa og stunda afþreyingu (ennþá), hvernig bíl við kaupum og notum (ennþá), hvernig föt við notum (ennþá) og þar fram eftir götunum.

Njótið þess meðan getið!


Bloggfærslur 17. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband