Þessu er hægt að mótmæla en ekki því sem gerist í Kanada

Það að blaðamenn séu kallaðar inn til yfirheyrslu þykir eitthvað stórmál en er í raun bara rannsókn á máli. Hvers vegna þessir mótmælendur halda að ekki megi kalla inn blaðamenn vegna þjófnaðar er stórskrýtið, sér í lagi þar sem gögn úr stolnum síma voru notaðar í fréttirnar.

Þetta sama fólk vekur enga athygli á því sem er að gerast í Kanada þar sem verið er að traðka á lýðræðinu. Sett hafa verið neyðarlög gagnvart mótmælendur í Freedom Convoy sem þýðir að það má taka fólk til fanga, frysta bankareikninga og gera hluti upptæka.

Mótmælin hafa verið friðsæl, andstætt búáhalda mótmælunum hér á landi. Mótmælendur fara ekki fram á annað en að fólk fái val um bólusetningu og afnemi bólusetningapassa. Trudeu sem hefur stutt hryðjuverkasamtökin Hamas og BLM kallar mótmælendur hryðjuverkamenn. Í neyðarlögum hans þá eru hvítir settir neðar en innflytjendur. Ekki nóg með það þá hótar lögreglan að handtaka blaðamenn fyrir að vera á mótmælendasvæði. Þögn íslendskra fjölmiðla er til háborinnar skammar.

Þessum hópi finnst merkilegra að fjórir blaðamenn geti sett sig í fórnalambsgírinn yfir því að vera kallaðir í yfirheyrslu hjá lögreglu.

Þið ættuð að skammast ykkar!


mbl.is Fjölmennt var á friðsælum mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband