Í baráttu hvers er að flugvöllurinn fari?

Baráttan um flugvöllinn hefur lítið með loftslagsmál að gera og þaðan af síður að það minnki umferð að byggja þar. Í einni gamalli grein (sem ég hef ekki tilvitnun í) kom fram að byggðin næst Fossvogi væri um 5 km frá Lækjartorgi og fyrir flesta er það of langt til að hjóla.

Í annan stað, eins og byggðin við Valsvöll sýnir, að það er verið að búa til rokrassgat. Með því að hafna opnum svæðum með gróðri þá verður ekkert skjól á milli gatnanna. Þessari staðreynd hafna allir sem vilja byggð á svæðinu. Sama á við um Hamraborg í Kópavogi og vonandi sjá þeir að sér þar.

Þeir sem græða mest á að byggja á þessu svæði eru verktakar, allir aðrir tapa í raun. Ef einungis er byggð húsnæði til búsetu en sleppt fyrirtækjasvæði þá minnkar ekki umferð. Einhversstaðar verður fólk að vinna sér inn pening til að kaupa eignirnar og ef vinnusvæðið er ekki nærri þá er líklegast að þangað verði keyrt. Hvernig lagar það loftslagsmálin?

Í þriðja lagi er þetta gömul mýri sem þýðir að megnið af þessu er lélegt byggingarland en látum ekki smáatriðin flækjast fyrir (eða voru þetta stóru málin?).

Það eru verktakar sem þrýsta á að flugvöllurinn fari með öllum ráðum. Skammtímagróði þeirra er mikilvægari en vilji fólksins.


mbl.is Oddvitar takast á um Skerjafjörðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband