25.8.2022 | 12:24
Fyrirséð að vextir myndu hækka
Þrátt fyrir að heimilin megi hafa sín hagsmunasamtök þá koma furðulegar yfirlýsingar frá þeim, líkt og með þessa vaxtahækkun.
Vaxtahækkun var alltaf vituð að myndi koma aftur eftir lækkunina. Í þessari frétt les maður tilkynninguna eins og þetta komi svo á óvart.
Verkalýðsfélögin hafa barist fyrir því lengi að afnema verðtryggingu og síðan þegar aukning er á óverðtryggðum þá er það ekki nógu gott heldur. Bjánalegur samanburður á vöxtum við evrópulönd heldur engu vatni. Bjánaleg hugsun um að vextir yrðu alltaf fastir heldur engu vatni heldur. Sá sem lánar pening er ekki að gera það til að gefa pening.
Mörgum finnst ekki í lagi að húsnæði sé inn í vísitölu en á móti þá eiga svo margir húsnæði hér á landi og því talinn þurfa að vera með. Í evrópu eru alls ekki svona margir sem eiga eigið húsnæði. Best er auðvitað að gera tilfærslur sjaldan til að hafa þetta samanburðarhæft.
Fyrir um ári síðan varaði Seðlabankinn við óverðtryggðum lánum að greiðslubyrði gæti hækkað töluvert ef vextir hækkuðu. Í stað þess að sýna skilning þá var bankinn úthrópaður fyrir þetta. Í dag er síðan kvartað yfir hærri afborgunum.
Það er ekki bæði haldi og sleppt í þessu.
![]() |
Rýtingur í bakið á heimilum landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)