16.9.2022 | 16:24
Munu þessar upplýsingar breyta aðferðum Hafró?
Er alveg viss um að þessar upplýsingar munu ekki breyta nokkru fyrir Hafrannsóknarstofnun og aðferðir hennar við að mæla magn fisk í sjónum. Hef lesið um merktan þorsk sem fór frá suðurlandi og norður fyrir Snæfellsnes á hálfum mánuði.
Aðferð Hafró er enn að mæla út frá afmörkuðum svæðum og gerir ekki ráð fyrir slíkum hreyfanleika fiskitegunda. Er ómögulegt að gera ráð fyrir því í aðferðafræðinni? Ég er ekki fiskifræðingur en slíkar áleitnar spurningar hljóta samt að eiga rétt á sér.
Málið með stofnaninir er að þær koma sér upp aðferðum, sem oft eru á vísindalegum grunni. Hins vegar stunda þær ekki vísindi í þeirri merkingu að bæta aðerðir eða þróa. Það er ekki hlutverk stofnanna. Þess vegna ríghalda þær í sömu aðferðir þrátt fyrir augljósa vankanta.
Það sem er mest truflandi, og var mjög áberandi í Covid svokölluðum vísindum, er að vísindi geta ekki svarað fyrr en eftir ákveðinn tíma. Þangað til eru þetta ágiskanir og það á við um þegar kvóti er ákveðinn. Kvóti er sem sagt ágiskun um veiðanlegt magn fiskitegunda en segir afar lítið um hversu mikið magn fiskitegunda er í sjónum kringum landið.
Ég er ekki hlynntur sóknarkerfi því þá myndu einungis fáir stunda veiðar. Hins vegar eftir 40 ár að kvótakerfi er ekki kominn tími til að uppfæra aðferðir og nálgast þetta á öðrum grunni?
![]() |
Veiddu grálúðu með 2.600 kílómetra að baki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)