Myndin með fréttinni sýnir vel náttúruspjöllin

Að náttúruverndarsamtök skuli ekki hrópa upp yfir sig yfir þessu vindmylluáformum er algerlega óskiljanlegt. Myndin sýnir svo vel náttúruspjöllin sem af þessu hlýst. Í fyrsta lagi þá eru rafmöstur í bakgrunni sem virka smá miðað við þessar vindmyllur og þótt séu í bakgrunni þá er alveg hægt að átta sig á stærðarhlutföllum.

Í annan stað sést að það þarf að leggja veg að hverri og einni vindmyllu. Þannig sé ætlunin að leggja undir sig 1 eða fleiri hektara þá er verið að ýfa upp megnið af landinu og eftir situr spurningin, er það afturkræft?

Mengun af vindmyllum og hversu vel gefur af sér orku er önnur umræða en miðað við vatnsvirkjanir þá tapa þær alltaf. Þessar mótbárur við vatnsaflsvirkjanir er mjög skrýtið líka því einn dalur sem fer undir hefur ekki svo mikil áhrif á landsvæði sé stífla tekin. Vindmyllur hins vegar þurfi veg að hverri og einni þannig að rask á landi er mun meira í raun. Hvar er öll náttúrúverndasamtökin? Misstu þau málið?

Vonandi verður ekkert úr þessum óskapnaði hér á landi.


mbl.is Kynna áform um vindorkuver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband