Vindmyllu gullgrafarar

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er fjallað um vindmylluverkefni á vesturlandi, aðallega er verið að tala um Dalabyggð.

Í uppsetningu er passað vel að tala einungis um arð sem á að vera um 1 miljarður á ári og skapa góðar skatttekjur fyrir sveitafélagið og ríki. Eru þó heiðarlegir og gera ekki ráð fyrir nema 25 ára líftíma og 800 vindmyllum.

Þá vaknar auðvitað sú spurning - hvað þurfa 800 vindmyllur mikið landsvæði? Það fylgdi ekki fréttinni (messunni) eða annarri spurningu - hvað gerist eftir 25 ár? Hver ætlar að rífa þetta niður og hvernig verður landslagið á eftir?

Ekki veit ég nákvæmlega hvað vindmylla þarf marga fermetra en ef við gerum ráð fyrir 10 fermetrum þá væru 10 vindmyllur einn hektari sem myndi þýða 80 hektarar fyrir 800 vindmyllur. Í samhengi er það 1/4 af landsvæði höfuðborgasvæðisins. (Fyrirvari með þessa útreikninga því hef ekki nóga vitneskju til að standa undir þeim).

Jafnvel þótt helmingi útreikninga þá er þetta ansi stórt landsvæði og er það afturkræft? Er gert ráð fyrir í arðsemisútreikningum að taka þetta niður? Athugið það að vatnsaflsvirkjun að þá er líftíminn settur 100 ár og að miklu leyti afturkræft.

Að lokum má nefna sjón- og heyrnarmengun, ásamt fugladauða og landsvæðið er lokað allan tímann.

Þessi gullgrafar ættu að leita sér að einhverju öðru.

 


Bloggfærslur 21. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband