Almennings letjandi samgöngur

Er sammála því að niðurgreiðsla rafbíla er út í hött og fer verr með göturnar heldur en jarðeldneytisbílar vegna þess að þeir eru þyngri og það mun þyngri. Þannig að nefn niðurgreiðsla sem munar um 7 miljörðum er í raun meiri vegna slita á götum.

Í annan stað er þetta almenningssamgöngukerfi með strætó algerlega handónýtt og hefur alltaf verið. Fyrir það fyrsta þá er alltaf verið að miða við að 101 sé endastöð flestra í stað þess að miða við allt höfuðborgasvæðið sé að fara á milli hverfa. Þeir sem fara Kópavogi og vilja í Selás þurfa að taka 3 vagna. Sama leið í bíl tekur ca 10 mínútur en vegna stöðugra vagnaskipta þá ertu frá 30-45 mínútur. Segir sig sjálft að slík tímasóun er eitthvað sem fáir sækjast eftir.

Skoðum aðeins betur og hugum að framhaldsskólum því það er stór markhópur. Margir Kópavogsbúar sækja FG en að taka strætó er ekki það skemmtilegasta, sér í lagi ef skipta þarf um vagn. Biðin á milli vagna getur lengst, og gerir það ansi oft, vegna þess að leiðin sem keyrir framhjá FG seinkar svo oft. Af hverju, jú vagninn sem keyrir framhjá FG þarf fer frá Garðabæ og upp í Grafarvog. Þræðir leið þar sem umferðateppa er algeng.

Eftir stendur af hverju þarf vagn að fara frá Garðabæ og alla leið í Grafarvog? Eru svo margir sem fara alla leið? Væri kannski nóg að keyra í Mjóddina og til baka, þeir sem fari áfram taki síðan annan vagn í Grafarvog.

Leiðarkerfið er uppfullt af svona fáránlegum akstursleiðum því kerfið gerir of mikið ráð fyrir að getir farið ákveðnar leiðir í 1 vagni í stað þess að skipta á leiðinni. Skilvirkni kerfisins er því svo léleg að flestir framhaldsskólanemendur taka bílpróf og koma á bíl um leið og þeir geta.

Í annan stað má spyrja sig líka hvort tekjumódelið sé ekki of þungt í vöfum. Ef tökum dæmi frá Hollandi þá virkar kerfið þannig að þú skannar þig inn og líka þegar þú ferð út. Síðan er ertu rukkaður í samræmi við það. Sett er lágmarksgjald og svo er notkun skoðuð. Þannig er hægt að nota allar dyr til að fara inn og flýta þar með inngöngu í vagninn á álagstímum. Víst borgarlínufantasían er svo upptekin af Hollenskri fyrirmynd af hverju taka þeir ekki þetta til fyrirmyndar?

Með þvi að tímasetja betur skiptingar milli hverfa þá væri kannski smá von um aukningu á þessum fararmáta.


mbl.is Einn milljarður í Strætó og níu í rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband