Loftlagsruglið á mbl

Í hverri fréttinni af annarri þarf orðið loftlagsbreytingar að komast að þótt það hafi ekkert með efnið að gera í raun og veru.

Í þessari frétt segir: "Lofts­lags­breyt­ing­ar hafa valdið þurrk­um og vax­andi hita­stigi í yfir tvo ára­tugi"

Förum yfir þessa staðhæfingu. Valdið þurrkum er ósannað og þurrkar eiga sér stað á hverju ári. Vaxandi hitastigi er líka ósannað því svipað hitastig virðist hafa verið fyrir um 80 árum síðan.

Þessi áróður er orðinn mjög þreyttur og ekki líklega heldur er á útleið. Út af því þegar fólki verður kalt og hungrað þá skipta þessar svokölluðu loftlagsbreytingar engu máli. Loftslagið er síbreytilegt svo því sé haldið til haga.

Gaspráðherrann Sigurður Ingi vildi meina að það þyrfti að verja strandlengjuna í auknum mæli vegna hækkun sjávaryfirborðs án þess að tilgreina hvaða strandlengju hann ætti við. Veit ekki betur en strandlengja Íslands sé mörg þúsund kílómetrar. Vissulega þarf að verja ströndina við Jökulsárlón sé ætlunin að halda veginum opnum. Spurningin sem eftir stendur er samt alltaf, af hverju er þá verið að gera bryggjuhverfi og uppfyllingar?

Loftlagsbullið er á útleið og vinstri menn verða að finna sér nýtt hugarefni til að hræða fólk til hlýðni.


mbl.is Tveir látnir eftir skógarelda í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband