Er von á viðvarandi verðbólgu vegna fastra vaxta húsnæðislána

Í þessum mánuði þá hækkaði seðlabankinn ekki vexti hjá sér en það gerðu hins vegar tveir bankar. Talað hefur verið um að hækkandi vextir hafi áhrif á verðbólguna vegna reiknaðaðar húsaleigu og það kemur vel í ljós í þessari mælingu.

Þessir bankar hækkuðu vexti vegna endurfjármögnunar þe. tilfærslu yfir á verðtryggð lán vegna breytinga á lánum með föstum vöxtum (sögðu samt ekki frá því). Nú býður risa pakki þar sem lán með föstum vöxtum er komin að breytingu sem þýðir að það þarf að endurfjármagna allan pakkann. Ef seðlabankinn ætlar að halda þessu vaxtastigi og bankarnir eiga ekki fyrir endurfjármögnun þá erum við að horfa fram á háa verðbólgu á næstu árum.

Þetta er í annað sinn á þessari öld sem bankarnir fá að veita lán sem þeir geta ekki staðið undir að endurfjáragna. Fyrst voru það gjaldeyrislánin, sem endaði með hruni bankanna, og nú eru það lán með föstum vöxtum. Skiptir engu máli um hertari reglur og eina ríkisstofnunina enn.

Þetta samspil vaxta og reiknaðar húsaleigu verður að rjúfa ef ekki er ætlunin að lenda í langtíma hárri verðbólgu.


mbl.is Verðbólgan lækkar örlítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband