Skaðræði heft málfrelsis

Á Akureyri virðist stíf stefna um að hefta málfresli, sér í lagi kennara. Frægt er þegar Snorri í Betel var rekinn ólöglega vegna bloggskrifa. Nú er annar kennari hrakinn af formannsstól í kennarasambandi. Hvers vegna kennarinn, Helga Dögg Sverrisdóttir, má ekki skrifa um trans málefni og vitna í greinar frá öðrum löndum til að sýna fram á að málefni er ekki einhliða. Þetta virðist fara ákaflega illa í suma sem nota afl sitt að hrekja í burtu en auðvitað þagga ekki í henni.

Það má svo sem efast um að gjörningurinn sé löglegur því yfirleitt þarf dagskrá fundar að liggja fyrir tveimur vikum fyrir fund og hvernig á þá að vera hægt að bera upp breytingatillögu og kjósa á sama tíma?

Þetta er samt vel í anda útskúfunar sem notuð er á þá sem setja efann á stefnu í trans málum. Sú leið að takir þú ekki þátt í stefnu trans málefna þá ertu útskúfaður. Ljót framkoma og er ekkert annað en ofbeldi.


Bloggfærslur 9. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband