22.11.2023 | 16:22
Tengi vel við þessi skrif um strætó
Held að flestir sem nota strætó og þurfa að taka annan vagn tengi vel við þessar lýsingar í greininni. Ég hélt út í tæp tvö ár en gafst upp þegar mætti á strætóstöð og þurfi að bíða í 40 mínútur eftir vagninum. Hafði af venjulega að bíða í 15 mínútur í Mjóddinni en þegar biðin er komin í klukkustund og það tekur um 1 og hálfa klukkustund að koma sér heim úr vinnu þá er nóg boðið.
Hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun en í staðinn hlustað á dætur mínar harma yfir þssu strætókerfi.
Smáatriðin eru það sem skilgreina kerfið og smáatriðin eru öll í lamasessi hjá strætó. Borgarlína mun ekki leysa þann vanda heldur auka. Ef ætlunin er að auka veg strætó í samgöngum þá væri fyrsta skref að taka á smáatriðum og koma þeim í lag.
Nokkur dæmi sem hægt væri að byrja á:
- Tengingar milli hverfa þurfa að vera þannig að bið sé ekki meiri en 5 mín eftir næsta vagni
- Greiðslukerfið þarf að virka. Holland hefur virkt kerfi þar sem skannað er inn þegar komið í vagninn og út þegar farið.
- Það þarf að ganga betur að fara í og úr vagni t.d. með að hleypa inn í gegnum allar hurðir.
- Gera almennilega könnun á hvert fólk er að fara og sníða kerfið eftir því
- Hafa ekki svona heitt í vögnunum
- Losna við tröppur þegar gengið inn og út
- Auka vægi tengistöðva
Lausnin er ekki í gegnum borgarlínu heldur flýtileiðum og bæta tengingar í kerfinu. Koma á vögnum sem keyra bara stuttar leiðir í úthverfum. Hætta að gera ráð fyrir að einn vagn sinni úthverfum. Þannig færi bara vagn frá Miðbæ Hafnafjarðar en ekki út á Vellina eins og gerir í dag. Tengistöðvar eru þannig misstórar en ætti að vera við flest hverfi og auðvelda að tengjast öðrum hverfum. Hugmyndir um borgarlínu er svo langt frá þeirri hugmynd.
Alveg sama hvaða óskyhyggju fólk hefur um borgarlínu þá snúast samgöngur um að komast á milli á sem þægilegastan máta. Hvernig væri þá að setja upp þannig mynd og skoða hvort við ráðum við að reka slíkt kerfi. Annars er það bara bílinn.
Ég gafst upp og keypti mér bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2023 | 08:48
Forstjóri Betri samgangna blæs alla gagnrýni af borðinu
Nú hefur komið mikil gagnrýni fram um fyrirhugaða brú yfir Fossvoginn. Hönnun þykir of dýr og nú kemur Ellert Már fram og beinir sjónum að hvar gönguhlutinn sé staðsettur á brúnni.
Réttilega bendir hann á að gönguhlutinn austan megin á brúnni leiði til þess að gangandi vegfarandur missa sól og geti ekki séð sólsetrið af sama krafti sé gönguhlutinn vestan meginn. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hefur tekið undir þessa gagnrýni.
Þá kemur hinn mikli, já borgarstjóri, forstjóri Betri samgangna fram á sjónarsviðið. Davíð Þorláksson, forstjórinn, segir að ekki komi til greina að breyta hönnuninni og að hönnunin sé algerlega úthugsuð.
Hvað á maðurinn eiginlega við? Hefur hann ekki betri innsýn í hönnun að besta hönnun er lifandi fyrirbæri sem á sér stað allt fram að lokaútfærslu verks. Þessi hroki opinbers starfsmanns er góð áminning um þörfina að minnka opinber kerfi. Sem opinber starfsmaður ber honum að fara vel með almannafé en hann vill sóa því, eins og enginn sé morgundagurinn, án þess að greiðendur hafi nokkuð um það að segja. Hversu langt er hægt að fara út fyrir valdsvið sitt?
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem já borgastjóri blæs á gagnrýni og reynir að upphefja borgarlínu sem frábært fyrirbæri. Á sama tíma heyrist ekki múkk um kostnað við að reka fyrirbæri eða hvað þá að nefna hver eigi að borga.
Að ógleymdu varðandi þessa brú þá liggur ekki enn fyrir hvernig Kópavogur ætlar að útfæra keyrsluleið strætó að brúnni. Hvers eiga börnin gangandi í skólann, garðeigendur og önnur umferð að gjalda?
Þessi brú er stór mistök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)