24.11.2023 | 12:27
Óeirðirnar í Dublin sýna vel veikleika í heiminum í dag
Óeirðirnar í Dublin í gær endurspegla vel hversu illa er farið fyrir heiminum í dag og upplýsingaflæði varðandi atburði. Eftir hnífárásina þá breiddist út boð um að árásamaðurinn hafi verið innflytjandi. Við það myndaðist óánægja sem hefur verið að krauma lengi á Írlandi. Þarna brýst út reiði sem reynt er að fela.
Þetta lag lýsir vel hvernig komið er fyrir ungum karlmönnum á Írlandi og hefur söngvarinn lýst því að ekki sé vel gert fyrir unga karlmenn (lagið I love you með Fountain D.C.)
Í þessari stöðu fáum við tvennt sem þarf að takast á við í dag. Ekkert er gefið upp um árásina sem veldur því að slúður kemst á skrið á samfélagsmiðlum. Ekkert ósvipað og þegar hávært fólk fær því framgengt að fjarlægja styttu.
Fjölmiðlar, sem oft eru úti á þekju, virðast heldur ekki vita hvernig þeir eiga að fjalla um þetta. Þeir fá engar leiðbeiningar um það.
Langar líka að nefna hversu illa skrifandi blaðamenn eru. Í frétt á mbl.is um Íslending sem var stattur í borginni þá lítur greinin út eins og hún sé skrifuð af grunnskólanema. Ætla að taka eitt dæmi. Þetta er ekki árás á blaðamann sem er nafngreindur heldur gerist þetta alltof oft á mbl.is. Þótt ég sé ekki best skrifandi þá blöskraði mér algerlega setningin: "...hafa komið við í matvörubúð á leið heim frá því að borða kvöldmat." Satt að segja veit ég ekki hvað það kemur málinu við að þau væru í kvöldmat en að segja: leið heim frá því að borða. Þetta er ekki íslenska, líkast til eitthvað babl. Venjan er að tala um að fara út að borða.
Ef blaðamaður móðgast þá vil ég segja þetta: Íslenska er ævilærdómur og við getum alltaf gert betur.
Því miður eru fjölmiðlar í dag drasl sem virðast ekki lesa yfir efnið og ritstjórn ansi veikluleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)