Lesskilningur barna - sendum foreldra á námskeið

Núna er sjokk í gangi yfir lélegum lesskilningi barna og skólum kennt um (að vissu leyti rétt). Hið rétta er að allur lærdómur hefst heima hjá þér og þegar foreldrar eru svo uppteknir í símanum að þá apa börnin auðvitað eftir því.

Hver hefur ekki tekið eftir að fara á veitingastað og sjá foreldrana í símanum lengur en börnin. Þetta er bara mun algengara en flestir myndu vilja viðurkenna.

Ekki því að breyta að orðaforði og skilningur unga fólksins er greinilega minni en þeirra sem ólust upp á 9 áratugnum. Skýring gæti verið hversu mikið er lesið á ensku en einnig lítið lesið sér til gagns. Of mikið af lesefni er dægrastytting t.d. grein um fótbolta. Þær eru oft einfalt mál og líka æði oft illa skrifaðar. Enda á þetta ekki að vera háfleigt orðað og einungis verið að segja frá atburðum.

Með því að lesa svona mikið af textum af atburðum þá missir lesandinn af flóknum orðum, samsettum orðum og skilning hvernig hægt er að oft að finna merkingu orða í samsetningunni. Tökum sem dæmi orðatiltækið að vera í fararbroddi. Þið getið bókað að margt af ungu fólki á erfitt með að skilja þetta.

Legg til í næstu Pisa könnun að gerð verði samskonar könnun fyrir foreldra barnanna til að bera saman hvers vegna lesskilningur er svona lélegur. Tilgátan er sem sagt að lélegur lesskilningur er afleiðing hvernig foreldri kennir barni að lesa eða sé fyrirmynd í lestri efnis sér til gagns.


Bloggfærslur 6. desember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband